Samfylkingaréttlæti Illuga og Egils

Talsmenn Samfylkingarinnar í flestum málum, Illugi Jökulsson og Egill Helgason, eru tiltölulega sáttir við að Geir H. Haarde skuli einn sitja á ákærubekk landsdóms vegna hrunsins. Félagarnir vilja ekki skilja að réttarfarslegt uppgjör við hrunstjórnina breyttist í pólitískt einelti þegar þingmenn Samfylkingar véluðu svo um að Geir sæti einn í súpunni.

Atlanefndin vildi ákæra fjóra ráðherra hrunstjórnarinnar sem báru ábyrgð á efnahagsstjórnun landsins í aðdraganda hruns: Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathisen og Björgvin G. Sigurðsson.

Í atkvæðahönnun Samfylkingarinnar  á alþingi voru þrír sýknaðir en Geir ákærður. Það er pólitískt einelti í boði Samfylkingar og ber að fordæma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mörður Árnason hinn "magnaði" þingmaður Baugsfylkingarinnar og einn þremenninganna sem lögðust jafn lágt og raunin er, reynir að hreinsa sig af sínum sóðalega þætti málsins á heimasíðu sinni þegar umræðan um nýstofnaða heimasíðu saksóknara fór sem hæst fyrir nokkrum dögum.

Þar má meðal annars sjá þetta ágæta innlegg á athugasemdarkerfinu, og vona ég að höfundur hafi ekkert við það að athuga þó að ég endurbirti það hér.:

5.6 2011 kl. 11:41

Guðmundur Sigurðsson


Þinng eigin tölvupóstur Mörður, skrifaður og sendur löngu áður en atkvæðagreiðslan fór fram, sem Björgvin fóstbróðir þinn í faðmi Össurar birtir í bók sinni hrekur gjörsamlega þessa vörn þína. Sönnunin afhjúpar þig sem óhæfan til að greiða atkvæði í þinginu, þú lýsir þar stuðningi við Björgvin fóstbróður óháð öllu öðru en samtryggingu ykkar – þar með talið sekt, sakleysi, ábyrgð, athöfnum eða öðru. Birtu þennan póst.

Björgvin fór á fund með Alistair Darling og Baldri Guðnasyni í London í september 2008. Þar var engin ISG enda málið á forræði Björgvins. Stjórn Fjármálaeftirlitsins fundaði látlaust um Glitnisstöðuna áður en Samfylkingin var kölluð til. Hversu lélegur er sá viðskiptaráðherra sem ekki veit hvað eigin formaður, eigin embættismenn og eigin undirstofnun eru að gera? Eða þá fjármálastöðugleikanefndind með bæði Áslaugu Árnadóttur og Jónínu S. Lárusdóttur ráðuneytisstjóra Björgvins sem lykilmenn allan tímann. Afhverju sagði Björgvin þingflokki sínum ekki eða öðrum ekki neitt um það sem þar fór fram?

Allir athugi:
Mörður Árnason ákærandi sagði JÁ við því að senda Ingibjörgu Sólrúnu Gíslasdóttur fyrir landsdóm með ákæruliðum t.d. um hún bæri ábyrgð á Ícesave sem hún kom aldrei nálægt sbr. fundinn í London og viðtalið við Darling.

Þá sagði Mörður: “Forseti. Þetta er einn af þeim þáttum málsins sem ég hef velkst í vafa um frá því að ég byrjaði að kynna mér það, m.a. vegna þess að málsgögn og yfirlýsingar sem varða fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi viðskiptaráðherra eru misvísandi. Að lokum er það mín niðurstaða að um alla fjóra ábyrgðarmenn ríkisstjórnarinnar 2007–2009 um efnahagsmál hljóti að gilda hið sama. Ég segi því já.”

Svo kom að Björgvin í atkvæðagreiðslunni og þá sagði Mörður:

“Forseti. Meiri hluti Alþingis hefur ákveðið að kæra ekki fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra. Við þær aðstæður er út í hött að mínu viti að kæra fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ég greiði ekki atkvæði í þessari atkvæðagreiðslu.”

Hans eigin orð sem féllu á Alþingi Íslendinga nokkrum mínútum fyrr urðu í sviphendingu að engu:

“Að lokum er það mín niðurstaða að um alla fjóra ábyrgðarmenn ríkisstjórnarinnar 2007–2009 um efnahagsmál hljóti að gilda hið sama.”

Ómerkingur ertu Mörður. En þökk sé bók Björgvins vitum hvað réð þinni afstöðu og meðan einhver skilur og les íslensku verður skömm þín uppi. Langt fram á ókomnar aldir.

En sómi Bjarna Benediktssonar mun varpa réttu ljósi á gjörðir þínar og sómi hans verður lengi uppi – sá sem í raun bjargaði fóstbróður þínum Björgvin:

Bjarni sagði:

“Virðulegi forseti. Þegar við greiðum atkvæði um það hvort ákæra beri fyrrverandi viðskiptaráðherra liggur fyrir að fyrrverandi forsætisráðherra mun þurfa að svara til saka fyrir landsdómi vegna ákæruatriða sem að stórum hluta voru á valdsviði og á ábyrgð fyrrverandi viðskiptaráðherra. Þar sem svona er komið er órökrétt að viðskiptaráðherra þurfi ekki jafnframt forsætisráðherranum fyrrverandi að svara til saka í þeim réttarhöldum sem fram undan eru.

Eins og góður maður, Árni Grétar Finnsson, sagði:
Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,
meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
fylgja í verki sannfæringu sinni,
sigurviss þótt freistingarnar ginni.

Réttlætinu verður ekki frekar fullnægt í þessu máli með enn frekara óréttlæti en orðið er. Þess vegna er hið eina rétta í máli fyrrverandi viðskiptaráðherra að segja nei við ákæru á hendur honum.”

Bið þig vel að lifa með samvisku þinni Mörður Árnason.

.

http://blog.eyjan.is/mordur/2011/06/04/malssokn-i-leynum/#comments

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband