Stjórnlagaþingið, Icesave - þjóðarviljinn og umboðsleysi alþingis

Eftir að Hæstiréttir ógilti kosningar til stjórnlagaþings reyndi Samfylkingin að píska upp stemningu í þjóðfélaginu fyrir andófi gegn úrskurðinum. Á alþingi, í fjölmiðlum og bloggi fór samfylkingarfólk þess á leit við almenning að hann styddi fordæminguna á úrskurð Hæstaréttar. Engin þjóðfélagshreyfing fór af stað - Samfylkingin var einangruð í málinu og þjóðin hafði sýnt áhuga sinn á kosningunum með því að um tveir þriðju kosningabærra manna sátu heima.

Í Icesave-málinu hefur Samfylkingin bætt við sig fylgi; Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru fylgjandi samþykkt  endurgreiðslu til Breta og Hollendinga. Gegn stjórnmálaflokkunum stendur þjóðmálahreyfingin sem heldur úti undirskriftarvefnum kjósum.is og vill fá atbeina þjóðarinnar áður en lyktir Icesave-málsins eru ráðnar. Þegar þetta er skrifað hafa um 38 þúsund Íslendingar krafist þjóðaratkvæðis.

Í stjórnlagaþingsmálin var alþingi án umboðs þjóðarinnar. Í Icesave er kominn aukinn meirihluti á alþingi en andstaðan í þjóðfélaginu er því meiri. Umboðsleysi alþingis verður því berara að félagsdeildir Sjálfstæðisflokksins hafa gert uppreisn gegn forystunni sem samþykkti samninginn. Innan við tíundi hver landsmaður ber traust til alþingis.

Forseti Íslands sagði í janúar 2010 þegar hann vísaði fyrri útgáfa af Icesave-samkomulaginu til þjóðarinnar að þegar valið stæði á milli fjárhagslegra hagsmuna annars vegar og hins vegar lýðræðislegra hagsmuna þá stæði hann með lýðræðinu.

Lýðræði er að þjóðin fái að kjósa um Icesave-samninginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Forsetinn er orðheldinn maður. Auðvitað stendur hann með lýðræðislegum hagsmunum.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2011 kl. 11:53

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vel að orði komist Páll. Takk fyrir.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2011 kl. 14:51

3 identicon

Hef að undanförnu reynt að fá skýringar ýmissa kverúlanta sem hafa tjáð sig á netinu um svik í undirskriftasöfnuninni, hverju sætti þegar forsetinn tók skoðanakannanir sem sýndu að 70% þjóðarinnar vildu fá að segja sitt álit á glæsisamningnum Icesave2, og hátt í 60 þúsund manns skráðu sig á undirskriftarlista sem var í gangi í heilan mánuð og vel yfir tvöföld kosningaþátttaka eða 144.231 þúsund manns mættu á kjörstað, hvort að það hafi þá líka verið fölsuð niðurstaða?

Niðurstaða sem sýndi svo sannanlega eindregin vilja þjóðarinnar og kjósendur rassskelltu ríkisstjórnina með 98.2% NEI atkvæðum. 

Mannvitsbrekkur eins og Teitur Atlason, Baldur McQuine, Egill Helgason og blogglúðrasveit Samfylkingarinnar skræktu sama falska sönginn um allt svindlið varðandi söfnun InDefence eru núna með sama útburðarvælið.  Engin gefur nokkra skýringu á hvers vegna þeir kusu að hafa rangt við þegar þeir lugu um allt "svindlið" með InDefence söfnunina þegar svik reyndust ekki ná nema 0.2%?  Hver trúir þessum smámönnum í dag..??? 

Núna er söfnunin komin í um 40 þúsund undirskriftir á þeim 4 dögum sem hún hefur staðið, á móti 60 þúsundum á 1 mánuði í þeirri fyrri. Miðað við það þá ættu örugglega yfir 100 þúsund manns að mæta á kjörstað sem er um helmingur atkvæðabærra manna.  Stjórnvöld fyllt upp með hrunsrusli úr Sjálfstæðisflokknum sem fylla þá virðingarstöður að vera þingmenn og ríkisstjórn sem nýtur 7.5% traust þjóðarinnar, ætla sér að standa í vegi fyrir því að þjóðin fái að með að segja sitt álit, væntanlega til að reyna að grafa yfir þeirra eigin ábyrgð á Icesave. 

14 núverandi ráðherrar og þingmenn sem greiddu atkvæði um Icesave hefur sannast að hafa þegið ölmusu (mútur:skýr. Mörður Árnason) frá Björgólfsfeðgum og gamla Landsbankastjórnendum. 

Fremst í flokki fer forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttur.  Um helmingur núverandi þingmannanna sem samþykktu Icesave3 voru í hrunstjórninni sem átti að gæta hagsmuni þjóðarinnar en gerði ekki, fyrir utan stjórnarandstöðuna sem ber líka mikla ábyrgð, sem sannast best á að ekki ein þingfyrirspurn finnst í gögnum Alþingis þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir fjármálstofnunum og bankakerfinu fyrir hrun. 

Allir steinsváfu og bera því ábyrgð. Þetta sama fólk á ekki að fá að breiða yfir eigin mistök og samþykja Icesave3 ánauðina til að bjarga eigin rassgati í trausti þess að ekki verður gerð nein rannsókn á tilurð Icesave og miklum þætti þeirra í þeirri hörmungaratburðarrás.  Dómstólaleiðin mynd krefjast nákvæmrar rannsóknar sem þessir aðilar treysta sér augsýnilega ekki að standast.

Það er með ólíkindum.:

Að engin umræða hafi farið fram í fjölmiðlum um21 þingmaður sem dæmdu um ágæti eigin starfa og samþykktu Icesave3 voru í hrunstjórninni.

Að 28 þingmanna sem samþykktu Icesave3 voru á þingi fyrir hrun fram að seinustu kosningum.

Hvað eru þeir að reyna að fela?

Vanstillti forsætisráðherrann sagði í viðtali eftir samþykktina að þjóðin ætti ekki að segja sitt álit í þjóðaratkvæðagreiðslu um milliríkjasamninga....!!!

Núna er samningur um inngöngu í Evrópusambandið jafn mikill milliríkjasamningur og þeir geta gerst mestir. 

Eru þessi nýju skilaboð einræðisherrans og ofbeldisaflanna sem standa á baki honum til þjóðarinnar ekki skýr...??? 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband