Þriðjudagur, 14. júní 2011
Björnsþáttur kemur á eftir Gnarrfaktor
Jón Gnarr og Besti flokkurinn fengu meðbyr í borgarstjórnarkosningum vegna þess að almenningur vildi ná sér niður á stjórnmálaflokkum. Fólk gaf flokkunum langt nef með því að kjósa yfirlýst bjánaframboð. Eftir að Samfylkingin gerði Jón Gnarr að borgarstjóra súrnaði brandarinn og engar líkur eru á því að sambærilegt framboð fái hljómgrunn í bráð.
Almenningur mun af vaxandi þunga krefjast stöðugleika í stað ójafnvægis, verða íhaldssamur á kostnað frjálslyndis, taka ábyrgð fram yfir ævintýramennsku, fullveldi framar ESB-aðild, velja alvörustjórnmál í stað spuna, kjósa reynslu fram yfir unggæðinshátt og endurgjalda trúnað með trausti.
Maðurinn sem er eins og sniðinn fyrir þjóðina eins og málum er háttað í dag er Björn Bjarnason. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka á sig rögg og velja hann til forystu, eins og útskýrt var hér í gær.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 35 prósent í skoðanakönnunum undanfarið. Þeir sem eru eldri en tvævetra í pólitík vita að fylgi flokksins verður lamið niður fyrir 30 prósent í kosningum, sennilega langt þar undir. Stór ósigur tvennar þingkosningar í röð yrði móðurflokki íslenskra stjórnmála að fjörtjóni.
Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins er einangruð og les ekki rétt rúnir samtímans. Almennir félagsmenn flokksins verða að grípa í taumana og setja þann mann í söðulinn sem bestur er til þess fallinn. Sá maður er Björn Bjarnason.
Athugasemdir
Setjum Björn Bjarnason í söðulinn!
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 12:03
Ei umbreytist asninn þó á hann sé settur algylltur söðull.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 12:15
Baugsbaðvörðurinn mættur og sýnir fram á hverjum hugnast sýst tillaga Páls....
Órofa áhrif Baugsmanna innan Baugsfylkingarinnar er öllum ljós.
Færsla undirritaðs frá því að Páll viðraði þessa hugmynd sína í gær.:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 12:26
hahah góður þessi mar; Fá galgopan BB aftur hahahah
DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.