Tilboð Samfó til Bjarna Ben, stríð í Sjálfstæðisflokknum

Óopinbert leyndarmál er að Össur Skarphéðinsson er með standandi tilboð til Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins að mynda nýja ríkisstjórn án kosninga. Ekki frekar en Össur hefur Bjarni áhuga á kosningum enda margt óuppgert í flokknum.

Tilboð Samfylkingarinnar er gagngert sett fram til að skapa usla í Sjálfstæðisflokknum þar sem takast á hentistefnufólk með samfylkingarhneigð og útrásarbleytu bakvið bæði eyru annars vegar og hins vegar endurreisnarmenn sem byggja á grunngildum flokksins, eins og Styrmir Gunnarsson gerir prýðilega grein fyrir í ræðu á fundi sjálfstæðismanna í Kópavogi um helgina.

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum álykta gegn tilboði Össurar og þar með er þögnin rofin. Bjarni Ben. getur ekki læðupokast með tilboðið og beðið eftir hentugu tækifæri til að þiggja það.

Það er svo aftur dæmi um meðvitundarleysi Vinstri grænna að helsta málpípa formannsins, Björn Valur Gíslason, fattar ekki samfylkingarplottið. Einn næstu daga verður Steingrímur J. borinn út á götu án þess að hafa grænan grun um hvers vegna.

 


mbl.is Tekur ekki þátt í stjórnarsamstarfi án kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smáfuglarnir hjá AMX 28. marz: "Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal sátu fund með stjórnum nokkurra hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins á miðvikudaginn var. Ekki gáfu þau flokksmönnum kost á að ræða um Icesave-málið, en hins vegar spurðu fundarmenn þau um afstöðuna til stjórnarsamstarfs við Samfylkingu. Bjarni útilokar ekki slíkt samstarf."

Síðan segir: "Smáfuglarnir telja að stjórnarsamstarf við Samfylkingu yrðu herfileg mistök. Á umliðnum misserum hefur mikið verið rætt um að Sjálfstæðislokkur þurfi að biðja þjóðina afsökunar á hinu og þessu. Líklega ætti Sjálfstæðisflokkur einna helst að biðja þjóðina afsökunar á að hafa myndað ríkisstjórn með Samfylkingu vorið 2007..." Þesu er ég sammála. Brýnasta verkefni Sjálfstæðismanna er að finna nýtt forystufólk, í staðinn fyrir Bjarna og Ólöfu, og vinna jafnframt nýjum og nothæfum frambjóðendum brautargengi á framboðslista til alþingis og til annarra forystustarfa. Klukkan tifar. Þetta þolir ekki bið.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband