Evran, hádegisverðurinn og mannlegt eðli

Nei, þetta er ekki blogg um hádegisverð Friedmans og frjálshyggjumanna heldur um evruskuldabréf. Umræðan um sameiginleg skuldabréf þeirra 17 ríkja sem deila með sér evrunni verður skiljanlegri ef tekin er hliðstæða úr daglega lífinu, eins og að skipta reikningnum eftir hádegisverð á veitingastað.

Þegar maður fer út að borða og gerir ráð fyrir að borga eigin reikning tekur maður afstöðu til eyðslunnar með eigin greiðslugetu í huga. Svipað er þegar ríki gefa út skuldabréf; þau meta greiðslugetu sína í samhengi við þau vaxtakjör sem bjóðast.

Þegar maður fer út að borða og ætlar að skipta reikningnum breytist hugarfarið vegna þess að aðrir bera hluta af kostnaðinum við máltíðina sem maður velur sér. Sambærilegt er með evruskuldabréf þar sem öll evruríkin deila með sér vaxtakostnaði vegna þess að ábyrgðin er sameiginleg.

Jæja, hversu miklu munar? Hagfræðingurinn Andrew Lilico vitnar í þekkta rannsókn frá 2004 sem segir kostnaðinn við að skipta reikningnum hækka um 36 prósent.

Starfsbróðir Andrew Lilico, hagfræðingurinn Otmar Issing, sem er einn af höfundum evrunnar varar sterklega við evruskuldabréfum. Með líkinguna í huga um aukinn kostnað við að skipta reikningi á veitingastað er auðvelt að skilja hvers vega.


mbl.is Evruskuldabréf ekki umræðuefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband