Í Japan yrði Össur að segja af sér

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra rennir út rauða dreglinum fyrir peningalest frá Brussel sem ætlað er að kaupa þjóðina til fylgis við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Lög eru í gildi á Íslandi, nr. 62 frá 20. maí 1978, sem banna útgáfu erlendra sendiráða hér á landi og annan fjárstuðning til íslenskra stjórnmálaflokka.

Í Japan eru í gildi sambærileg lög sem banna stjórnmálamönnum og flokkum þeirra að þiggja útlendan stuðning. Starfsbróðir Össurar varð að segja af sér vegna stuðnings sem hann þáði upp á 600 dollara, eða um 70 þúsund krónur.

Hér á Íslandi ætla Össur og Samfylkingin að þiggja tugi milljóna króna í stuðning frá Evrópusambandinu til að málefni framgang sem Samfylkingin ein stendur að, að koma Íslandi með öllum ráðum inn í Evrópusambandið.

 


mbl.is Segir af sér vegna 600 dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Hvað ætli þetta rugl sé búið að kosta Íslenska ríkisborgara.

GAZZI11, 6.3.2011 kl. 23:18

2 identicon

Á þessum málum er nokkur munur. Eftirfarandi er tekið af visir.is  :Utanríkisráðherra Japans, Seiji Maehara, sagði af sér um helgina eftir að hann tók við fjárframlögum frá erlendum ríkisborgara. Lög í Japan kveða á um að stjórnmálamenn megi ekki taka við fjárframlögum frá erlendum einstaklingum.

Það var Suður-kóreskur ríkisborgari sem styrkti ráðherrann um 50 þúsund jen, eða um 70 þúsund krónur.

Afsögn ráðherrans er mikið áfall fyrir forsætisráðherra Japans, Naoto Kan, sem hefur barist fyrir því að fá umdeilt fjárlagafrumvarp samþykkt á þingi.

Þá er afsögnin ekki síður áfall fyrir forsætisráðherrann þar sem litið var á utanríkisráðherrann sem arftaka hans.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 23:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað ætli hafi verið framin mörg lögbrot í musteri stjórnsýslunnar? Eigum við enn þá þolinmæði.

Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband