Íslendingur, hver ert þú?

Sjálfsvitund þjóða er fyrirbæri sem erfitt er að henda reiður á. Norðmenn efna til umræðu um sjálfsvitund vegna endurmats á afstöðunni til Evrópusambandsins. Samkvæmt frásögn Nationen er aðild að ESB orðið léttvægt atriði í norskri heimssýn.

Um sjálfsvitundina sagðist á fundinum

Når det gjelder norsk identitet, er det en ting som er ekstremt viktig. Vi har det alle, enten vi vil snakke om det eller ikke. Identitet er en nødvendighet ved det sosiale. Og den er ekstremt politisk. Hvis man vil ha et kollektiv til å handle, må man gi det kollektivet en identitet.

Íslensk sjálfsvitund var til umræðu um miðja öldina síðustu. Sigurður Nordal skrifaði í bókinni Íslensk menning að hún væri um vanda þess og vegsemd að vera Íslendingur. Samtíðarmaður Sigurðar, Gylfi Þ. Gíslason, birti ritgerðarsafn svo seint sem árið 1994 með sömu tilvísun.

Á síðari árum ber minna á umræðunni um sjálfsvitund okkar. Kannski þess vegna að við misstum okkur í útrásina.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umræða um sjálfsvitund þjóða er stórhættuleg - Hitler sameinaði Þjóðverja, bjó til kollektíva vitund.

Norsk sjálfsvitund er eiginlega hrikaleg tilhugsun.

Sigurður Nordal vann hér ómælanlegan skaða með furðuhugmyndum sínum um íslenska menningu sem ýttu undir stærilætið og hrokann sem leiddi til þjóðarhrunsins.

Úff.   

Karl (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 08:23

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvar er sjálfsvitund þjóðar sem opnar land sitt fyrir óheftum innflutningi hverslags framandi kynstofna og trúarhópa?

Halldór Jónsson, 3.2.2011 kl. 13:12

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Bókin hans Gylfa Þ. sem þú vitnar í er öllum holl lesning.

Enginn þjóð fær staðist án þess að hafa góða sjálfsvitund og einnig þarf hún að vera stolt af sjálfri sér.

Íslendingar hafa sýnt ákveðna styrkleika, þeir koma helst fram í dugnaði og elju, benda má á hversu vel okkur tókst að skapa hér velferðarsamfélag í fremstu röð.

Samlíking við Hitler er út í hött, íslendingar hafa enga löngun til þess að sölsa undir sig aðrar þjóðir, það felast góðir kostir í fámenninu, einnig er fáránlegt að koma eigin þjóð undir aðrar þjóðir eins og ESB sinnar vilja.

Þótt þjóðin sé stolt af sjálfri sér, þá þýðir það ekki að hún geti ekki litið til kosta annarra þjóða og lært af þeim.

Það er stór munur á stolti og heimsku.

Jón Ríkharðsson, 4.2.2011 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband