Stiglitz: Ísland gerði rétt, Írland allt rangt

Bloomberg-fréttastofan veitir kreppustjórnun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde uppreisn æru í ítarlegri fréttaskýringu. Þar er haft eftir nóbelsverðalaunahafa í hagfræði, Joseph Stiglitz, að Ísland hafi gert rétt í því að setja bankana í gjaldþrot á meðan Írland fór þá kolröngu leið að bjarga bankakerfinu.

Krónan er annar mikilvægur þáttur í endurreisninni. Ísland gat lækkað kostnað innanlands og aukið samkeppnishæfni atvinnulífsins á meðan Írlandi eru allar slíkar bjargir bannaðar enda með evru sem gjaldmiðil.

Haft er eftir Birnu Einarsdóttur í Íslandsbanka að útlendingar eru viljugir að lána okkur þótt erlendir bankar hafi tapað á gjaldþroti þeirra íslensku og Icesave-málið sé enn óleyst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Stiglitz segir að íslensk stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun þegar þau ákváðu að ábyrgjast ekki skuldir bankanna.

Það ætti að vera ljóst að íslensk stjórnvöld gerðu allt sem þau gátu til að koma í veg fyrir hrun krónunnar og fall bankanna.  Seðlabankinn varði krónuna með sífeldum hækkunum á stýrivöxum og meðal annars á sölu á krónubréfum til erlendra aðila í mars 2008.  Allt 2008 lánaði Seðlabankinn íslensku bönkunum bæði krónur og gjaldeyri þar til bankinn sjálfur varð gjaldþrota.  Við skulum ekki gleyma hinni "frábæru" tilraun Seðlabankans að festa krónuna mv 131 ISKEUR.

Þegar talað er um að Ísland hafi ákveðið að láta bankana á hausinn og leyfa krónunni að hrynja, þá er það einfaldlega rangt.

Lúðvík Júlíusson, 1.2.2011 kl. 12:01

2 identicon

Einungis innlendri starfsemi var bjargað en það var brot af heildarstarfsemi bankanna. Erlendar skuldbindingar þeirra voru látnar gossa (Fyrir utan Icesave sem var bara lítill hluti af þeim) og þær voru yfirgnæfandi meirihluti af efnahagsreikningnum (Samanlagður um 14.000 milljarðar allra bankanna þriggja). Þær mynda þrotabú gömlu bankanna. Þá má því vel kalla svo að gömlu bankarnir hafi verið látnir gossa, það er nær lagi en að svo hafi ekki verið.

Af efni pistilsins má einnig gera ráð fyrir að Páll sé að fjalla um ráðstafanir frá og með október 2008.

Mér sýnist því að Lúðvík hafi rangt fyrir sér, en hann gæti auðvitað bara rætt þetta við Stiglitz og þá kæmi í ljós hver hefði betur.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 12:26

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þorgeir, ég var ekki að gagnrýna Stiglitz.  Ég var einfaldlega að benda á að í greininni segir Stiglitz að það hafi verið rétt af Íslenskum stjórnvöldum að ábyrgjast ekki skuldir bankanna.

“Iceland did the right thing by making sure its payment systems continued to function while creditors, not the taxpayers, shouldered the losses of banks,” says Nobel laureate Joseph Stiglitz, an economics professor at Columbia University in New York."

Íslensk stjórnvöld reyndu allt sem þau gátu til að bjarga bönkunum frá hruni(og þar með talið skuldum bankanna) þar til allir peningar, erlendur gjaldeyrir, og lánalínur voru búnar.  Það var ekki tekin vísvitandi ákvörðun um að bjarga ekki bönkunum eða láta krónuna falla.  Það var afleiðing af "gjaldþroti" Seðlabankans og fjárþurrð ríkissins.

Íslensk stjórnvöld gripu ekki til þess ráðs að lýsa yfir ábyrgð á öllum skuldum bankanna.  Sem betur fer, en það er aldrei að vita nema þau hefðu gert það ef þau hefðu bara getað.

Lúðvík Júlíusson, 1.2.2011 kl. 12:59

4 identicon

Stiglitz eins og margir aðrir hagfræðingar falla í þá gryfju að tala um "val" Íslands. það var aldrei val því enginn möguleiki var til staðar á að bjarga ónýtu bankakerfi með skuldir upp á tífalda landsframleiðslu á bakinu. annað sem enginn af þessum spekingum tekur til greina er að þegar írsk stjórnvöld tóku ákvöðrum um sína ríkisábyrgð byggðu þau á kolröngum upplýsingum frá eigin bankakerfi. það var ekki fyrr en löngu síðar að réttar upplýsingar lágu fyrir og að staðan var helmingi verri en stjórnvöld töldu hana vera þegar ákvörðunin var tekin.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband