Stjórnskipunin virkar, lýðræðið ofar flokkshagsmunum

Forsetinn er með öryggisventil í hendi sér sem þjóðkjörinn leiðtogi og sameiningartákn. Rök Ólafs Ragnars fyrir ákvörðun um að vísa í þjóðaratkvæði Icesave-samningum ganga fyllilega upp. Ein rök sem forsetinn nefndi ekki, en allir vita að er ein stoð undir ákvörðun hans, er að stjórnarmeirihlutinn er kominn að fótum fram. Þar fyrir utan hefur alþingi sjaldan eða aldrei mælst með jafn lágt traust.

Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki dregið neinn lærdóm af hruninu og keyra áfram vanhugsuð mál trekk í trekk án þess að undirbyggja þau með því að efna til samstöðu í þjóðfélaginu. 

Í stjórnlagaþingsmálinu greip Hæstiréttur fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar. Í Icesave-máli skerst forsetinn í leikinn. 

Niðurstaða Ólafa Ragnars sýnir að engin þörf er að breyta stjórnskipuninni, hún virkar.

Ríkisstjórnin heldur að sér sé áfram stætt og er það enn eitt dæmið um dómgreindarleysi Jóhönnu Sig. og Steingríms J.


mbl.is Breytt stjórnskipan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Alveg rétt, þetta ákvæði um að forseti geti skotið máli til þjóðarinnar sýnir hve góða stjórnarskrá við höfum. Nú vill vinstri mafían sjálfsagt enn frekar eyðileggja þetta ákvæði. Ólafur hefur algerlega bjargað þjóðinni frá þessum lélegu stjórnmálamönnum sem við nú eigum - bæta ætti Ólafi við skjaldarmerkið því nú verður væntanlega hægt að búa hér á næstu árum, þökk sé honum.

Nú verður hins vegar afar áhugavert að fylgjast með fjölmiðlum sem eru allir vinstra megin í málinu: Nú hefst án efa hræðsluáróðurinn bráðum og sennilega birtist Þórólfur hagfræðiprófessor bráðum.

Annars hef ég líka áhyggjur af því að Landsvirkjun sé orðið peð í Icesave III taflinu, þeir virðast ekki hafa hugmyndaflug í neitt annað en að tala við evrópska fjárfestingabankann vegna lána í Búðarhálsvirkjun. Hvers vegna ættu erlendir viðskiptabankar ekki að lána í arðbært verkefni sem ríkistrygging er á? Hvers vegna er vandamál að fá lánað frá t.d. USA eða Kína ef ESB ætlar að hunsa sínar eigin reglur um innistæðutryggingasjóðinn? Þetta mál og makríldeilan sína mjög vel að við höfum ekkert inn í ESB að gera. Hvað þarf til að sannfæra ESB sinna um að hag okkar sé ekki best borgið þar? 

Helgi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 18:42

2 identicon

Svo satt, svo satt!

...Og hvað segir Steingrímur?  ..Ég sem er búin að vera á þingi í 28 ár.!!!!

Einmitt það sem þú segir Páll.  Geta gamlir hundar lært að sitja? ..Hvað þá lært af liðnum atburðum eins og hruninu?

Ég er verulega stoltur af Ólafi.  Það verður aldrei frá honum tekið að hann hefur ekki hlustað á gamla pólitíska hagsmuni.  Ekki heldur fjármálaelítuna.  ..Og ekki einu sinni fjölmiðlana!

..Kall sem hefur vaxið mjög, mjög mikið í áliti hjá undirrituðum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 20:20

3 Smámynd: Þórður Bragason

Ég er nú samt ekkert innilega sammála því að stjórnskipunin sé að virka.  Fyrir mér er þingræðið úrelt.

Við erum aldrei með virka stjórnarandstöðu. Nema fjölmiðla að sjálfsögðu.
Engar hæfniskröfur eru gerðar til ráðherra.
Of oft óljóst hver er skipstjóri á skútunni
Vinapólitík þrífst þegar ríkisstjórn og þingmeirihluti er eitt.

Og, alþingisfólk í stjórnarflokkum er hugsanlega að vinna/greiða atkvæði, með stjórnarsamstarf í huga frekar en málefnið.

Málskotsréturinn er svo annað mál.

Þórður Bragason, 20.2.2011 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband