Þjófnaður, viðskipti og stjórnmál

Starfsmaður í höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins stal 15-20 milljónum króna. Skjólstæðingur fyrrum menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, vill áfram mjólka ríkissjóð þótt hann hafi verið afhjúpaður fyrir sjálftekt af Ríkisendurskoðun.

Lífeyrissjóðir eru á leiðinni í viðskiptabrask með Magma og fá til þess stuðning þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem kalla það atvinnuuppbyggingu að féfletta almenning. Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ setti upp svikamylluna og fékk til þess stuðning fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Valhöll er orðin að þjófabæli sem veitir veitir beinan og óbeinan stuðning við siðlaus viðskipti.

Á vettvangi Sjálfstæðisflokksins leika hrunkvöðlar lausum hala og trúa því að vegna þess að þeir sluppu við ákæru og fangelsisdóm séu þeim allir vegir færir. 

Siðferðileg upplausn blasir við móðurflokki íslenskra stjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælir páll

nokkuð góð greining hjá þér. því miður á ástandið eftir að versna áður en það batnar að nýju. ekki að ég hafi neinar sérstakar áhyggjur af íhaldinu, nema síður sé. hinsvegar er ekki gott að stöðugleika og stefnufestu vantar í alla flokka þegar þjóðin þarf síst á slíku rugli að halda.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 13:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

Varla fer þetta í Staksteina! Ágætur pistill!

Björn Birgisson, 19.4.2011 kl. 13:40

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ert harður, Páll. Hvað leggurðu til að gert verði? Gapastokk á Austurvelli?

Það er ekkert ólöglegt við að mjólka ríkissjóð. Það er fjöldinn allur af gæðingum ríkisstjórnarinnar á spenanum án þess að ríkisendurskoðun sjái neitt athugavert við það.

Lífeyrissjóðirnir eru að flytja eignarhald á afnotarétti aftur til Íslands? Minna fyrir Magma.

Og svo eigum við bara að láta saksóknara eftir að sjá um glaumgosann í Valhöll.

Ragnhildur Kolka, 19.4.2011 kl. 14:03

4 identicon

Minnist ekki að hafa séð margt í Morgunblaðinu undir ritsjórn Davíðs frekar Styrmis, sem hefur sagt að þar fari mikil aðdáun á Sjálfstæðisflokknum frekar en megin þorra þingmanna hans.  Pistill sem á örugglega fullt erindi í Staksteina og hefði alveg eins getað verið þaðan.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 14:23

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ragheiður Ríkharðsdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson eru skemd epli Sjálfstæðisflokksins.

Vilhjálmur Stefánsson, 19.4.2011 kl. 15:41

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góður pistill, með þungum lokaorðum!

(verður hann linkaður inn á DP AMX?)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.4.2011 kl. 17:52

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Helvíti slær út í fyrir þér, Páll, þótt þú sést bláedrú.

Gústaf Níelsson, 19.4.2011 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband