Vinstri grænir eru ónýtt vörumerki

Vinstrihreyfingin grænt framboð er ónýtasta vörumerki íslenskra stjórnmála. Samfylkingin, sem er jafngömul Vg og sprettur úr sama jarðvegi vinstristjórnmála, getur sagst vera trú stefnu sinni um að selja sig hæstbjóðanda, hvort heldur bjóðandinn er Baugur, Björgólfur eða útlendingur sem vill versla með íslenskan ríkisborgararétt.

Vinstrihreyfingin grænt framboð, á hinn bóginn, var stefnufastur flokkur sem byggði alla síðustu kosningabaráttu á þeim grunni að vera treystandi.

Eftir Júdasarbragðið að styðja aðildarumsókn Samfylkingarinnar eru Vinstri grænir í þeirri stöðu við næstu kosningar að útskýra hvaða heilög stefnumál þeir ætla ekki að svíkja.

Pólitíska ruslahrúgan Steingrímur J. gerir þjóðinni greiða með því að krefjast þess að fá já í þjóðaratkvæðinu 9. apríl. Þeir sem ekki eru eitt af þrennu vinstri grænir, ESB-sinnar eða kjánar segja nei.


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ég held að VG standi fyrir (Visnaður Gróður) Það hlustar enginn á Steingrím lengur, hann bara talar og svo er það gleymt um leið eins og stefnumál flokksins í dag sýna, miðað við kosningarloforðin.

Tryggvi Þórarinsson, 3.4.2011 kl. 19:57

2 identicon

Var Páll Vilhjálmsson þá bara að elta ,,vörumerki"  ?

Hafa skrifin ekki sagt okkur það fyrir löngu ?

JR (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:30

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrir kosningar vissi ég að Steingrímur var öskurapi og mér hafði lærst það á löngum tíma að slíkir eru lítt til að stóla á. 

En að hann væri þvílíkur svíðingur sem síðan hefur komið í ljós það bara datt mér ekki í hug.  En það er líka eitthvað verulega bogið við liðið hans,  því fólk sem stöðugt stendur að baki svona manni, og lætur yfirsig ganga lygar og svik, það eru nú ekki merkilegir pappírar. 

Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2011 kl. 23:29

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Má leggja inn eitt 'amen', eftir efninu ?

Steingrímur Helgason, 4.4.2011 kl. 00:06

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og ekki má gleyma sjálfum Davíð Oddssyni sem „mokaði“ 300 milljörðum út úr Seðlabankanum hausti 2008 í bankana. Það var litið á slíkt að sjaldan var jafnmiklu ausið áfram til „lána“ til sérstakra lánþega bankanna.

Og svo er verið að rífast um Æseif sem talið er vera innan við 40 milljarða!

Mætti biðja um þjóðaratkvæði: Var rétt af DO að veita bönkunum 300 milljarða haustið 2008 án trygginga né viðhlítandi veða?

Einnig mætti spyrja:

Hver ber ábyrgð: Þjóðin öll, Seðlabankinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða persónulega Davíð Oddsson?

Auðvitað á að innheimta ALLAR útistandi skuldir, líka skuldir þeirra sem stýrðu eða tengdust Landsbankanum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2011 kl. 01:00

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Einn góðan veður dag,er allt gömul bóla, sakbitinn gamall maður spyr sig,til hvers,að tapa sálarfriði,fyrir fánýti eins og ráðherra stóla. Ef þar hefði verið allt með felldu,hefði hann mundað sverð og skjöld,en það hefur bara einn ráðamaður  gert í kreppunni,forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson.   Nýtum þetta tækifær lífs okkar,sem hann færði okkur og segjum NEI.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2011 kl. 01:06

7 Smámynd: Elle_

Svaraði Mosa í öðrum vef:

ICESAVE skuldabréfið er 674 MILLJARÐAR fyrir utan vextir samkvæmt KÚGUNARSAMNINGNUM.  Þú getur ekkert vitað hver endalok málsins verða og ættir ekki að koma og halda neinu fram sem forhertir eða spillanlegir menn segja og vita ekki.  Það er verið að blekkja og ljúga samkvæmt fyrirskipunum forhertrar ICESAVE-STJÓRNARINNAR og menn fá borgað fyrir verkið.

Elle_, 4.4.2011 kl. 01:18

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Því oftar sem maður stendur ríkisstjórn Jóhönnu,að óheilindum gagnvart þjóð sinni, þeim mun meira metur maður Davíð,sá hefði nú ekki skriðið á hnjánum í aumingja sleykjugangi við óvinveittar þjóðir.    Mig minnir að  300 milljörðunum ,hafi fylgt veð  í Kaupþingi í Svíþjóð. Minni mitt nær ekki til þess.En það man ég að á  þeim tíma var varla hægt að stjórna fyrir yfirgangi peningaaflanna.Þeir áttu allt fjölmiðla,banka,verslanir  osfrv.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2011 kl. 01:20

9 Smámynd: Elle_

Helga, við borgum ekki kúgunarrukkun bara vegna þess að menn úti í bæ hata mann úti í bæ sem heitir Davíð. 

Elle_, 4.4.2011 kl. 01:27

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Einmitt Elle,það er bara heilmikið af þess konar hatri,eins og ég hef greint áður frá.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2011 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband