Hver er aftur formaður Sjálfstæðisflokksins?

Sjálfstæðisflokkurinn á að heita verkfæri í þágu borgaralegra gilda og fullveldis þjóðarinnar. Stjórnmálaflokkur á að birta almenningi framtíðarsýn og afla henni fylgis. Meira og minna frá misráðunum stuðningi flokksforystunnar í vetur við Icesave-málatilbúnað Jóhönnustjórnar þegir Sjálfstæðisflokkurinn þunnu hljóði í þjóðfélagsumræðunni; flokkurinn þjónar ekki tilgangi sínum.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að gera sig vegna þess að forystan hefur brugðist. Greining forystunnar á þjóðfélagsástandinu reyndist röng þegar hún reyndi sópa misgjörðum einstakra þingmanna á útrásartíma undir teppið. Taktísk útspil forystunnar eru frá því að vera mistæk (skattaumræðan) yfir í hreina hörmung (Icesave).

Stjórnarandstöðuflokkar eiga að vera umræðuvakar, standa fyrir gagnrýni á ríkisstjórn og bjóða pólitíska valkosti. Á síðasta landsfundi fékk forysta það veganesti flokksfélaga að draga ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu tilbaka.

Krafa flokksfélaga um að ESB-umsóknin verði dregin tilbaka kallar á pólitíska umræðu um valkosti. Nágrannaþjóðir okkar í vestri og austri, Grænland, Færeyjar og Noregur hafa allar ákveðið að standa utan Evrópusambandsins. Hefur flokksforysta Sjálfstæðisflokksins lyft litla fingri til að vekja umræðu um hagsmuni strandríkja á Norður-Atlantshafi? Nei.

Evruland stendur í ljósum logum. Er flokkforysta Sjálfstæðisflokksins í umræðunni um hvaða áhrif fyrirsjáanleg gerbreyting á Evrópusambandinu hefur í för með sér? Nei.

Rangt pólitískt stöðumat, ónýt taktík og linka í umræðunni einkennir forystu Sjálfstæðisflokksins. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Maður er oft hugsi hvort búið sé að leggja Sjálfstæðisflokkinn niðu.allavega ber ekkert á Forystu hans.Eða er hún máske ekki til?

Vilhjálmur Stefánsson, 19.7.2011 kl. 13:54

2 identicon

Er Þorsteinn Pálsson orðinn formaður flokksins... ???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 13:56

3 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Góður pistill.Hvar er forusta Sjálfstæðisflokksins ? sammála þessu

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 19.7.2011 kl. 15:04

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð spurning Páll. Það mætti ætla að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi verið stungin svefnþorni.

Ragnhildur Kolka, 19.7.2011 kl. 18:20

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Óli Björn skrifaði Manifesto Hægrimanns. Af hverju skrifar bjarni ekkert svona sniðugt handa okkur.

Halldór Jónsson, 19.7.2011 kl. 19:34

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Menn sem gefa sig fyrir að vera blaðamenn en ekki baugsmiðlar,eiga að vera gangrýnir á flest,ekki bara sjálfstæðisflokkinn,hann mun rísa með eða án hjálpar vinstri manna,það er landsfundur haust og þar munum við gera upp dæmið !!!!

Haraldur Haraldsson, 19.7.2011 kl. 23:01

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þarfa áminningu, Páll. Nú er tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn fylgi eftir skýrri stefnu meginþorra kjósenda sinna og berjist fyrir því að ESB- umsóknin verði dregin til baka nú þegar. Þá kemst hreyfing á stöðnuð þarfamál.

Ívar Pálsson, 20.7.2011 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband