Þjóðargjaldþrot óumflýjanlegt á evru-svæðinu

Eigendur ríkisskuldabréfa Grikklands verða að gera ráð fyrir að tapa um 50 prósent af eign sinni þegar gríska ríkið fer í þrot. Evrópusambandið frestar aðeins hinu óumflýjanlega, segir Edward Altman prófessor í fjármálafræðum við New York háskólann í viðtali við Bloomberg

Fjárfestingasjóðir eru hættir að kaupa almenn ríkisskuldabréf ríkja eins og Grikklands og Portúgals. Kínverjar tóku upp slakann um áramót en það dugði ekki til og Seðlabanki Evrópu kom enn og aftur til bjargar til að lækka ávöxtunarkröfuna.

Björgunarsjóður evru-ríkjanna tekur til starfa á árinu og er með gildistíma til 2013. Þegar er búið að ákveða að framlengja starfstíma sjóðsins og gera hann varanlegan enda gera ráðamenn í Evrópu að fjármálakreppan verði viðvarandi verkefni næstu árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband