Ögmundur með líf stjórnarinnar í hendi sér

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. mun ekki þola afsögn Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Þar með væri heiðarlegi hluti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs allur kominn í stjórnarandstöðu og stjórnarmeirihlutinn falinn. Afstaða Björns Bjarnasonar til afsagnar Ögmundar er skiljanleg. Björn er yfirlýstur andstæðingur vinstristjórnarinnar.

Aftur á móti er undarlegra hvernig Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar skrifar um innanríkisráðherra og gerir honum tvo kosti, að draga tilbaka gagnrýni á forsætisráðherra eða segja af sér.

Það skyldi þó ekki vera að Samfylkingin sé að leita að ástæðu til að slíta stjórnarsamstarfinu?


mbl.is Tekur undir kröfur um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ögmundur á að segja af sér vegna vanhæfis og Stjórnlagaþingsklúðri.

Burt séð hvað Björn, Þorsteinn eða Ólína segja.

Ef Ögmundur er svo heiðarlegur einsog þú segjir þá á hann að segja af sér.

En hann gerir það að sjálfsögðu ekki... enda óheiðarlegur með eindæmum.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.2.2011 kl. 14:22

2 identicon

Nú reynir á Ögmund.

Er hann prinsippmaður sem virkilega vill innleiða hérna nýtt samfélag og nýjar vinnureglur eða er hann prinsipplaus valdasjúklingur eins og allir hinir?

Ég hallast að því að hann sé prinsippmaður.

Hann hlýtur því að segja af sér.

Í öllum lýðræðisríkjum væri nú þegar búið að knýja hann til þess.

Ögmundur á ekki að bíða þess og því að segja af sér án tafar.

Hann tími er ekki liðinn í pólitík.

Karl (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 14:39

3 identicon

Það var Bridsklúbburinn í Hæstarétti sem klúðraði málum. Um það eru allir að verða sammála. Á Ögmundur að segja af sér, fyrir þær sakir að Hæstiréttur gerðir mistök? Af hverju sagði Davíð ekki af sér eftir öryrkjadóminn? Björn Bjarna eftir jafnréttisdóminn? Og svo framvegis. Á það að vera reglan í framtíðinni að pólitískt skipaður Hæstiréttur ræður hver skipar ríkisstjórn hverju sinni?

marat (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 14:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

sammála Marat, nema að Hæstiréttur gerði ekki mistök, þetta var vísvitinandi hryðjuverk til að koma ríkisstjórninni á kaldan klaka. 'Eg er ekki fylgismaður ríkisstjórnarinnar, en ég hef ógeð á hryðjuverkum og baktjaldamakki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2011 kl. 15:12

5 identicon

TRÚLEGT að Björn Bjarnason hefði sagt af sér ef hann hefði verið í þessari stöðu, eða þannig!! 

Ég held að lagasetningin á Alþingi hafi klúðrast og sé því á ábyrgð allra flokkanna fjögurra sem stóðu að því að samþykkja það en þetta hafi lítið með Hæstarétt að gera, þó þar séu nokkrir kunnir flokksgæðinar bláu handarinnar.  Hann dæmir bara eftir lögum.  En það er rétt að það er furðulegt að Ömmi, þessi mikli réttlætismaður, skuli ekki sjá neitt athugavert við þennan dóm þar sem þetta klúður er að miklu leyti á hans ábyrgð.

Skúli (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband