Heildarsamningar ómögulegir án heildar

Ríkisstjórnin vill að aðilar vinnumarkaðarins geri heildarsamninga á meðan hún beinir hlaðinni byssu að hluta atvinnulífsins, sjávarútveginum. Tvö ár eru síðan ríkisstjórnin ætlaði að breyta kvótakerfinu. Annað hvort hefur hún ekki styrk til þess að er innbyrðis ósammála um hvernig eigi að breyta.

Það er ekkert sem segir hér þurfi að gera heildarkjarasamninga. Einstök verkalýðsfélög geta samið um kaup og kjör til lengri eða skemmri tíma. Lög um samningafrelsi og stéttarfélög gilda í landinu og þar segir hvergi að ríkisstjórn hvers tíma skuli eiga þessa að hina aðkomuna að kjarasamningum.

Ef ríkisstjórnin vill leggja sitt af mörkum til heildarsamninga á vinnumarkaði verður hún að skilja grundvallaratriði: engir heildarsamningar eru mögulegir án heildar.


mbl.is „Með furðulegri vinnubrögðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Páll, það er rétt hjá þér að það segi hvergi að ríkistjórn þurfi að koma að kjarasamningum. Hinsvegar væri með öllu ólíðandi að einstök verkalýðsfélög geti hver um sig samið um kaup og kjör til lengri eða skemmri tíma. Slíkt myndi hleypa upp öllu samfélaginu og enda með miklum ójöfnuði launa.

Eins og kerfið er í dag þurfa verkalýðsfélögin að standa saman!

Guðni Karl Harðarson, 16.4.2011 kl. 11:51

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Endilega haldið ofbeldinu áfram, það tryggir það að þetta mál verði gert upp Páll. Kannski er best að gera það bara með einu pennastriki eins og Færeyingar gerðu og taka upp þeirra farsæla kefi. 

Ef þú vilt þjóðaratkvæði um það, þá er það velkomið.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 11:53

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn og LÍÚ klíkan framdi sjálfsmorð þann 16.04.2011.

Blessuð sé minning þeirra.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 11:56

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þjóðin á að sameinast gegn LÍÚ, SA og Sjálfstæðisflokknum. Það gegnur ekki að láta þessa mafíu ráða ríkjum á Íslandi.

Guðmundur Pétursson, 16.4.2011 kl. 11:59

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Um hvað á að kjósa í sambandi við kvótakerfið?  Kjósa lög nr. 38/1990 burt? Hvað svo?  Engin lög?  Eða lögin sem giltu áður? 

Það er starfandi hér í landinu meirihlutastjórn ( að nafninu til, hið minnsta).  Sú stjórn hefur verið að ,,vinna" breytingum á fiskveiðlöggjöfinni í tvö ár.  Setti saman sáttanefnd, sem náði sátt svo til allra er skipuðu þá nefnd, um það hvað skildi gera.  Hins vegar er ekki sátt um þá sátt í gamla fangelsinu við Lækjartorg. Og því er allt stopp.

 Í miðjum vandræðagangi Jóhönnustjórnarinnar eru svo upphrópanir um þjóðaratkvæði um að kjósa kvótann af glæpaklíkunni og fleira í þá veruna.

 Ef að stjórnvöld hafa hvorki burði né þor til þess að breyta lögum um stjórnfiskveiða, þá eiga þau bara að loka þeirri bók og snúa sér að einhverju öðru sem gæti þurft að fara hér í.   Eða bara gera það sem æskilegast er, að gefast upp og skila keflinu til þjóðarinnar að nýju og boða til kosninga.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2011 kl. 12:23

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Guðni Karl Harðarson, 16.4.2011 kl. 11:51 :  Sem betur fer hafa verkalýsfélögin öll sjálfstæðan rétt, sem þau því miður hafa ekki verið að nýta sér.  Enda sitja launþegar uppi með takmark jafnaðarstefnunnar að allir fái jafn lítið.

Steinarr Kr. , 16.4.2011 kl. 12:46

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og hver var sáttatillagan Kristinn? Ég get sagt þér það. Enn meira til handa kvótagreifunum.  Bókhaldslegir loftfimleikar sem miðuðu að því að halda öllu í sama eða verra horfi en nokkru sinni fyrr. Svindlibraski sett í yfirgír.

Ryfjum upp ágæta útekt Jóns Steinssonar hagfræðings.

Við kjósum um það frumvarp sem liggur fyrir núna og bætum við það því sem elítan hefur náð að tína af því. Engin miskun núna. Nú, eða við förum bara Færeysku leiðina eins og ég benti á.

Það hefur engin sátt verið boðin í þessu máli. Það er nafn sem LÍÚ gaf tiltækinu, en allir aðrir upplifa sem ófyrirleitna móðgun.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 12:51

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það að henda einhverju frumvarpi sem ekki einu sinni er búið að afgreiða úr ríkisstjórn og kjósa um það í þjóðaratkvæði er engin lausn.

Þjóðaratkvæði, svona fyrirfram, verður í rauninni ekkert annað en dýrari týpan af Gallup-könnun.   Að ætla þingheimi að taka afstöðu samkvæmt úrslitum slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu, er að ætla þingheimi að brjóta stjórnarskránna.

Það er reyndar meining núverandi stjórnvalda, varðandi ESB samning, væntalegan og útkomu stjórnlagaþingsins, en það er önnur saga.

 Hvort sem að kvótakerfið sé haft með í heildarmyndinni, eða ekki, þá er alltaf sama útkoman í boði.   Það er ýmsu kastað á blað og milli manna.  En það er ekki nóg að fá hugmyndir og ætla að gera e-ð.   Það þarf að gera e-ð svo e-ð gerist.  

 Ástandið er svo þannig í gamla fangelsinu við Lækjartorg að sundurlyndið þar innandyra veldur því að ekki er hægt að gera e-ð, því þeir sem þar starfa geta ekki komið sér saman um hvað það eigi þá að vera.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2011 kl. 13:05

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er enginn að segja að þetta gerist á einni nóttu Kristinn. Þetta frumvarp er búið að vera í smíðum í 2 ár og er klárt þannig. Það er bara andóf LÍÚ sem hefur tafið það og reitt utan af því.  Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að loka á þessi afskipti nú og keyra þetta í gegn. Ef það fer í gegnum þingið, sem er afar líklegt, þá þurfum við náttúrlega ekki þjóðaratkvæði. Þetta er no win-no win staða hjá LÍÚ.

Þetta ofbeldi LÍÚ hefur tryggt samstöðu um frumvarpið. En eins og ég segi, þá er kannski bara málið að gera þetta á Færeyska mátann. 

Það sem er blóðugast í þessu fyrir alla er að fyrir dyrum liggur að framselja þetta svo til ESB, sem er frumskilyrði inngöngu. Nú Hefur LÍÚ / SA tryggt það að helsta fyrirstaðan í því ferli er líklega úr vegi og allir tapa.

Þessvegna kalla ég þá hálfvita. Hér sitja þeir uppi með pólitískan gaffal og dilemma og gera það versta sem mögulegt var og það í máli, sem kom þessu ekki rassgat við.

Ég var ekki fylgjandi því að þetta frumvarp færi í gegn með tilliti til þeirra markmiða Samfó að afenda fjöreggið síðan beint til ESB. Ég vildi þá frá og síðan leggjast yfir þetta og leysa það. Nú er sú von úti og fyrir það bölva ég þessum vanvitum. 

Þetta lið heldur heiminn algerlega svarthvítann og getur ekki gengið á sama tíma og það tyggur. Þeir hafa fokkað upp öllum möguleika á sátt á vinnumarkaði og olnbogarýni til umbóta. Sjálfstæðisflokkurinn dæmdi sig endanlega úr leik og Bjarni stendur nú og ver gerninginn eins og hann búi í algeru vacumi og viti ekkert um afstöðu þjóðarinnar í málinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 13:48

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vilhjálmur Egilsson hefur nú tryggilega sannað sig sem stórfenglegasta idíót sem þessi þjóð hefur alið og þá er nú ekki lítið sagt.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 13:52

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir mér er kvótamartröðin einfalt mál að leysa. Þetta er bara spurning um það hvernig veiðiheimild skilgreinist. Á að skilgreina hana eftir magni eða tíma? Þ.e. kvóta eða sóknardögum.

Ég sé þá í anda leggja veiðidaga sem veð eða selja þá sín á milli, eða þá að þeir gangi í erfðir t.d.  Þetta er í raun nákvæmlega sama málið. 

Hér þarf bara að breyta skilgreiningunni og henda þessu kerfi.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 14:14

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Steinar Kr. ég hef aðeins verið að benda á það að verkalýðsfélögin eigi að standa saman og það geti leitt til launamismun ef hver er að semja í sínu horni.

Hinsvegar er það svo sem skoðun útaf fyrir sig ef einhverjir úti á landi geti boðið upp á betri kjör ef það gæti orðið til þess að fólksflótti yrði úr Reykjavík út á landsbyggðina ehm....eða hvað?

Guðni Karl Harðarson, 16.4.2011 kl. 14:15

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það var sett á laggirnar sáttanefnd um stjórn fiskveiða. Í nefndinni sátu m.a. hagsmunaaðilar í greininni og fulltrúar þingflokkanna. 

Nefndin komst að sátt sem flestir í nefndinni gátu sætt sig við, þar með taldir fulltrúar stjórnarflokkanna, þeir Guðbjartur Hannesson og Björn Valur Gíslason, ef ég man rétt.  

Tilgangurinn var að semja frumvarp, byggt á sátt sáttanefndarinnar.  Það verkefni virðist Jóhönnustjórnin ekki ráða við.   

 Þar sem LÍÚ skrifaði undir þá sátt sem nefndin náði, þá hlýtur það að liggja í augum uppi að hefði Jóhönnustjórninni borið gæfa til þess að fylgja sátt þeirrar sáttanefndar, er hún sjálf kom á laggirnar, þá hefðu samningaviðræður aðila vinnumarkaðsins þróast á annan hátt. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2011 kl. 14:21

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Verkalýðsforystan virðist láta teyma sig áfram í einhverju samráðsferli, sem getur aldrei fært heildinni betri kjör, en verst stadda atvinnugreinin getur boðið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2011 kl. 14:27

15 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Afgreiða frumvarpið úr ríkisstjórn? Jamm, það er semsagt framkvæmdavaldið sem fer með löggjafarvaldið á Íslandi. Svo er bara formsatriði að fá stimpilinn frá alþingi. :)

Guðmundur Pétursson, 16.4.2011 kl. 15:53

16 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Frumvarpið kemur frá sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og mun kallast stjórnarfrumvarp.  Það fer svo í gegnum þrjár umræður í þinginu með nefndarstarfi á milli umræðna og tekur eflaust einhverjum breytingum leið sinni í gegnum þingið.

 Það gæti svosem einhver óbreyttum þingmanni látið sér detta það í hug að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða.  En líklegast eru nú ekki miklar líkur á því að það mál næði alla leið, þar sem einungis 5% þingmannamála rata alla leið í gegnum þingið og verða að lögum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2011 kl. 16:36

17 Smámynd: Elle_

Þjóðin á að sameinast gegn LÍÚ, SA og Sjálfstæðisflokknum. Það gegnur ekki að láta þessa mafíu ráða ríkjum á Íslandi.

Þjóðin á að sameinast gegn LÍÚ, SA, Sjálfstæðisflokknum og alls ekki síst gegn ofbeldisflokki Jóhönnu.  Það gegnur ekki að láta þessa mafíu og þennan ofbeldisflokk Samfylkinguna ráða ríkjum á Íslandi.

Elle_, 16.4.2011 kl. 17:21

18 Smámynd: Elle_

Ég vil líka taka undir með Steinarr Kr. , 16.4.2011 kl. 12:46

Elle_, 16.4.2011 kl. 18:35

19 identicon

Fyrir fáum dögum sögðuj forystumenn á vinnumarkaði, að samningsgerð yrði í uppnámi, ef þjóðin segði "nei" við Icesave. Hún gerði það, en nú er þetta alls ekki nefnt á meðal ástæðna fyrir því, að upp úr slitnaði. Trúverðugleiki þessara forystumanna er þar með orðinn sá sami og stráksins, sem hrópaði "úlfur úlfur", og Matthildar, sem hrópaði "eldur eldur".

Hins vegar ætti ríkisstjórnin að vera fyrir löngu búin að berja saman og birta tillögur sínar í sjávarútvegsmálum, svo að hægt sé að ræða þær og reikna af viti. Varla er hægt að búast við meiri fjárfestingum í greininni en viðgerð á gömlum netum, ef framtíðin er lokuð bók.

Þverpólitísk sáttanefnd um stjórn fiskveiða komst að samhljóða niðurstöðu og skilaði henni 7. september í haust. Síðan eru meira en sjö mánuðir. Það er meira en nógu langur umhugsunarfrestur fyrir ríkisstjórnina til að afgreiða málið, eins þótt hún hafni nefndarálitinu. Hvernig stendur á þessum seinagangi? Getur verið, að Samfylkingin haldi málinu í gíslingu og vilji breyta meiru en aðirir, nota þetta í pólitískum hrossakaupum eða sem kosningabombu á síðustu stundu?

Sigurður (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 21:49

20 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek undir með þér Páll því að ef sjávarútvegurinn er skilin eftir þá er verið að skilja eftir alla útgerðarbæi á landsbyggðinni.   

Ef það er vilji ykkar, þessara malandi hjalandi, að útgerðarbæirnir verði mannlausir þá skuluð þið bara segja það, þið sem svo viljið.  Það kemur LÍÚ ekkert við.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.4.2011 kl. 22:20

21 identicon

Málið er mjög einfalt. Þegar ríkistjórn Jóhönnu byrjaði á að leggja auðlindagjald á sjómenn ( er í dag 95000 kr sjómann í fullu starfi, eftir 4 ár verður það 380.000 á ári ) fengum við þau svör að ekkert væri hægt að gera fyrr en kjarasamingar væru lausir.Sjómanna félöginn hafa öll gert þá kröfu að skerðingum sem hafa orðið á úthlutuðum kvóta verði skilað til sjómanna, þangað sem þær voru teknar. auk þess höfnum við því að setja störfinn okkar verði sett á uppboðsmarkað eins og stefnt er að . þetta gerir það að verkum að sjómannafélöginn mega ekki undir nokkrum kringustæðum skrifa undir kjarasamninga fyrr en kominn er botn í fiskveiðistjórnunnarkerfið. Það er því miður staðreind að Gylfi (hundur í bandi) Arnbjörnsson beitir ASÍ mjög harkalega gegn sjómönnum í þjónkunn sinni við samfylkingunna. það er nánast orðið þannig að sjómannnafélöginn eru í kjarabaráttu samhliða LÍÚ, gegn ríkisstjórninni og ASÍ

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband