Björn Bjarnason verði formaður Sjálfstæðisflokksins

Til að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum þarf nýja forystu. Björn Bjarnason er maðurinn til að leiða flokkinn úr eyðimörk vingulsháttar og stefnuleysis til virðingar og ríkisstjórnarforystu. Núverandi formaður, Bjarni Benediktsson, tók áhættu með því að styðja Icesave-samninginn og tapaði. Hann á að víkja.

Björn Bjarnason er maður stefnufestu og sígildrar sjálfstæðisstefnu. Aðeins annar tveggja stjórnmálamanna á Íslandi þorði Björn að standa upp í hárinu á auðræðinu sem gervöll stórnmálastéttin lagðist flöt fyrir fyrstu ár aldarinnar.

Þegar Geir H. Haarde þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins undirbjó ráðherralista flokksins vorið 2007 vegna ríkisstjórnarsamstarfs við Samfylkinguna lagði Björn til við Geir að þegar liðið væri á kjörtímabilið myndi Bjarni Benediktsson leysa hann af sem dómsmálaráðherra. Bjarni ætti að launa Birni drengskapinn og víkja án vandræða.

Björn Bjarnason er traustur og trúr starfsmaður almennings. Þjóðin þarf á slíkum starfsmanni að halda í forsætisráðuneytið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna fer blogglúðrasveit Baugsfylkingarinnar gjörsamlega af hjörunum og fjandinn verður laus.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 20:17

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sumir bloggarar eru svo háðir blogginu og því að fá komment á síðu sína að þeir gubba út úr sér steypu og kjaftæði, bara til að fá viðbrögð..

Það er engum hollt að einangrast árum saman við tölvuna og bloggið....

hilmar jónsson, 13.6.2011 kl. 20:27

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Spaugsemi þinni er viðbrugðið Páll. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei brugðið á það ráð að kalla pensjónista til æðstu forustu, þótt dugmiklir séu og óbrjálaðir.

Myndi Samfylkingin kalla til Jón Baldvin Hannibalsson, sem sumir segja bæði latan og brjálaðan, þótt ekki vilji ég trúa því?

Gústaf Níelsson, 13.6.2011 kl. 20:29

4 identicon

Nei Páll Vilhjálmsson.

Nú skjátlast þér hrapalega.

Þó Björn sé að mörgu leyti klár og rökfastur þá er þetta algerlega útí hött.

Björn er orðinn of fullorðinn í þetta og hefur lengi staðið í strögli stjórnmálanna, auk þess hefur Björn alltaf verið mjög umdeildur maður og ekki beint til vinsælda fallinn.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 20:47

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Væri Björn maðurinn sem sneri frá Davíð-ismanum og hundsaði Kvótapúkann?

Væri hann sá sem tæki upp fyrri gildi Sjálfstæðismanna og hafnaði einokun í grunn atvinnuvegi þjóðarinnar?

Þá fögnum við Birni. 

Ólafur Örn Jónsson, 13.6.2011 kl. 20:51

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta er góð hugmynd hjá þér Páll. 

Ef Björn vildi sinna þessu í nokkur ár. 

Eða ef Davíð væri tilleiðanlegur að taka hér til hendinni.

Viggó Jörgensson, 13.6.2011 kl. 21:45

7 identicon

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 21:49

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er það besta í stöðunni núna en ég er ekki að treysta Bjarna í ESB málunum. Hann flöktir. 

Valdimar Samúelsson, 13.6.2011 kl. 21:50

9 identicon

Það má nú segja að þú virðist hafa mikið til þíns máls hér Páll.

Sjálfstæðið yrði líklega ekkert afskaplega vinsælt, en hver veit. 

Fólk flest vill traust fólk í störfum.  (Líklega Hilmar vinur þinn líka).

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 22:07

10 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Datt ekki Davíð á rassgatið ofaní FRAMSÓKNARFLÓRINN  þegar hann átti að moka hann ??

Skildist að illa gengi að spúla af honum fýlunni..

Ólafur Örn Jónsson, 13.6.2011 kl. 22:17

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben verður að fara sem Formaður Sjálfstæðisfsins..Samspillingin er vís til að plata hann og hann virðist ginkeiftur við öllu sem vinstriflokkarnir koma með fram..

Vilhjálmur Stefánsson, 13.6.2011 kl. 22:40

12 Smámynd: Elle_

Aldur Björns skiptir engu máli.  Hann er traustur.  Hvort hann vill vera enn í sálarskemmandi stjórnmálum metur hann sjálfur.  

Elle_, 13.6.2011 kl. 23:37

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Stjórnin lafir vegna máttlítillar andsöðu ,fyrrum stærsta flokks Íslands.  Framsóknarflokkurinn er kröftugur andstöðuflokkur og hefur aldrei kvikað frá stefnu sinni í ESB. og þar áður í Icesave-kúguninni. Hann er því verðugur forystuflokkur í stjórnarandstöðu. Hver einasti fyrrum ráðherra,sem nokkuð hvað að,hefur bakað sér óvinsældir,vegna stjórnvaldsaðgerða,sem virkuðu löngu seinna gallaðar. Ég fullyrði að engum þeirra, (nema S.F) hefði svo mikið sem hvarflað að framselja fullveldi Íslands til yfirþjóðlegs ríkjasambands. Í mínum huga liggur því beinast við,að Sjálfstæðisflokkurinn efli andstöðu sína meðan þetta hlutfall þingflokka er á Alþingi. Við eðlilegar aðstæður væri þessi ríkisstjórn,löngu búin að skila umboði sínu. Steingrími er tíðrætt um afrek sín..við erfiðar aðstæður,, jú,jú, er hægt að bera þær aðstæður saman við það sem fyrri stjórn þurfti að glíma við; leynimakk grægðiisaflana,sem engin lög náðu yfir,vegna auðróna sem keyptu allt,sagt,skáldað og skrifað. Davíð á eitt eftir,að sanna sig í stjórnarandstöðu,góðir saman Sigmundur Davíð og Davíð.

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2011 kl. 01:49

14 identicon

Björn Bjarnason er 66 ára. Davíð Oddsson er 63 ára. Þeir virðast báðir vera við góða heilsu og fylgjast vel með stjórnmálum. Að minnsta kosti þarf Sjálfstæðisflokkurinn aðra forystu. Samvizka Bjarna Benediktssonar, sem segir honum að þverbrjóta stefnu flokksins í stórmálum og sitja þó sem fastast, dugir engan veginn.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 11:58

15 identicon

Auðvitað er það arfavitlaust af Sjálfstæðisflokknum að reyna að sækja inn á miðju stjórnmálanna, eins og misheppnuð tilraun þingflokksins til málaefnalegrar afstöðu í Icesavemálinu leiddi í ljós. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera yst á hægri vængnum, höfða til þjóðernissinna í öllum flokkum og styðja hvers kyns öfgastefnur í atvinnumálum undir slagorðinu Því stærra og galnara því betra.

Björn Bjarnason er augljóslega best til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessa átt meðan andlegi leiðtoginn er enn út í móa.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 19:42

16 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Krakkarnir kæmu í skólana í einkennisbúningum og nýja óeyrðalöggan hefði skotvopn eins og sýrlenska löggan og kynni að nota þau.

Ætli yrði ekki erfitt að losna við karlinn ef hann kæmist í stólinn?

Ólafur Örn Jónsson, 14.6.2011 kl. 23:08

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig tókst til þegar Björn var til kallaður að "vinna" borgina á sínum tíma. Er mönnum ekki enn ljóst að Björn hefur ekki og hefur aldrei haft neitt persónufylgi, hann hefur aðeins flotið fram og aftur á fólkinu í kringum hann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.6.2011 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband