Skjaldborg Samfylkingar um Bjarna Ben.

Samfylkingin gefur út þá línu að formennska Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðisflokknum standi og falli með Icesave-samningnum. Samfylkingunni er umhugað um að Bjarni haldi áfram formennsku enda er hann með opið tilboð frá Össuri um að mynda stjórn með Samfylkingunni.

Samfylkingin hyggst gera forystu Sjálfstæðisflokksins það tilboð að færa sjálfstæðismönnum sjálfdæmi í sjávarútvegsmálum en fá í staðinn að halda umsókninni um aðild að Evrópusambandinu til streitu.

Viðskipti með prinsippmál eru ær og kýr Samfylkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ALLT er betra en núverandi ríkisstjórn.

Sífellt fleiri eru að gera sér þetta ljóst.

Karl (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 17:14

2 identicon

Það er vandséð annað en Bjarni Ben ásamt Tryggva Herberts hafið framið sín pólitísku sjálfsmorð með sennilega einum heimskasta pólitíska afleik allra tíma.  

Stefnir í óhjákvæmilegt pólitískt heimaskítsmát þeirra félaga, og liggur við á hvorn vegin sem þjóðaratkvæðagreiðslan fer, þar sem þeir ganga gegn skoðun 75% flokksmanna sem og landstjórnarsamþykkt, án nokkurra vitrænna raka hvað þá gagna sem sýna að þeir gætu haft eitthvað til síns máls.

Reiknikúnstir Tryggva geta vart talist til vitrænna raka af fenginni reynslu þegar hann gerði tignarlega á sig langt upp á bak með sennilega einni fáránlegustu skýrslu 2007 ruglsins, þar sem allt ástand bankanna og fjármálalífsins var mikið betra að hans mati en bestu spunatrúðar auðrónanna þorðu að halda fram.

Farið hefur fé betra.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 17:21

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Karl. Var ekki orðið fullreynt með ríkistjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks? Þú vilt kannski reyna það aftur?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 19:23

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Aldrei hét ég að að Bjarni Ben mundi svíkja það sem hann var kosinn til. Lengi vel hélt ég það að það væru bara þrjú epli skemd í Flokknum,þau Þorgerður Katrín ,Ragnheiður Ríkarðsdóttir og Tryggvi Þór en mér skjátlaðist.

Vilhjálmur Stefánsson, 7.4.2011 kl. 19:58

5 identicon

Skrýtið að sjá, hvernig sagan getur endurtekið sig. Árið 1918 sátu 16 Sjálfstæðismenn á þingi, þar af 11 þversum-þingmenn, 4 langsum og 1 utanflokka. Árið 2011 sitja aftur 16 Sjálfstæðismenn á þingi, þar af 11 fráhverfir stefnu flokksins, 4 fylgjandi henni og 1 á milli vita. Gamli Sjálfstæðisflokkurinn leið undir lok 1926.

Ég tek hatt minn ofan fyrir Birgi Ármannssyni, Pétri H. Blöndal, Sigurði Kára Kristjánssyni og Unni Brá Konráðsdóttur, sem höfðu þor til þess að fylgja stefnu flokksins síns. 

Sigurður (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 20:05

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Veikleiki XD í stjórnarsamstarfi hefur alltaf verið styrkurinn.

Kolbrún Hilmars, 7.4.2011 kl. 21:24

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að nú verði uppstokkun í flokkakerfinu.  Eftir helgi ef svo sem sem horfir að svar þjóðarinnar verði NEI, þá verður núverandi ríkisstjórn að segja af sér, maður hefur heyrt það utan að sér að forsetinn hafi nú þegar myndað utanþingsstjórn ef svo fer.  Og ef það gengur eftir mun sú stjórn starfa sennilega í tvö ár,meðan pólitíkin er að aflúsa sig og setja skemmdu eplin út úr körfunni. Fyrst þá er hægt að kjósa á ný, og þá nýtt fólk með framtíðarsýn og réttlætið að leiðarljósi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband