Ólafur Ragnar: krónan og fullveldið gegn ESB

Leið Íslands úr kreppunni væri óhugsandi á krónu og fullveldis. Forsetinn bendir á þá augljósu staðreynd að sveigjanleiki efnahagslífsins, sem fæst með krónunni, og fullveldið, sem myndin tapast við Evrópusambandsaðild, eru þeir tveir þættir sem skipta sköpum í efnahagslegri endurreisn landsins.

Ólafur Ragnar Grímsson skráði sig í annála eftirhrunsstjórnmála með því að tefla fram andstæðunum lýðræði og fjármálaveldi þegar hann sendi Icesave-lögin í þjóðaratkvæði í fyrsta sinn.

Í samantekt: lýðræðið tapar alltaf í Evrópusambandinu fyrir fjármálaveldinu.

Og á Íslandi vill Samfylkingin endilega gera þjóðina að feitum þjóni ESB. 


mbl.is Ísland fyrirmynd Evrópulanda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er sko rétt, við eru virkilega heppinn að vera ekki i ESB,það eru bara heiladauðir einstaklingar sem sjá ekki fram fyrir sig sem vilja ganga i ESB

jon fannar (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 20:52

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Já sko hvað við erum heppinn að vera með íslensku krónuna. Hún er ekki heiladauð bara þeir sem dásama hana.

Eyjólfur Sturlaugsson, 31.7.2011 kl. 21:34

3 identicon

SKILABOÐ TIL ÍSLENDINGA FRÁ EVRÓPU ÁHUGAVERT EFNI Á SÍÐUNNI KIKIÐ Á SLÓÐINA

http://youtu.be/SswJzHcHM1o

Örn Ægir (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 21:43

4 Smámynd: Elle_

Gjaldmiðill getur ekki verið heiladauður, Eyjólfur.  Kannski peningastjórnun ríkisstjórnarinnar og SÍ sé heiladauð en ekki ískaldur og steindauður peningur.  Það væri fásinna og ólýsanlegt glapræði að fara inn í miðstýringar- og yfirstjórnunarveldið EU ef við ætlum að halda fullveldi. 

Elle_, 31.7.2011 kl. 21:59

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi tengill frá Erni Ægi er frábær - auðveldari með því að smella:

hér: http://youtu.be/SswJzHcHM1o.

Já, Eyjólfur frá Brunná, við erum heppin að vera með íslenzku krónuna.

Jón Valur Jensson, 31.7.2011 kl. 22:06

6 identicon

@ElleEricson

Krónan er ekki vandamál íslendinga í gegnum tíðina heldur fávitar sem ráða hafa landinu. Ef rétt er haldið á spilunum, eins og t.d. í noregi, þá er alveg hægt fyrir okkur að græða á tá og fingri. Aðalmálið er er að halda krónunni veikri um sinn og flytja meira út heldur en inn af vörum og halda vöruskiptunum við landið þannig. Þetta er einfalt bókhaldsdæmi, þú græðir ekki nema selja meira heldur en þú aflar. Eins og staðan er og hefur verið allt frá 2009 þá hafa vöruskipti verið hagstæð, það er krónunni að þakka og ekki síst því að við höfnuðum skuldaklafa sem heitir icesave.

Þórarinn (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 23:04

7 identicon

Íslendingar hafa ekkert að gera í ESB. Þjóðin hefur ekkert upp á að bjóða í viðskiptum sem ekki er betra í ESB löndunum, að fiskimiðunum undanskyldum. Íslendingar hafa aldrei getað markaðsett sig af viti erlendis og verður svo áfram því þjóðin lærir ekki af reynslunni samanber ríkisstjórnin sem kemur til með að koma þjóðinni í gjaldþrot á örfáum árum.

Það er ekkert að ESB, en þjóðin sjálf er staurblind og klikkuð.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 23:15

8 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Æ já Jón Valur minn... við eru sko heppin að vera íslensku krónuna heiladauða í öndunarvél gjaldeyrishafta.

Eyjólfur Sturlaugsson, 31.7.2011 kl. 23:22

9 Smámynd: Elle_

Þórarinn, þú sagðir: >@ElleEricson  Krónan er ekki vandamál íslendinga í gegnum tíðina heldur fávitar sem ráða hafa landinu.<

Já, ég veit það, Þórarinn, það var nákvæmlega það sem ég var að meina um stjórnun ríkisstjórnarinnar og SÍ og ég held þú hafir misskilið mig, það var Eyjólfur sem var að ´blóta´ sjálfum gjaldmiðlinum. 

Og samt vil ég taka upp US dollar eða Kanada dollar ef út í það er farið. 

Elle_, 31.7.2011 kl. 23:27

10 Smámynd: Elle_

Jæja, fyrirgefðu, Eyjólfur, nú sé ég að þú ert að meina stjórnunina.

Elle_, 31.7.2011 kl. 23:40

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Miskilinn og ofnotaður frasi " sveigjanleiki krónunnar".   Hefur fáum bjargað nema útgerðarmönnum s.l. 50 ár.   Landinn í gíslingu hennar hefur þurft að kaupa þennan sveigjanleika dýru verði, nauðugir viljugir.

Annars er skemmtilegt freudslip í pistlinum:  "Leið Íslands úr kreppunni væri óhugsandi á krónu og fullveldis"  Sammála því, leiðin út úr kreppunni verður ekki keyrð á krónunni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.8.2011 kl. 00:51

12 identicon

Krónan er léleg.

Það er vegna lélegrar efnahagsstjórnunar.

Það er kostur krónunnar.

Alveg eins og að norska krónan er sterk, vegna hagsýnnar stjórnunar.

Norðmenn eiga meir og meir, því þeir eyddu ekki um efni fram meðan þeir voru fátækir.  Meira að segja norskir kratar skilja þetta.

Ef þú reynir að synda í land í sundfötum annarra er hætta á að þú komir strípaður að landi.

Islensk hagstjórn er með efnahagshryðjuverkamenn við völd.  Þess vegna ekki von á góðu.  Ekki einu sinni eftir hrun.  (En verra væri það þó með erlendan gjaldmiðil sem feldi vandamálin í lengri tíma.).

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 08:41

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er algjör miskilningur og ótrúlegt að maður sem hefur verið í stjórnmálum áratugi skuli ekki fatta það hvað ,,sveigjanleiki krónu" í raun þýðir.

þýðir bara að laun eru lækkuð. Allt og sumt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2011 kl. 10:49

14 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Miskilinn og ofnotaður frasi " sveigjanleiki krónunnar". Hefur fáum bjargað nema útgerðarmönnum s.l. 50 ár. Landinn í gíslingu hennar hefur þurft að kaupa þennan sveigjanleika dýru verði, nauðugir viljugir.

Í þessum sömu tilvikum þá hefði landinn hvort eð er þurft að kaupa þetta dýru verði (kreppunni sem var valdur að sveigjanleikann þurfti að nota), ef ekki væri hægt að nota þennan sveigjanleika þá hefði þurft að lækka laun og segja upp fólki (að svipuðu virði og tapið er vegna gengislækkunar), eitthvað sem hefði gerst ef við hefðum verið með annan gjaldmiðil en krónuna.

Það er einnig mikill misskilningur að halda að krónan sem sé vandamálið, því eins og jonasgeir minnist á svo réttilega þá er það stjórnunin á krónunni sem er vandamálið, ekki krónan sjálf (svona eins og að kenna rútunni um bensínleysið frekar en bílstjóranum sem setti ekki bensín á, áður en var lagt í ferðina..).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.8.2011 kl. 11:33

15 Smámynd: Alfreð K

Tek undir með öllu sem sagt er hérna, sé ekki ávinninginn af að skipta út gjaldmiðlinum, en ef hins vegar út í það yrði farið mundi ég ekki heldur líta á US dollar, fremur en evru, sem vænlegan kost. BNA skulda allt of allt of mikið og dollarinn lifir enn á fornri frægð, þegar hann loksins fellur munu BNA (og kannski fleiri þjóðir) vakna upp við vondan draum.

Veit svo ekki með Kanadadollar, en aðrir kostir í stöðunni væru e.t.v. svissneskur franki eða norska krónan.

En krónan sem við búum við í dag er samt ekki vandamálið eins og ágætlega er búið að útskýra af öðrum hér fyrir ofan.

Alfreð K, 2.8.2011 kl. 00:25

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jenný Stefanía Jensdóttir, þetta var nú með billegra móti frá þér. Þú hlýtur að geta betur. Þú segir að sveigjanleiki krónunnar hafi "fáum bjargað nema útgerðarmönnum s.l. 50 ár." En bæði á tæpum 40 árum þar á undan og á þessum 50 árum hefur þjóðinni fleygt fram í lífskjörum. Ekki voru þau nú beysin um 1922, en voru orðin býsna góð, miðað við aðra Evrópumenn, um 1961, hvað þá um 2001. Ekki stóð krónan okkur fyrir þrifum.

Hættið þessari rörsýn á tilveruna, evruaðdáendur, reynið að hörfa út fyrir mánuðina sem þið haldið að öll tilveran snúist um.

Jón Valur Jensson, 2.8.2011 kl. 11:59

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

... reynið að HORFA út fyrir mánuðina ...

Jón Valur Jensson, 2.8.2011 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband