Sigmundur Ernir og samfylkingarpólitík

Sigmundur Ernir Rúnarsson er dæmigerður samfylkingarpólitíkus sem segir eitt í dag og annað á morgun. Hann var dyggur þjónn Jóns Ásgeirs á Baugsmiðlum um árabil. Eftir brottrekstur frá Stöð 2 kvaðst Sigmundur Erni feginn að vera laus undan oki auðmannsins og bauð sig fram fyrir Samfylkinguna.

Sigmundur Ernir vildi ólmur samþykkja Icesave-samninginn sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði í vetur leið. Við það tækifæri gagnrýndi fyrrum augnakarl Jóns Ásgeirs Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir frjálshyggju og óskaði flokknum stjórnarandstöðu í áratugi.

En viti menn,  um helgina tilkynnir Sigmundur Ernir að hann óski sér til samstarfs Sjálfstæðisflokkinn og úthúðar Vinstri grænum.

Það má hlæja að Sigmundi Erni. Þingmannseintakið er í það minnsta í réttum flokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigmundur erN1r sorglegur.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 14:26

2 identicon

Sigmundur erN1r sorglegur

sullast við að endurraða.

Bjarna segist nú boðlegur

með botninn sinn toxaða.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 14:58

3 Smámynd: Gunnar Waage

sannkallað grín

http://www.youtube.com/watch?v=DvW15tqCfpo 

Gunnar Waage, 7.2.2011 kl. 15:00

4 identicon

Satt að segja hvarflaði ekki að manni að Sigmundur hefði nákvæmlega ekki neitt til brunns að bera sem réttlætir það að þjóðin borgir launin hans og hvað þá fyrir að sitja á þingi.  Hann er talandi dæmi þess að það ætti að taka inntökupróf þar sem meðalgreind er lágmarkseinkun til þess að komast í 9% traustsklúbbinn sem þingheimur nýtur hjá þjóðinni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 15:18

5 identicon

það eru meiri pólitikusar en eg fullyrða að næsta skref se að Samfylking og Sjálfstæði seu að undirbúa sig til samstarfs ,svo liklega var nú Sigmundur bara að viðra það i Silfrinu !  eða hvað ?

ransý (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 16:54

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég horfði á Silfrið. Á eeeinu Aaaaugabragði sá maður að þar fer maður sem tekur mark á sjálfum sér en hugsanlega stundum minna á öðrum.

Æ annars, það er ljótt að gera svona að gamni sínu. Sjálfur hefur maður líka skandalisérað fullur. Ég dreg þetta til baka. Sigmundur er ágætis kall og að því leyti langt yfir undirmálsþingmenn Samfylkingarinnar hafinn, að hann sér hvað að er í verkum ríkissstjórnarinnar, Hann er búinn að setja henni frest og fresturinn er liðinn.

Það er þó hægt að tala við svoleiðis mann. En við þá þingmenn sem samþykktu Landsdóm fyrir Geir Haarde vil ég aldrei tala ótilneyddur.

Halldór Jónsson, 7.2.2011 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband