Sprotar, sjálfstæði og ESB-aðild

Í vikunni var frétt á Stöð 2 um sprotafyrirtæki sem ætluðu að hasla sér völl erlendis. Aðildarsinnar á Eyjunni gerðu því skóna að án aðildar að Evrópusambandinu væru sprotafyrirtæki á Islandi liðin tíð.

Hjálmar Gíslason hjá DataMarket skýrir afstöðu sína til fréttarinnar og þarf ekki að hafa fleiri orð um það.

Peningar skapa ekki sprotafyrirtæki heldur einstaklingar með sköpunargáfu, frumkvæði og eldmóði. 

Frumkvöðlar eru umfram allt sjálfstæðir í hugsun. Sjálfstæðið verður ekki mælt í krónum eða aurum en það er forsenda fyrir margvíslegri auðlegð, þ.m.t. nýsköpun.

Evrópusambandið fóstrar ekki þá eiginleika sem þarf til að sprotar vaxi. Evrópusambandið gengur út á stöðlun, samræmingu og hlýðni við ríkjandi gildi.Evrópusambandið byggir  gildum sem eru sögulega skilgreind. 

 

Á þessu bloggi var fyrr í vikunni vakin athygli á skýrslu Evrópusambandsins um stöðu aðildarviðræðna við Ísland. Meðal þess sem segir um afstöðu Íslendinga til aðildar er eftirfarandi

Being an independent nation is largely equated with maintaining full sovereignty over the island's own affairs, including the marine resources perceived as vital, and protecting its cultural identity from outside influence. Since Iceland did not suffer from WWII like most other European nations, nor experience the Cold War in quite the same way, most Icelanders would not see themselves as sharing the main European narrative.

Íslensk saga er gagnólík sögu meginlands Evrópu með því að landfræðileg staðsetning okkar skóp íslensku samfélagi allt aðrar forsendur en voru á meginlandinu. Við tilheyrum ekki evrópska söguþræðinum. Nágrannaerjur þjóða sem fundu sér heimili eftir að Rómarveldi leystist upp knýja áfram Evrópusöguna frá Karlamagnúsi til Hitlers. Í þúsund ár höfum við staðið utan þessarar sögu.

Ef við myndum hoppa upp í Evrópusambandið af vangá fyrirgerðum við lærdómi sögunnar og yrðum að reikulu rótlausu þangi er rekst um víðan sjá, svo vísað sé til Jóhanns Sigurjónssonar.

Smáríki eins og Lúxemborg les sig auðveldlega inn í Evrópusambandið enda hluti af sögu nágranna sinna. Lúxemborg fyrirgerir hluta af fullveldi sínu með aðild en snareykur öryggi sitt - Þjóðverjar réðust inn í landið bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöld.

Ísland fékk fullveldi í fyrri heimsstyrjöld og stofnaði lýðveldi í þeirra síðari. Þar með sögðum við skilið við þann kafla í sögu okkar þar sem við vorum hjálenda Dana. Þær kynslóðir Íslendinga sem á 19. öld horfðu til framtíðar af raunsæi, Jón Sigurðsson til dæmis, og hinir sem dvöldu meira við fortíðina, Fjölnismenn eru þar dæmi, voru sammála um að forræði þjóðarinnar á eigin málum væri forsenda velferðar og velmegunar.

Ísland tók ráðum Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna og byggði á 20. öld samfélag sem býr þjóðinni atlæti sem þykir með því besta um víða veröld.

Sjálfstæði, frumkvæði og sprotar eru þættir sem vinna saman. Ef við gæfum eftir fullveldið til Evrópusambandsins yrði velmegun okkar og velferð ekki lengur reist á íslenskum forsendum. Til að byrja með yrðum við hægt og sígandi látin venjast þeirri hugsun að hjálpræðið komi að utan. Eftir aðlögunartímabil yrðum við hjálenda á ný.

Umsóknina um aðild að Evrópusambandinu á að draga til baka.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennann frábæra pislil og lesningu  .Sannarlega góð hugvekja á Sunnudagsmorgni sem eg er að öllu leyti sammála Það má aldrei ske að við lendum i klóm þessa Evropusambands  og vona að fl.og fl . verði það ljóst svo við getum þett raðir okkar og sameinast i höfnun þessa yfirvalds . En vegna þessarar tilvonandi inngöngu þá er ástandið her sem það er Atvinnuleysi ,Framkvæmdaleysi og allt þetta stefnuleysi þvi að er beðið eftir skipunum frá ESB og við verðum að vera á varðbergi  Hef óþægilegan grun um að samningaferlið  se lengra komið en okkur grunar ?  Svo það verður að fara bregðast við hið fyrsta og stoppa þetta af .

ransý (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 11:11

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill hjá þér...

Óskar Arnórsson, 17.4.2011 kl. 11:30

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir pistilinn, Páll.

Það fer minna fyrir þeirri umræðu hvert þau fyrirtæki fara, sem eru að yfirgefa landið og hvers vegna.

Ekki er Actavis að flytja sínar höfuðstöðvar til ESB lands. Þær fara til Sviss. Og hvers vegna? Jú af skattaástæðum!!

Mörg önnur fyrirtæki eru að yfirgefa landið, sum stefna á ESB land en önnur annað.

T.d. segir forstjóri CCP að hans fyrirtæki horfi til ESB, eða er það kannski bara forstjórinn sjálfur?

Það er ljóst að flótti fyrirtækja, ef hann er svo mikill sem látið er af, skapast ekki vegna stöðu okkar utan ESB, hann stafar eingöngu af skattaumhverfi og óstöðugleika í stjórnun ríkismála hér á landi.

Þeir sem eiga stór fyrirtæki horfa fyrst og fremst til stöðugleika og hvar þeirra fyrirtæki gefur þeim mestann arð. Þar vigtar aðild að ESB ekkert.

Hins vegar eru sumir stjórnendur stórfyrirtækja á þeirri skoðun að Ísland skuli ganga í ESB. Það er þeirra persónulega skoðun, ekki eigenda fyrirtækjanna. Sumir þessir stjórnendur hafa valið að beyta fyrirtækjunum fyrir sínum persónulegu skoðunum. Sumir eru jafnframt í eigendahópi og geta í krafti þess haldið uppi slíkum áróðri, aðrir eru eingöngu ráðnir til að stjórna fyrirtækinu og munu þeir þurfa að standa skil sinna gerða fyrir eigendum. Fróðlegt verður að fylgjast með þeim.

Gunnar Heiðarsson, 17.4.2011 kl. 11:56

4 identicon

Þetta er ágætur pistill hjá þér, en ég vil benda þér á tvö atriði.  Fyrst, ég er sjálfur á móti aðild að ESB, mér finnst einnig að Íslendingar hefðu átt að segja JÁ við að greiða Breturm og Hollendingum.

Mér finnst persónulega að afstaða Íslendinga til þessara mála, einkennist af hreinum kjánaskap.  Sama kjánaskap og kom Íslandi á klakan, í sambandi við efnahagshrunið.  Ekki af því að segja NEI, sé rangt ... heldur vegna þess að Íslendingar virðast ekki gera sér grein fyrir hvað sé í húfi, eða hvaða afleiðingar eru til staðar.

Evrópubandalagið á engin fiskimiðin, og nánast enga olíuna.  Bandaríki N-Ameríku eru við heims stjórnina, og ráða dreifingu á olíu og gasi, en bandaríki N-Ameríku eru hnignandi ríki og olíu eign þeirr sjálfra er hnignandi, og mun að öllum líkindum bíða í lægri hlut hér.  Tíminn er á móti þeim, en með öðrum.

Með núverandi auðæfi í hafi, með fallvötnum og raforku, svo ég ekki tali um að á Íslandi finnist gott om títaníum, þó erfitt sé í vinnslu nú.  Þá getur Ísland ekki verið lítil eyja á Atlantshafi, og ætlað að stjórna sér sjálft.  Þörf erlendra aðila á fæðu, vatni, orku og öðru.  Gerir það að verkum, að þeir munu skipuleggja og eru að skipuleggja að taka yfirráð yfir þessum eignum, með eða án vitundar Íslenskra ráðamanna.  Þetta er engin spurning, þetta er staðreynd sem Íslendingar virðast ekki hafa minstu glóru um, eða þá nokkurn skilning á.

Þessi ríki eru mið 50 ára plan, ennþá víðameira en plan noregs konungs á 13 öld.  Og mun að lokum hvetja Íslendinga til þáttöku í ESB, með þeim afleiðingum að þeir missa sín yfirráð.  Að segja NEI, við skuldbindingu á IceSAVE, færir Ísland einu skrefi nær því að vera óvinaþjóð, sem þarfnast sérstakrar meðhöndlunar á borð við "hryðjuverkalög" breta.  Næst, þegar að herðir í Evrópu, mun skrefið verða tekið að fullu.  það eru stöðugar umræðum um "sölu" á Íslandi til einhvers ríkis.  Þessi umræða er enn til staðar.

Vera þýskra herskipa nálægt Íslandi, eða öðrum, er "sýning" á mætti.  Svona svipað eins og sýning Sovét á sínum tíma, í Kreml.  Eða sýning Kínverja í Beijing, eða N-Kóreu.  Þegar þessar þjóðir "flexa" sína vöðva, og hafa sýningu heima fyrir, bregðast erlend lönd hart við ... vegna þess að þeir vita, hvað um er að ræða.  Íslendingar ganga niður á bryggju, og veifa þýska fánanum.

VIð erum að tala um, að Íslendingar líkist börnum, sem ganga fram og klappa kuldabola á nebbann.

Þið verðið að byrja á því að vera færir um að stjórna ykkur sjálf, og með því að segja þetta, þá á ég við að Ísland verður að geta skipulagt hluti fram í tímann og geta staðist tímans tönn.  Enn eru menn að þræta um, og vilja vera áfram bændur á 13 öld ... og hugsanlega fá noregs konung til að vernda sig.  Skiptir engu máli, hver sá noregs konungur er, eða hvort hann kalli sig Kana, Breta, Dana eða ESB.  Við erum ekki að tala um einstaklings einkenni, eða þjóðerni, heldur háttalag Íslensku þjóðarinnar ... sem ekki hefur þroskast á þessum 700 árum.  Þrátt fyrir ítreka vitneskju um, hvernig erlend lönd geta staðið að skipulagðri niðurrifsstarfsemi erlendra ríkja, til að ná sínu fram ... Ísland þekkir af reynslunni.  Og Íslendingasögurnar, eiga að gefa Íslendingum góða sýn í hvað aðrar þjóðir evrópu, og heims, eru færar um að framkvæma.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 12:01

5 identicon

Og sem loka niðurstaða, vil ég benda á það.  Að síðasta þjóðaratkvæðagreisla á landinu, bendir til þess að Ísland sé ekki fært um að stjórna sér sjálft.  Forseti landsins, Alþingi, Ríkisstjórn, Fjármálamenn og fólkið í landinu, nær ekki saman og getur ekki talað einu máli.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 12:10

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ljóð í mínum eyrum Páll.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2011 kl. 12:37

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman annars af þessu geislandi þekkingarleysi hins þrasgjarna Bjarne. (Kallar sig sjálfur leiðindapúkinn).  Það stoppar hann ekki í að senda frá sér mílnalanga spalta af rangfærslum, gremju og þvaðri.

Maður fyllist bara andakt.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2011 kl. 12:43

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

þakka sömuleiðis góður pistill og vert að hugsa um en okkar grundvöllur byggist á sjálfstæði annars yrðum við heiladauð.

Valdimar Samúelsson, 17.4.2011 kl. 14:04

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Langar að leggja því lið,taka þátt,lýsa aðdáun,vera háfleyg, eitt lítið stef kom upp í hugann:" Hún hefur sagt mér að vaka og vinna,vonglaður taka nú sumrinu mót".Er það ekki líka eftir Pál?  Takk fyrir Páll Vilhjálmsson.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2011 kl. 14:56

10 identicon

Ísland býr að því að eiga fullt af skapandi frumkvöðlum og sprota fyrirtækjum sem eru mörg hver í fremstu röð á heimsvísu, ég tala nú ekki um sé miðað við fólksfjölda.

Samkvæmt alþjóðlegum könnunum á Ísland fleiri frumkvöðla heldur en flest ríki heims. Innan ESB ríkjanna fer frumkvöðla fyrirtækjum fækkandi vegna stöðugt vaxandi og íþyngjandi regluverks.

Mér fannst sem þessar fréttir um hugsanlegan flutning ca 5 sprota fyrirtækja með hluta starfssemi sinnar útúr landinu hálf holta þokukenndar og hreint áróðurslegar.

Allt frá því að sum hver þeirra væru kannski að hugsa um að stofna söluskrifstofur erlendis og þá hugsanlega í ESB eða stofna eignahaldsfélög í ESB ríkjunum til að laða að þarlenda fjárfesta. Ekkert er auðvitað sjálfsagðara og kemur ESB eða takmörkuðum gjaldeyrishöftum auðvitað ekkert við. 

Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Actavis hefur ekkert minnkað starfssemi sína hérlendis nema síður sé þó svo að þeir hafi ákveðið að staðsetja lögformlega skráningu á höfuðstöðvum sínum í EKKI ESB ríkinu SVISS, sem er miðsvæðis í Evrópu en ekki í ESB.

Þetta er ekkert annað en sýndarmennska og ófyrirlitlegur áróður ESB sinna og þeirra trúgjörnu meðreiðarsveina.

Ég bý sjálfur á Spáni og rek hér lítið en framsækið sprotafyrirtæki en er svo þreyttur á skrifræðinu og leyfisrugla kjaftæðinu hér sem er eingöngu sniðið fyrir stóru fyrirtækjakeðjurnar sem hafa sína lobbýista á launum í Brussel við að strjúka og múta spilltu embættismannahyskinu þar. 

Stefni að því að flytja fyrirtæki mitt héðan sem allra fyrst.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband