Sóknarfæri Framsóknarflokksins

Samfylkingarvæddur Sjálfstæðisflokkur Viðskiptaráðs er ekki líklegur til stórræðanna í íslenskum stjórnmálum eftir hrun. Stórir kjósendahópar komast á vergang og leita að nýju pólitísku heimili. Framsóknarflokkurinn er borgaralega sinnaður flokkur og býr að samvinnuhugsjón sem vel gæti endurnýjað lífdaga sína í ljósi markaðsbresta sem hrunið leiddi skýrt í ljós.

Evrópumál hafa á síðustu misserum verið Framsóknarflokknum snúin en flokkurinn er óðum að rétta af villukúrsinn sem Halldór Ásgrímsson bar ábyrgð á. Kraftmestu þingmenn flokksins eru einarðir fullveldissinnar og nægir þar að nefna Vigdísi Hauksdóttur. Aðildarsinnar hafa hrökklast frá borði og samfylkingarsendingin  í þingflokknum, Guðmundur Steingrímsson, er ekki að gera sig.

Icesave-málið sýndi forystu Sjálfstæðisflokksins tvílráða um stefnu flokksins og afstöðu til prinsippmála. Venjan er að pólitískt dómgreindarleysi kemur í kippum og má búast við fleiri búmmertum úr Valhöll á næstunni.

Framsóknarflokkurinn er í sterkri vígstöðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Maður svitnar við að lesa þessa færslu þína Páll. Þvílík örvænting..

Hvað með nýja hardcore hægri klúbbinn í kringum HH og DO ? hann ku vera í burðarliðnum..

hilmar jónsson, 6.2.2011 kl. 21:49

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Verðum við ekki að vona að það komi fram ný og traustvekjandi framboð?

Sigurður I B Guðmundsson, 6.2.2011 kl. 22:14

3 identicon

Stefna Bjarna Ben gerir það að verkum að atkvæði mitt til Sjálfstæðisflokksins fór í Hundskjaft,og þar að auki kominn að fótum mram og óbrúkhæfur.

Vilhjálmur Stefánsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 00:33

4 Smámynd: Elle_

Hilmar, núverandi Framsóknarflokkur er ekki gamli flokkurinn.  Gunnar Bragi, Höskuldur, Sigurður Ingi, Sigmundur og Vigdís voru ekki í honum.  Og eru ómissandi.

Elle_, 7.2.2011 kl. 00:47

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Tek undir það Elle, hafa staðið sig afbragðs vel,eru skilmerkileg,setja engar óþarfa lykkjur á tal sitt.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2011 kl. 01:09

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarni Ben er flugumaður. Hans verk er að stúta flokknum og það hefur honum nú tekist.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2011 kl. 01:24

7 Smámynd: Elle_

Ég gleymdi Eygló að ofan.

Elle_, 7.2.2011 kl. 17:16

8 identicon

Góð greining, Framsóknarflokkurinn er í dauðafæri. Nú verður hins vegar áhugavert að sjá hvort að hann skori eða brenni af.

Gestur Páll (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband