Stjórnmálamenn í samsæri gegn almenningi

Þjóðin sem á að borga Icesave-skuldina sem stjórnmálamenn samþykkja á ekki að fá að segja álit sitt á samningnum. Samfylkingin sem bauð upp á þjóðaratkvæði um stjórnlagaþing og boðar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjávarútvegsmál vill alls ekki að þjóðin fái atkvæðisrétt í Icesave-málinu.

Í vetur leið hafnaði þjóðin fyrri Icesave-samningi og þar með er komið fordæmi fyrir afgreiðslu málsins. Þegar samningur sem nú liggur fyrir var gerður efndi ríkisstjórnin til kynningu á efni hans og rökrétt niðurlag þeirrar kynningar er að bera samninginn undir þjóðina.

Alþingi verður að hlýða ákallinu um þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Er með skoðanakönnun í gangi hjá mér, 124 hafa svarað og svörin eftir einn sólarhring eru eftirfarandi:
 
Myndir þú vilja að skrifað yrði undir nýja Icesave samninginn?
Nei, ég vil ekki að skrifað sé undir nýja Icesavesamninginn. 66,1%
Já, ég vil að skrifað sé undir nýja Icesavesamninginn. 33,1%
Ég sit hjá 0,8%
124 hafa svarað

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.2.2011 kl. 07:23

2 Smámynd: corvus corax

Þetta mál snýst í raun ekkert um neinn samning og það gerði þjóðaratkvæðagreiðslan 6. mars 2010 ekki heldur. Málið snýst um það hvort stjórnvöld geti nauðgað þjóðinni til að greiða fyrir ránsfeng nokkurra glæpamanna. Og það má þjóðin aldrei láta yfir sig ganga. Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að borga eina einustu krónu fyrir glæpi örfárra manna. ALDREI! Auk þess er ólöglegt skv. Evrópulögum að setja ríkistryggingu á innstæðuábyrgð í bönkum.

corvus corax, 7.2.2011 kl. 09:18

3 identicon

það verður ekki farið að neinum ólögum her sem ekki standast skoðun !  Og hvernig sem færi i þjóðar atkvæðagreiðslu ÞÁ yrði þjóðin sjálf mikið sáttari ef það yrði hún sjálf sem þá samþykkti samningin heldur en að einhverjir Stjórnmála menn " neyddu "málinu i gegn án samþykkis þjóðar! Og á það ættu Stjórnmálamenn að horfa sjálfum ser til hagsbóta þvi ekki veitir þeim af" priki " fyrir eitthvað sem þeir gera  .En auðvitað eru þeir skithræddir og meira en það   Og mega vera það ......... áfram lengi   !!...... Enda  hafa þeir ekki einu sinni Lögin með ser i málinu  !!!!!!!!!!

ransý (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 13:25

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er mikil könnun Jóhanna... 

Þessi gamla 78 snúninga glerplata bloggeinda er orðin margþvæld og einkennast af samsæriskenningum og upphrópunum....úlfur - úlfur.

Það er góð sátt um icesave hinn nýjasta.. engir eru að skrifa langar greinar gegn og engar undirskrifasafnanir eru í gangi.  Það sem skiptir mál er að á þingi eru góð sátt og góður meirihluti... það kalla engir á þjóðaratkvæði nema þeir sem í örvætningu sinni kalla á síðasta hálmstráið.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.2.2011 kl. 13:33

5 Smámynd: Elle_

Ótrúlegt að hlusta á Jón Inga og þó eins og við var að búast af Samfylkingarliðinu sem kemur nú undan steinunum og ver fjárkúgun gegn þjóðinni.  Hann mætti lesa sannleikann sem Corvus skrifaði að ofan:

Málið snýst um það hvort stjórnvöld geti nauðgað þjóðinni til að greiða fyrir ránsfeng nokkurra glæpamanna. Og það má þjóðin aldrei láta yfir sig ganga. Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að borga eina einustu krónu fyrir glæpi örfárra manna. ALDREI! Auk þess er ólöglegt skv. Evrópulögum að setja ríkistryggingu á innstæðuábyrgð í bönkum.

77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Engin heimild var í lögum fyrir ICESAVE, ALDREI.  Við borgum ekki, ALLS EKKI.   

Elle_, 7.2.2011 kl. 15:01

6 identicon

Óttalega eru spunatrúðar Baugsfylkingarinnar takmarkaðir eins og þessi Jón Ingi.   Ágætur vitnisburður þess hversu lágu plani stjórnmálamenn eru, sem endurspeglast í að núverandi stjórnarflokkar hafa náð trausti þjóðarinnar niður í 9%, sem mun vera heimsmet í hinum vestræna heimi.

Það er eins og engir þokkalega gefnir enda í þessu starfi sem flokkapólitík er, og er ótrúlega heimsk innkoma Sigmundar Ernis Baugsfylkingartrúðs í Silfri Egils gott dæmi hversu skelfilega þjóðin er stödd hvað stjórnmálamenn varðar.

Ný samningsdrög hafa nánast ekkert annað fram yfir glæsisamningnum sem var hafnað af þjóðinni með 98.2% atkvæða, en lægri vaxtaprósentu.  Allt annað er undirrituð ávísun stjórnvalda sem Bretar og Hollendingar með ofbeldisaðgerðum ESB, fá síðan að fylla út eins og best þykir, og við höfum enga hugmynd um hver reikningurinn á endanum verður.  Það þarf ekki annað en meðal greindan grunnskólanema til að skilja hversu fáránlegt það er að taka áhættu sem slíka.  En að gefnu tilefni eru sumir löglega afsakaðir.

Þeim sem mest er að þakka að þjóðin fékk tækifæri að bjarga sér á sínum tíma og voru heldur betur rægðir af smámönnunum Baugsfylkingarinnar og kommanna voru InDefence, og þeir hafa heldur betur hafnað þessum hörmungarsamningi.

InDefence hópurinn segist ekki styðja Icesave-samninga í óbreyttri mynd. Bent er á að umsögn hópsins til Alþingis hafi ekki falið í sér jákvæða afstöðu og þá hafi enn ekki verið sýnt fram á annað en að kröfur Breta og Hollendinga um ríkisábyrgð séu ólögvarðar.

Tilkynning er svohljóðandi:

„Undanfarna daga og vikur hafa fjölmiðlar og stjórnmálamenn slegið því fram að InDefence hópurinn hafi jákvæða afstöðu gagnvart Icesave III samningunum. Það er rangt.

Þann 10. janúar skilaði InDefence hópurinn umsögn um núverandi Icesave samninga til fjárlaganefndar Alþingis. Umsögnin var einnig afhent öllum þingmönnum.

Í umsögninni er ítarlega fjallað um þá miklu fjárhagslegu áhættu sem núverandi samningar fela í sér fyrir Íslendinga. Sú áhætta er staðfest í öðrum efnahagslegum umsögnum. Í umsögninni er lögð rík áhersla á að til að samningarnir geti talist ásættanlegir sé nauðsynlegt að draga úr þessari áhættu.

Þegar útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans hefjast verður að tryggja að Íslendingar njóti aukins forgangs. Með þeirri breytingu að jafnstöðusamningar (Pari Passu) milli aðila yrðu felldir úr gildi yrði áhættu núverandi og komandi kynslóða Íslendinga mætt að verulegu leyti.

Í umsögninni segir orðrétt:
„Þetta á að vera krafa íslenskra stjórnvalda ef gera á samning án þess að skorið sé úr um lögmæti greiðsluskyldunnar.“ Í samræmi við þessa umsögn, ráðlagði InDefence fjárlaganefnd Alþingis að sameinast um eina breytingartillögu sem hefði minnkað fjárhagslega áhættu þjóðarinnar og skapað meiri frið um Icesave samkomulagið.

Afstaða InDefence hópsins hefur verið skýr og hin sama frá upphafi málsins:

Grundvallaratriði er að samningar um Icesave málið endurspegli þrjú meginatriði:

1. Að ekki sé lögbundin greiðsluskylda að baki kröfum Breta og Hollendinga.   

2. Að samningar feli í sér skipta ábyrgð allra samningsaðila.   

3. Að samningar feli í sér skipta áhættu allra samningsaðila.

Að mati InDefence hópsins endurspegla núverandi samningar ekki þessa þætti með fullnægjandi hætti.“

Það er kostulegt að sjá Baugsfylkingarliða afneita könnunum sem eru þeim ekki hagstæðar, með það í huga að flokkurinn trúir á þrennt,  Evrópusambandið, leiðtoga flokksins Davíð Oddsson og Capasent/Gallup.

Útvarp Saga hefur haldið út könnunum sem hver ip - tala getur aðeins kosið einu sinni, svo að einhverjar kenningar um að þær eru ómark standast ekki skoðun.  Þær gefa góða hugmynd um hver er vilji þeirra sem hafa ákveðnar skoðanir á hverjum tíma, og eru þess vegna tilbúnir að setja sig í samband til að greiða atkvæði.  Segir hugur að ánægja þjóðarinnar með samninginn er  verulega login af Jóni Inga og annarra spunatrúða Baugsfylkingarinnar.  

Núna er verið að spyrja um hvort að Bjarni Benediktsson eigi að segja af sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins?

 JÁ = 72%

NEI = 23%

---------------------

Kannanir gerðar frá svikum Bjarna og félögum.:

Hvaða flokk myndir þú kjósa til Alþingis í dag?

Kýs ekki  =  10.35%
 
Annað = 19.89%
 
Vinstri Græna = 4.57%
 
Sjálfstæðisflokk = 11.56%
 
Samfylkinguna = 6.32%
 
Hreyfinguna = 20.16%
 
Frjálslyndi flokkurinn = 4.44%
 
Framsóknarflokkinn = 20.03%
 
Borgarahreyfinguna = 2.69%
..................................... 
 Fjöldi atkvæða = 747
-----------------------------
 
Sveik Sjálfstæðisflokkurinn í icesave málinu til að tryggja hagsmuni LÍÚ?
 
Hlutlaus  =  0.79%
 
Nei = 13.87%
 
Já = 85.34%
..............................
Fjöldi atkvæða = 390
------------------------
 
Þessar kannanir gefa alveg örugglega vísbendingar um hver er hugur þjóðarinnar, nema náttúrulega hjá Icesave - lúserum krata, komma og sjalla sem hafa af einhverjum ástæðum ekki séð ástæðu að standa á bak við leiðtoga sinna.
  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband