Einkarekstur með ríkisábyrgð

Icesave er afleiðing einkarekstrar sem seldi sig með ríkisábyrgð. Orkuveita Reykjavíkur er gjaldþrota vegna þess að einkarekstri var blandað inn í opinberan rekstur. Reykjanesbær er gjaldþrota af sömu ástæðu. Einkarekstur með opinberri ábyrgð er uppskrift að spillingu, siðleysi og gjaldþroti.

Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór Þórðarson og samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins skuli veðja á einkarekstur heilbrigðisþjónustunnar til hagsbóta fyrir sérvalda skjólstæðinga sem vilja að ríkisvaldið beri áhættuna en þeir sjálfir hirði hagnaðinn.

Fundurinn í Valhöll um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sýnir að flokkurinn hefur ekkert lært af hruninu er þess albúinn að sökkva dýpra í fen óábyrgra stjórnmála með tilheyrandi spillingu.

Stjórnmál eiga að snúast um meginreglur í samfélaginu, ekki að selja opinber gæði í hendur manna sem gera út á einkahag en fá ókeypis tryggingu frá stjórnmálamönnum að almenningur muni bera tapið.

 


mbl.is Tugir erlendra sjúklinga á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir nokkuð. Helga Vala er búin að skrifa fleiri pistla um baráttu sína við sjúkratryggingar en reynir nú að gera undirskriftasöfnunina tortryggilega. Þau stefna grímulaust að einkavæðingu heilbrigðisgeirans

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 09:55

2 identicon

Ber nýjasti pistill Ögmundar - Bannað að níðast á alþýðunni - vott um brenglaða eða sjúka kímnigáfu?

http://www.ogmundur.is/annad/nr/5671/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 10:18

3 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér.

En einkarekstur í heilbrigðisþjónustu hefur ekkert með ábyrgð almennings að gera.

Verði læknamistök í einkarekstri væri auðvitað eðlilegt að viðkomandi væru tryggðir fyrir áframhaldandi kostnaði á hærra þjónustustigi í almenna kerfinu.

Þannig græðir líka hið opinbera með auknum umsvifum og almenningur ætti um leið kost á aukinni þjónustu og vali.  ....Og alveg örugglega betri þjónustu um leið.

Íslenskur almenningur mundi hagnast mikið í gegn um tekjur ríkissins af þjónustu einkarekinnar heilbrigðisþekkingu við útlendinga. Bæði peningalega og með aukinni þekkingu sem kæmi inn í landið.

(Ætli ríkið hefði t.d. enn þá boðið upp á laser þjónustu fyrir gleraugnagláma eins og mig?) 

jonasgeir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 10:54

4 identicon

"Íslenskur almenningur mundi hagnast mikið í gegn um tekjur ríkissins af þjónustu einkarekinnar heilbrigðisþekkingu við útlendinga. Bæði peningalega og með aukinni þekkingu sem kæmi inn í landið."

Mér finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður. Jú, þegar bankarnir voru einkavæddir!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 11:00

5 identicon

Fyrri hlutinn er hárréttur. En þarna er alls ekki verið að tala um einkarekstur á ábyrgð hins opinbera.

Heilbrigðisþjónusta er stór "bizness" allstaðar í heiminum og mun vaxa mjög mikið með hærri meðalaldri vesturlanda. Það væri glapræði að nota ekki þetta tækifæri til verðmætasköpunar. Við þurfum svo sannarlega á verðmætasköpun að halda ef við eigum að hafa efni á okkar eigin heilbrigðiskerfi.

Gunnar Jóns (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 11:21

6 identicon

Ekki skil ég hvernig heilt samfélag ætti að geta veikst vegna að hluta til einkarekins heilbrigðisgeira Elín, eins og bankakerfið getur gert með peningaafli sínu.

Margir Íslendingar þiggja sérfræðiþjónustu erlendis.  Sem betur fer hefur verið hægt að greiða fyrir slíkt.

Af hverju er verra að gera útlendingum fært að þiggja sérfræðiþjónustu hérlendis?

Hvernig í veröldinni getur það verið af hinu slæma að laða sérfræðiþekkingu heim til Íslands?

(Ekki langar mig að koma heim í vonlaust ríkiskerfið heima þar sem fjármagnið fer frekar í að borga Icesave og ESB umsóknarkostnað?  ..Ekki nema þá í hlutastarfi.  Frekar verð ég áfram í útlandinu.)

jonasgeir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 11:33

7 identicon

Hafa útlendingar ekki fengið sig fullsadda af íslenskri sérfræðiþjónustu Jón Ásgeir? Hún kallast hryðjuverk erlendis.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 12:02

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góð greining, Páll.

Ómar Bjarki Smárason, 20.2.2011 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband