Utanþingsstjórn næst á dagskrá

Stjórnarmeirihlutinn á alþingi er rúinn trausti og stendur varla undir nafni sem meirihluti. Ef alþingi sjálft tekur ekki af skarið og myndar starfsstjórn til skammtímaverkefna og boðar til kosninga í sumar eða haust vex krafan um utanþingsstjórn.

Alþingi getur ekki verið gíslingu logandi hræddra þingmanna úr stjórn og stjórnarandstöðu sem þora ekki að mæta kjósendum.

Forseti lýðveldisins er með heimild í stjórnarskrá til að rjúfa þing, sbr. 24. grein.

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]

Margir munu taka undir ákall til forseta Íslands að sjá til þess að almenningur á Íslandi fái að kjósa sér nýtt alþingi. Með því að mynda utanþingsstjórn áður er kominn öflugur þrýstingur á stjórnmálaflokkana að gyrða sig í brók.


mbl.is „Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla að senda forsetanum bréf og biðla til hans að nýta þessa heimild. Vona að sem flestir geri þetta líka.

Ingvi (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 13:18

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Þetta er eina og rétta leiðin Páll og það er mér alveg óskiljanlegt að það skuli ekki vera meiri krafa úr þjóðfélaginu að breytinga sé þörf nú þegar. Hvað vitum við um hvort þessi stjórn klúðri vörnun íslands í Icesave málinu ofan á allt annað sem hún hefur klúðrað nú þegar. Hvar eru þessir leiðtogar sem er snillingar í að koma af stað þrýstihóp sem fer fram á breytingar?

Tryggvi Þórarinsson, 12.4.2011 kl. 13:18

3 identicon

það er eina vitið Utanþingsstjórn  ,annars sammála Tryggva her á undan .Og ekki treysti eg þessari Rikisstjórn fyrir fimm aura að klúðra ekki öllu sem hægt er ,,,,,,,,,,,,,,,, Burtu með þetta óstjórnarlið   !!

Ransý (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 13:31

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Maður eins og þú ættir að vita að utanþingsstjórn er valdalaus. Hún verður að byggja allt sitt á þinginu og hvað heldur þú að breytist þó skipt sé um lið í framkvæmdavaldinu þegar allt er upp í loft í löggjafarvaldinu.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2011 kl. 13:53

5 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Að mínu viti snýst málið um að framkvæma hlutina en ekki rífast um þá. Það er ekkert rosalega flókið að reka svona lítið batterí eins og Ísland er ca. 320.000 eða svo sem má líkja við eins og eina góða bílaverksmiðju í Bandaríkjunum við erum nú ekki fleiri en svo. Ekki get ég séð að 63 manneskjur á alþingi geti stjórnað öllum þessum auðlindum sem við eigum til þess að fæða og klæða þjóðina en samt erum við trúlega ein ríkasta þjóð veraldar ef um mögulega tekjuöflun er að ræða.  

Tryggvi Þórarinsson, 12.4.2011 kl. 14:16

6 identicon

Komið þið sæl; Páll - og aðrir gestir, þínir !

Jóni Inga Cæsarssyni til upplýsingar; má geta þess, að Alþingi er ekkert náttúrulögmál, að upplagi - né tilveru; og því má farga, ekki sízt, í ljósi þeirra skemmdarverka, sem það hefir stðaið fyrir, í þjóðlífinu, um áratuga skeið.

Utanþings stjórnir; mættu því verða varanlegar hér, um langan tíma, áttir þú þig ekki á, Eyfirðingur góður.

Farðu nú; að opna augu fyrir, að ekkert er óumbreytanlegt, Jón minn.

Sízt; Alþingis hryðjuverka fyrirbrigðið, sem á jú;; stærstan þáttinn í, hversu komið er málum.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:22

7 identicon

http://utanthingsstjorn.is/

anna (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:25

8 identicon

Ekkert getur verið verra en það sem Baugfylkingin og Steingrímsarmur útibú fylkingarinnar hafa nauðgað þjóðinni með. -  EKKERT...!!!!

Jafnvel trúðurinn Gnarr og Besti flokkurinn gætu ekki gert jafn mikið og oft á sig upp á bak, þó svo að það væri í stefnuskrá flokksins að gera.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 15:57

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Yfirsést þér ekki Páll ákvæði 11.gr. stj.skrár og 13.gr.? Sú fyrri segir: "Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum."og sú síðari: "Forsetinn lætur ráðherraframkvæma vald sitt."

Er ekki óþarfi að koma því inn hjá kallgarminum að hann geti tekið sér vald sem hann hefur ekki og það án ábyrgðar?

Það er illa gert að útbreiða svona misskilning um valdmörk forsetaembættisins, Páll. 

Gústaf Níelsson, 12.4.2011 kl. 17:09

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er eiginlega óþarfi að finna upp hjólið, hér er hægt að skrá sig. http://utanthingsstjorn.is/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 19:35

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er algerlega 100% öruggt

að forsetanum er ekki heimilt að rjúfa þing 

upp á sitt eindæmi. 

Ekkert sem þarf að ræða. 

Viggó Jörgensson, 12.4.2011 kl. 19:54

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og það má ítreka einu sinni enn.

Að af öllum þeim ósköpum sem forsetinn gerir í orði kveðnu

í okkar gömlu stjórnarskrá.

Þá er vald forseta ekkert. 

Nema málskotsrétturinn til þjóðarinnar.

Samkvæmt stjórnskipunarvenju hefur forseti einnig

raunveruleg völd í stjórnarmyndunarkreppu.  

Þar er forsetinn verkstjóri og getur skipað utanþingsstjórn

lánist Alþingi ekki að mynda ríkisstjórn. 

Og þar með eru völd forseta Íslands upptalin.

En hann hefur vissulega áhrifavald í þjóðfélaginu

og hefur umboð þjóðarinnar til að lofa menn eða lasta. 

Viggó Jörgensson, 12.4.2011 kl. 20:05

13 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Viggó !

Lítt hefði þokast; hjá Egyptum og Túnismönnum í vetur, hefðu þeir elt ólar, við einhverjar laga- og reglugerða ambögur, ágæti drengur.

Að minnsta kosti; veit ég um fjölda fólks, sem tilbúið væri, til all harka legra aðgerða, með Ólafi Ragnari - eða án; til þess að rjúfa ofan af Helvítis óskapnaðinum, í samfélagi okkar, ágæti drengur.

Kjarkur og þor; eru ávallt fyrstu skref, til raunverulegra umbóta.

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 20:34

14 Smámynd: Óskar Guðmundsson

ATH.

Ef þing er rofið n+u rífur það einnig dýrustu nefnd allra tíma, Stjórnlaganefnd.

Alveg er ljóst að hver sem við keflinu tæki myndi ekki flýta sér að koma því á aftur þar sem að loknu því"ráði" kemur að þingi að breyta lögum um stjórnarskrá og að því loknu rjúfa þing.

Plan Jóhönnu var jú að rétt ná í gegn ESB og "Rándýrunefnd" og reyna svo að ná endurkjöri til að samþykkaj breytingarnar.

Eins og nú horfir er það draumur einn.

Óskar Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 22:44

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Óskar Helgi.

Þú ert þá í raun að tala um stjórnarbyltingu.

Það endar aldrei vel. 

Viggó Jörgensson, 13.4.2011 kl. 14:45

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ásthildur er búin að benda á síðuna en ég ætla bæta því við að Tunnurnar settu þessa kröfu fram í lok október á síðasta ári. Sömu helgi og undirskriftarsíðan fór í loftið varð uppi fótur og fit meðal bæði stjórnarliða og áhaggenda hennar. Bjarni kom líka fram á þessum tíma og kallaði eftir þjóðstjórn. Það var markvisst unnið í að gera Tunnurnar tortryggilega og þagga niður í þeim. Þær þögnuðu í bili frá og með 17. janúar sl.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.4.2011 kl. 15:27

17 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Rakel !

Þakka þér fyrir; beinskeytta ábendinguna.

Viggó !

Vogun vinnur - vogun tapar; ágæti drengur. Allt; allt er tilvinnandi, til þess að losna við fúin hrúgöldin, úr Stjórnarráðinu !

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband