Málamiðlun í Reykjavík eða tilskipun frá Brussel

Í dag ákveða Íslendingar sjálfir á alþingi hvernig háttað skuli stjórnun fiskveiða hér við land. Þingmenn sem tala sama mál og kjósendur og búa í sama samfélagi taka ákvörðun um hvernig fiskveiðiauðlindinni skuli ráðstafað.

Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu yrðu Jón og Gunna fjarri vettvangi þegar meginákvarðanir um fiskveiðar væru teknar. Það væru Pedro, Göran og James sem myndu ákveða hámarksafla í íslenskri landhelgi og hvernig eignarhaldi á útgerðum skyldi háttað.

Málamiðlun í Reykjavík verður til í íslensku samhengi. Tilskipun frá Brussel lýtur lögmálum evrópskra stjórnmála þar sem Ísland á 0,8 prósent hlut.


mbl.is Tilboð um tilslakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón og Gunna eru og verða á vettvangi um ókomin ár!

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2011 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband