Liðhlaup í vantrausti

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. beið niðurlægjandi ósigur í Icesave-atkvæðagreiðslunni. Þjóðin hafnaði stórmáli ríkisstjórnarinnar. Vantraust á alþingi er krafa um kosningar sem er eðlileg niðurstaða eftir Icesave-helgina.

Ríkisstjórnin stendur veikum fótum og treystir á liðhlaup úr öðrum flokkum til að halda meirihluta. Þau fjögur fræknu sem helst koma til álita eru tveir þingmenn Hreyfingarinnar og tveir þingmenn Framsóknarflokksins.

Málefnið sem stendur til að varðveita er ríkisstjórn sem þjóðin hafnaði um helgina. Að nafninu til er stjórnin með 33 þingmenn.

Sómakennda vinstrið í þingflokki Vg telur fjögur atkvæði. Liðhlaupar úr Hreyfingunni og Framsóknarflokki geta ,,dekkað" það tap.

Á hinn bóginn er talað um á göngum þingsins að liðhlaup frá stjórnarflokkunum gæti orðið það mikið að  þau fjögur fræknu fá engu breytt. 

 


mbl.is Eru Siv og Guðmundur á útleið úr Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem heldur þessari stjórn saman er vonin um ESB. Hægri grýla mun ekki virka sem afsökun fyrir þá sem verja þessa stjórn falli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 08:03

2 identicon

Það sem heldur þessari ríkisstjórn á lífi eru spillingin (Samfylking) og öfgarnir (VG).

Þetta lið fer ekki af sjálfsdáðum.

Karl (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 08:09

3 identicon

Ríkisstjórnin gerir alla vega ekki ráð fyrir atkvæði þingmanns Heimssýnar og Styrmis. 

Svo er þarna og fólk sem ekki hefur fengið nægan fjölmiðlaskammt þessa vikuna og bíður eftir adrenalínkikkinu að sjá sig og heyra í fjölmiðlum. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 08:17

4 identicon

Hreyfingin er mjög æst í að halda áfram samstarfinu við Vilhjálm Þorsteinsson og svo finnst henni tímasetningin vond. Þau sögðu jú öll nei við Icesave og það gæti komið í bakið á þeim.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 09:08

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi atkvæðagreiðsla mun leiða í ljós hverjir meina það sem þeir segja og hverjir láta hvína í tálknunum svo þeir komist í sviðsljósið.

Ragnhildur Kolka, 13.4.2011 kl. 09:21

6 identicon

Er Guðmundur á leið í SIV - samband íslenskra vinstrimanna?

Skrattakollurinn (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 09:38

7 identicon

Ekki er það gott með framtíðarplön pólitískussa að taka sig til og leggjast í "pólitíska negrofílíu".

Stjórnin er dauð en veit það bara ekki ennþá (svona Sixth Sense)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband