Össur ætlar að hunsa skilyrði alþingis

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ætlar sér ekki að fara eftir skilyrðum alþingis fyrir umsókn samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar um aðild að Evrópusambandinu. Í nýlegri greinargerð embættismanna Össurar kemur fram að hagsmunir Íslands, eins og þeir eru skilgreindir af alþingi, eru í grundvallaratriðum andstæðir afstöðu ESB í sjávarútvegsmálum. Embættismenn utanríkisráðuneytisins telja sig ekki þurfa að fara eftir samþykkt alþingis og skrifa í framhaldi þennan texta

Tilmæli meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis lúta að grundvallaratriðum og er því ekki talið rétt að gera fyrirvara við einstakar gerðir löggjafar ESB eða hluta þeirra að svo stöddu.

Össur Skarphéðinsson og starfsmenn hans í utanríkisráðuneytinu telja að tilgangurinn helgi meðalið. Hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar skal fórnað á altari aðildarumsóknarinnar.


mbl.is Ítrekar andstöðu við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þeir eru að vonast eftir fínum stöðum í Brussel- 'Islendingar koma þeim ekki við lengur- þeir horfa  HÆRRA- FYRIR SIG .

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.3.2011 kl. 19:19

2 identicon

Össur í Spron.

marat (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 23:25

3 Smámynd: Elle_

Hví geta þeir ekki farið þangað sjálfir??  Og verið þar???

Elle_, 7.3.2011 kl. 00:03

4 Smámynd: Alfreð K

Segi það nú, og látið okkur hin þá loks í friði.

Alfreð K, 7.3.2011 kl. 15:22

5 identicon

Össur Skarphéðinsson er fasisti. Hann uppnefnir þá sem sýna sjálfstæða hugsun og trúnað við eigin samvisku "villiketti" og talar um erfitt sé að "smala" slíkum í fullri alvöru. Þetta er hjarðhyggjumaður, sem metur einskis gildi einstaklingsins eða frelsis hans. Maður sem kynni mun betur við sig í Kína, þar sem svona hugsun er algeng, og ætlast til hennar af öllum almenningi, og mannréttindabrot hvers konar þykja sjálfsögð til að tryggja að hjörðin haldi sig í réttunum. Hann kynni vel við sig sem varðhundur á slíkum stað. Ef hans líkar halda áfram að vaða uppi í íslenskum stjórnmálum, þá verður hér mikil menningarleg hnignun, því það er einmitt með hinum sjálfstæða einstakling, sem fer sínar eigin leiðir, sem allt hugvit og framfarir verða til, í vísindum hvers konar, listum, sem og mannúðlegar framfarir og félagsleg þróunn. Það voru ekki líkar Össurar sem stóðu fyrir frönsku byltingunni eða byggðu upp lýðræðið í Aþenu. Það voru hans líkar sem eyðilögðu þetta allt aftur á móti, af þránni eftir fasismanum, sem er þeim í blóð borinn. Hann hefði kunnað vel við sig í hjörð Hitlers á tímum nazistanna, þar sem allir urðu að vera hlýðnir og góðir, menn sem fóru eftir eigin samvisku voru sendir beint í gasklefana, sem voru hannaðir fyrir "villiketti", og séð var um að "smala" mönnum sem sauðfé, og sjaldan gengið jafn vel. Össur mun liggja á hnjánum hjá ESB, grenjandi að fá að segja "Sieg Heil!" þar til dauðadags.

Lincoln (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 15:11

6 identicon

Það er vissulega sorglegt að fasistar sem byrja sem hlýðnar og þægar kennarasleikjur í æsku, algjörlega lausar við alla frumlega og sjálfstæða hugsun, og eineltisforsprakkar sem myrða sálir þeirra sem sýna sig vera öðruvísi á einhvern hátt, eða dirfast að feta eigin leið, verða síðan conformistar einhvers hóps, hver hann er ræður mest hending og hentungleikar, og svo hlýðnir og spakir flokkshundar, sem eru svo falin forræði af yfirboðurum sem hagnast af flokknum, skuli vera svo áberandi í íslenskum stjórnmálum í dag.

Grikkir sem fundu upp lýðræðið vildu að þessu væri akkurat öfugt farið. Þeir vildu að aðeins þeir sem væru færastir allra um sjálfstæða hugsun færu með vald þar í landi, aðeins þeir göfugustu meðal manna, heimspekingar, sem voru ekki taldir fullnuma fyrr en 50 ára. Össur og slíkir nota aftur á móti tíman fram til fimmtugs til að drepa eigin hugsun og sníða hana að hætti "flokksins" og selja sál sína, algjörar andstæður slíkra manna sem ætlunin var að færu með vald í Vestrænu lýðræðisríki. Þeir eiga ekki heima hér, þetta eru sálir sem villtust hingað frá alræðisþjóðflokkum, og eiga ekkert skylt við okkar menningu, og munu vonandi endurholgast á meira viðeigandi slóðum næst, frekar en reyna að eyðileggja menningu sem þeir skilja ekki og er ókunn anda þeirra og sál, og þeir geta ekki skilið eðli hennar.

En tími þeirra fer að renna sitt skeið. Platónísk stjórnvöld verða veruleiki hér á jörð, í talsvert annarri mynd en menn hefðu haldið, og með mikilli þróunn og viðbætum. En menn eins og Össur munu ekki hafa neitt vald í framtíðinni, þegar ljós upplýsingarinnar hefur loksins sigrað og ljómi frelsisstyttunnar lýsir um allan heim, þá munu aðeins menn færir um eigin hugsun og að hlýða eigin samvisku hafa völd. 

Jóhann (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband