Pólitík í páskaviku

Eftir hrun kaus þjóðin sér vinstristjórn en var ekki fyrr búin að þvi að hún fékk bakþanka. Fyrirvarar gagnvart stjórn Jóhönnu Sig. birtust í afstöðu þjóðarinnar til Icesave II og III, þar sem þjóðin sagði nei við stjórninni, og til stjórnlagaþingsins þar sem aðeins þriðji hver kjósandi ómakaði sig á kjörstað.

Meginverkefni samfylkingarhlutaríkisstjórnarinnar, umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, er undir stanslausri skothríð og fær engan stuðning með þjóðarinnar. Sameiginlegt áhugamál vinstriflokkana, kvótakerfið, hreyfist hvorki afturábak né áfram. Útvegsmenn og landsbyggðin gerðu hróp að stjórninni í fyrra og þá lyppaðist hún niður. Aftur brast stjórnina kjark í vor við kjarasamninga að taka af skarið hvað hún vill i sjávarútvegsmálum.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er of veik til að koma sérmálum sínum áfram. Tilraunir til að afla stjórninni samúðar með því að búa til óvini úr ,,íhaldinu" og LÍÚ mistakast.

Völdin ein og sér geta haldið ríkisstjórn saman - en aðeins um skamma stund. Eftir því sem umboðsleysi stjórnarinnar verður augljósara og dugleysið til framkvæmda áþreifanlegra molnar meira undan undirstöðunni.

Tilraunir til að skjóta fleiri stoðum undir stjórnina, með íhlauastuðningi tveggja framsóknarþingmanna og e.t.v. þingmönnum frá Hreyfingunni, eru ekki á vetur setjandi. Framsóknarflokkurinn er kaldur gagnvart stjórnarþátttöku.

Um páskana verður tekin ákvörðun um kosningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband