Frá Icesave til ESB með XD

Traust er lítið í íslenskum stjórnmálum. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ekki skilja að flokkurinn þiggur umboð sitt frá félagsmönnum á landsfundi annars vegar og hins vegar frá almenningi í kosningum. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var því skilyrðislaust hafnað að almenningur á Íslandi yrði látinn borga kröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave.

Rök forystunnar fyrir breyttri afstöðu þingflokksins eru veik. Tal um ,,hagsmunamat" og meiri hagsmuni fyrir minni eru loðmulluleg og í ætt við alræmda þjónkun við Samfylkinguna sem varð Sjálfstæðisflokknum að fjörtjóni.

Styrmir Gunnarsson hefur bent þingflokki Sjálfstæðisflokksins á útgönguleið úr völundarhúsi eymdar og volæðis.

Svik í einu stórmáli eru ávísun á önnur og meiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir stærsta bankaráni í Evrópu Páll. Þeir sem leita leiðsagnar hjá forystu flokksins hafa greinilega ekki skilið það ennþá.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 10:31

2 identicon

Meirihluti þingsflokks Sjálfstæðisflokksins hefur tekið skynsamlega afstöðu í erfiðu og flóknu máli. Það mun valda deilum innan flokksins. Þingmenn eru háðir sannfæringu sinni og samvisku. Þeir standa eða falla með ákvörðunum sínum. Það er vitað að fjölmargir Sjálfstæðismenn eru eindregnir Evrópusinnar. Þar eru harðir andstæðingar en meirihlutinn  er opinn og óákveðinn. Sjálstæðisflokkurinn hefur áður skipt um skoðun í mikilvægum málum. Það getur verið að það verði niðurstaðan í Evrópumálunum.(Því miður er það þannig að Styrmir Gunnarsson finnur engar útgönguleiðir hvorki fyrir sjálfan sig né aðra).

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 14:25

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað er "fjölmargir" Hrafn?

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.2.2011 kl. 15:41

4 identicon

Sæll Hjörtur , Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar getur gefið þér greinargóðar upplýsingar um það. Hjá flokksbundnum giska ég á að hlutfallið sé 25% og um 33% af öllum kjósendum. Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið kannað og ég skrái ekki kerfisbundið upplýsingar um sjálfstæðismenn.() Hins vegar er ljóst að hlutfall ESB sinna hækkar eftir því sem fleiri Icesave-andstæðingar segja sig úr flokknum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 17:02

5 identicon

Benedikt Jóhannesson / Bjarni Benediktsson,eru frændur.

Númi (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 18:01

6 identicon

Ég vil benda Hrafni Arnarssyni á að samkvæmt skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins andsnúnir ESB aðild allt að 80 til 85%. Hin 15 til 20% eru samt ekkert endilega fylgjandi aðild heldur hlutlausir eða á báðum áttum. Þannig að í raun er fylgi við ESB aðild sáralítið innan Sja´lfstæðisflokksins. Svipað og sama á við um alla hina stjórnmálaflokkana nema Samfylkinguna að fylgið við ESB aðild er hverfandi og sáralítið. Samt vill drjúgur hluti þessara ESB andsnúnu stuðningsmanna nú úr því sem komið er drífa viðræðurnar af og leyfa þjóðinni að kjósa þetta ESB helsi af okkur sem allra fyrst.

Bendi svo á að síðan Sjálfstæðisflokkurinn tók einarða stefnu gegn ESB aðild þá hefur fylgi hans vaxið stöðugt.

Hinns vegar síðan Samfylkingin sendi inn ESB umsóknina og frá síiðustu kosningum hafa þeir tapað u.þb. 25% af fylgi sínu, eða meiru en nokkur annar stjórnmálaflokkur.

Einnig bendi ég á að þrátt fyrir að fjórði hver stuðningsmaður Samfylkingarinnar hafi yfirgefið flokkinn fr´aí kosningunum þá er samt andstaðan við aðild stöðugt að aukast þar. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum eru aðiens ca 60% sem fylgja forystu Samfylkingarinnar í ESB málinu og uþ.þb. 15 til 20% stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru nú beinlínis gegn ESB aðild.

Þannig er það svo skrítið að í raun er flóttin hvergi meiri frá einum stjórnmálaflokk en einmitt frá Samfylkingunni og þrátt fyrir það er klofningurinn um ESB málin þó eftir sem áður hvergi verri og alvarlegri en einmitt hjá þeim sem eftir sitja hjá sjálfum ESB trúboðsflokknum.

Þetta ætti að vera graf alvarleg staða fyrir Samfylkinguna og ESB trúboðið á Íslandi !

En þeir kjósa frekar að lifa í sjálfsblekkingum um ESB undrin !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 19:53

7 identicon

Sæll Gunnlaugur, hvaða skoðanakannanir sýna 80-85% andstöðu Sjálfstæðismanna við ESB? Vonast eftir greinargóðum upplýsingum. Einnig um skoðanakannanir varðandi Samfylkingu. Góðar kveðjur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 21:09

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hrafn þú spyrð um skoðanakannanir.

Þessar skoðanakannanir sem ég vitna til hafa verið gerðar undanfarna 4 til 5 mánuði samhliða því þar sem spurt hefur verið hvort menn vildu að Ísland gerðist aðildi að ESB eða ekki og þessar kannanir hafa allar sýnt yfir 60% andstöðu og um og yfir 70% andstöðu við ESB aðild ef aaðeins er tekið tilllit til þeirra sem afstöðu taka. Annars orðið nokkuð langt síðan svona afgerandi skoðanakönnun hefur verið gerð.

Ég hef lesið þetta svart á hvítu og það hlýtur þú líka að hafa gert ef þú fylgist eitthvað með. Ég ætla ekki að fara að elta ólar við að hafa uppá þessum könnunum það getur þú sjálfur gert hafir þú áhuga á staðreyndum um þessi mál.

Annað í athugasemd minni s.s. um hraklegt fylgi Samfylkingarinnar kemur fram í síðustu skoðanakönnun sem birt var í fjölmiðlum í gær.

Gunnlaugur I., 3.2.2011 kl. 21:50

9 identicon

Sæll Gunnlaugur, það er leitt að þú skulir ekki nenna að gera þetta fyrir mig. Ég verð þá að hafa fyrir því að finna þetta. Það auðveldar leitina að það eru ekki margir aðilar sem gera skoðanakannanir hér á landi. En ef mig misminnir ekki þá hafa skoðanakannanir sýnt að mikill meirihluti landsmanna vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Annað atriði er að ekki er hægt að skýra breytingar á fylgi flokka með einu máli. Flokkar eru ekki málefnahreyfingar. Kveðjur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband