Gnarr úr geðveiki í pólitík

Jón Gnarr er uppistandari og gamanleikari að þjáflun og atvinnu en hvílir sig frá kölluninni sem borgarstjóri Reykjavíkur í boði kjósenda og Samfylkingarinnar. Sumarvinna Jóns Gnarr með geðveikum og seta hans í borgarstjórn er aukageta sem má leggja að jöfnu. Afstaða borgarstjóra til stjórnmála er sambærileg við sumarvinnuna.

Uppistand, geðveiki og stjórnmál er leikur af sama meiði.

Eina sem skiptir máli fyrir Jón Gnarr er að hann fái aðalhlutverkið.


mbl.is Húmorsleysi og neikvæðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vonandi fær Jón Gnarr aðalhlutverkið. Þá fyrst er hægt að stoppa þessa pólitísku geðveiki sem er í gangi í kringum hann.

Jón Gnarr er einmitt bæði menntaður og þrautþjálfaður og með langa reynslu í að takast á við snarbilað fólk. Skiptir engu máli hvort þeir eru pólitíkusar eða aðrir...

Jón Gnar er atvinnumaður á hárréttum stað á réttum tíma til að laga vitleysuna.

Óskar Arnórsson, 19.4.2011 kl. 18:49

2 identicon

Gnarrinn gæti hugsanlega kennt blaðamönnum betri hegðan?

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 18:53

3 identicon

Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með manninn. Ég kaus byltingarmann og hetju, ekki auðvirðalegan þræl hinnar gjörspilltu Samspillingar, sem ég myndi aldrei kjósa, né þjóna hennar. Ég kaus sjálfstæðan og greindan mann, ekki lepp sem fer með línur og lætur segja sér hvernig hann á að sitja og standa. Ég kaus alvöru mann, ekki heilalausan hálfvita sem segist taka ákvarðanir afþví Vigdís hafi sagt eitthvað í blöðin. Ég sem hélt þetta væri velmenntaður og víðlesinn maður, í sannri merkingu orðsins. Ég hélt ég væri að kjósa afburðarmann, eða að minnsta kosti góðan og grandvaran mann. Ég er farin að efast, en bíð enn og vona að Jón komi til og vakni upp frá Þyrnirósarsvefninum vonda eftir að hafa bitið í eitureplið illa meðalmennskunnar og heimskunnar, sem blasir við á hvítum fánagrunni, ömurleg eftirlíking Japanska fánans, merki eftirhermunnar og smáborgararans, sem Jón minn skal aldrei bera! Vaknaðu Jón! Vaknaðu!!!

Kjósandi (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband