Valdaklíka Steingríms J. einangruð í Vg

Klíkan í kringum Steingrím J. taldi sig styrkja stöðu sína inna þingflokks Vg með því að fórna Guðfríði Lilju Grétarsdóttur fyrir Árna Þór Sigurðsson. Flokkur sem kennir sig við jafnrétti kynja og félagslegan jöfnuð lætur ekki grípa sig glóðvolgan við að úthýsa konu sem er nýkomin úr fæðingarorlofi - ef allt er með felldu.

Tvær þingmenn Vg yfirgáfu Steingrím J. og Árna Þór fyrir nokkrum vikum. Líkur eru á að Guðfríður Lilja, Ásmundur Einar, Ögmundur og Jón Bjarna séu á sömu leið og Atli og Lilja Móses.

Flórinn sem Steingrímur J. segist iðulega moka virðist loka fyrir pólitísk skilningarvit formannsins. Ekki nema formaðurinn trúi viðhlæjanda sínum, Össuri Skarphéðinssyni, sem segir ríkisstjórnina styrkjast í hvert sinn sem stjórnarliði fer frá borði.

 


mbl.is Ótrúleg vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þarna sést best hverskonar drullusokkar skipa þennan viðbjóðslega flokk,burt með þetta pakk úr íslenskri pólitík.

magnús steinar (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband