Jón Ásgeir vill stjórna RÚV

Landsbankinn leyfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að stjórna fjölmiðlaveldi sínu eins og Baugsstjórinn fyrrverandi sé fínn pappír. Jón Ásgeir telur sig hafa tök á ríkisstjórn Jóhönnu Sig., trúlega vegna þess að samfylkingarforkólfar eru auðkeyptir, og hann fer núna fram á það að ákveða hvaða fréttamenn fjalla um hans mál á fréttastofu RÚV.

Samkvæmt Pressunni hefur Jón Ásgeir sent frá sér tilmæli um að tilteknir fréttamenn RÚV fjalli ekki um sig.

Jón Ásgeir er góðu vanur á fjölmiðlaveldi sínu, Baugsmiðlum, þar sem hagsmunir hans eru í fyrirrúmi en almannahagur mætir afgangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara algjör snilld!

Samfylkingin ræður ansi miklu á RUV.  Jón Ásgeir ætti ekki að verða í vandræðum með þetta.

Þessi samfylking.  Það er furðulegasta fyrirbæri íslandssögunnar.

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 19:01

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hverju vill Jón Ásgeir ekki stjórna?

Hann hélt um tíma að hann ætti að stjórna hér öllu landinu

og var langt kominn með það.

Af því eigum við eftir að súpa seyðið um alla okkar daga.  

Viggó Jörgensson, 5.3.2011 kl. 21:56

3 identicon

Hver sem er í viðskiptum við Landsbankann er ekki í þessum veruleika. Þeir eru alltof margir. Alltof. Margir. Er. Það. Skilið? Því miður eru margir sem skilja ekki.

Helgi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 00:51

4 identicon

Ef menn eru í málaferlum við einstaklinga út í bæ og á sama tíma vinna að/við fréttir af þeim á RÚV eða öðrum frétta miðli gengur það auðvitað ekki. Breyttir þar ekki hvort þeir eru í málaferlum við Jón Ásgeir eða Geir Haarde eða Páll postula, auðveldast er að fá aðra til að vinna fréttinar.

En í þessu tilfelli skal ég viðurkenna að Jón Ásgeir virðist vera að nota lögfræðinga til að stefna þarna ákveðnum fréttamanni eingöngu til þögunar og það er ljótur leikur.

Hannes (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband