Smákóngaveldi er forsenda fjölræðis

Útrásin var fákeppni og einokun fárra stórra í viðskiptum og fjármálalífi og hrunið var bein afleiðing. Smákóngaveldi með tilheyrandi dreifingu valda og auðs er rökréttur lærdómur af útrás og hruni.

Ríkisstjórnin ætti að setja í forgang að vinna að fjölræði í viðskipta- og fjármálalífinu. Við eru hér að tala um næstu ríkisstjórn, ekki þá huglausu og duglausu sem nú situr.

Fjölræði verður hornsteinn nýja Íslands. Til þess þurfum við smákóngaveldi um allar trissur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til þess þurfum við smákóngaveldi um allar trissur.

Í gamla daga var það kallað goðorð. Goðarnir voru þeirra tíma klíkuleiðtogar, sem höfðu líf áhangenda sinna í hendi sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2011 kl. 14:48

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er nú svo komið að leita þurfi ráða hjá alsherjargoða?

Ragnhildur Kolka, 31.7.2011 kl. 16:01

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Pant vera "kóngur" í einn dag!

Er ekki sammála þessari skilgreiningu, miðað við höfðatölu, þá voru þessir "fáu stóru"  óttarlegir smákóngar .

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.7.2011 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband