Björgólfur og Icesave

Björgólfur Björgólfsson var einn aðaleigandi Landsbankans og þar með ábyrgur fyrri Icesave-reikningum bankans í Bretlandi og Hollandi. Í þeim samningi sem þjóðin staðfestir er synjar 9. apríl er kveðið á um að þjóðin ábyrgist óreiðuskuldir Björgólfs. Jafnframt er fellt út það ákvæði í fyrri útgáfum samningsins að málsaðilar, þ.e. íslensk, bresk og hollensk yfirvöld, vinni sameiginlega að koma lögum yfir óreiðumennina sem ryksuguðu upp sparifé fólks og ætlast til að aðrir bæti tjónið.

Meðal þeirra sem eru í framlínunni fyrir félagsskapnum Áfram, sem vill að þjóðin samþykki Icesave-samninginn, er Vilhjálmur Þorsteinsson sem er viðskiptafélagi Björgólfs og á með honum hálfbyggt gagnaver á Miðnesheiði.

Í bloggi Heimssýnar í gær var spurt hvort Björgólfur gæti verið að baki fjármagninu sem Áframhópurinn hefur til ráðstöfunar að kaupa já-auglýsingar í fjölmiðlum. Amx-vefurinn tók málið upp. Í gærkvöld bregður svo við að Björgólfur afneitar fjárstuðningi við Áframhópinn.

Þar sem Björgólfur er með heila almannatengsladeild í kringum sjálfan sig gæti hann kannski upplýst þjóðina um afstöðu sína til Icesave-samningsins. Hvort ætlar Björgólfur Björgólfsson að segja já eða nei 9. apríl?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað fékk Björgólfur og félög honum tengd mikið af Icesave peningunum? Ætlar fólk virkilega að borga hans skuldir svo hann geti haldið áfram að lifa eins og kóngur?

Sigurður I B Guðmundsson, 29.3.2011 kl. 11:05

2 identicon

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 12:24

3 identicon

Það er spurningin hvort að eitthver undirfélag Björgólfs leggi peningana til?  Jafnvel að Vilhjálmur Samfylkingarprins sjái um það?  Þessir kappar eins og Björgólfur telja sig ekki vera tengda slíkum frekar en hann segist ekkert hafa með Icesave að gera.  Hann svaraði því um daginn ef ég man rétt að hann ætlaði ekki að kjósa 9. apríl  Enda hefur hann ekkert með málið frekar en land og þjóð að gera.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 13:14

4 Smámynd: Elle_

Loks góðar fréttir:

70% SEGJA NEI VIÐ ICESAVE.

VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUN.

Elle_, 29.3.2011 kl. 18:09

5 Smámynd: Elle_

Hverjir nákvæmlega eru það sem ekki vilja rannsókn á sakamálinu ICESAVE kannski fyrir utan Björgólf Thor?  Hvað mun Björgólfur Thor komast lengi upp með að halda öllu fé og fyrirtækjum meðan hinum almenna manni er ætlað að vera á vergangi og borgandi þrælaskuldir? 

Nú hefur Andri Geir Arinbjarnarson aftur hafið sinn eldgamla hræðsluáróður um endalok okkar ef við borgum ekki 670 MILLJARÐA ICESAVE-KÚGUN.  Og Tryggvi Þór Herbertsson kemur upp úr holunni skömmu fyrir 9. apríl með blekkingar og lygar um NAUÐSYN ICESAVE.

ÞAÐ ÆTTI Í ALVÖRU AÐ STEFNA ICESAVE-STJÓRNINNI. 

Elle_, 29.3.2011 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband