Jón Ólafsson sigrar heiminn og snilli íslenskra bankamanna

Jón Ólafsson sem áður var kenndur við Skífuna er í mikilli sókn þessi misserin og fjölmiðlar hafa ekki undan að segja fréttir af stórsigrum hans með vatnsátöppunarfyrirtækið sitt. Viðskiptablað Morgunblaðsins gleypti flugu Jóns í maí að JP Morgan og Anheuser Bush eigi hlut í félagi Jóns. Í júní er komið að Viðskiptablaðinu sjálfu að endurbirta frétt um að Suður-Afrísk fyrirtækjasamsteypa hafi keypt sig inn í veldi Jóns.

Fyrst er það trúgirni fjölmiðla sem skapar Jóni ímynd að vera um það bil að leggja heiminn að fótum sér. Þar á eftir eru það litlu sætu snillingarnir í íslensku fjármálafyrirtækjum sem ausa peningum í excel-skjöl Jóns og fréttaúrklippur.

Málið endar fyrir dómstólum þegar bankarnir fatta um seinan það sem hvert fimm ára barn veit, að sitt er hvað ímynd og veruleiki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segir þetta okkur ekki eitthvað um íslenska fjölmiðlun og blaðamennsku?

Mig furðar hversu lítil umræða fer fram um þá hörmulegu fjölmiðlun sem fram fer hér á landi.

Kannski er það vegna þess að sú umræða ætti að öllu jöfnu að fara fram í fjölmiðlum?

Þessari þjóð verður ekki bjargað. 

Rósa (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband