Aðildarsamningur Íslands breytir ekki ESB

Aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu hófst með lygi. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands, Össurar Skarphéðinssonar, dagsett þann 27. júlí 2010 við upphaf viðræðna milli Íslands og Evrópusambandsins segir í grein 11

Íslenska ríkisstjórnin stendur þétt að baki því ferli sem við nú hefjum.

Íslenska ríkisstjórnin stóð ekki og stendur ekki þétt að baki ferlinu sem hóst með því að Samfylkingin knúði Vinstrihreyfinguna grænt framboð til að svíkja kjósendur sína og stefnuskrá þann 16. júlí 2009 þegar alþingi samþykki með 33 atkvæðum gegn 28 að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Lygi og blekkingar eru samofnar ferlinu sem hófst sumarið eftir hrun. Það var látið svo heita að Ísland væri á leið í óskuldbindandi viðræður þegar fyrir liggur skriflegt og svart á hvítu að Evrópusambandið býður aðeins upp á aðlögunarferli inn í sambandið. Upp á síðkastið hefur sambandið hert á aðlögunarkröfunum.

Til að afvegaleiða umræðuna tefla aðildarsinnar fram þeim rökum að við verðum að sjá aðildarsamning áður en við getum hafnað aðild. Rökin eru höfð í frammi til að halda lífi í ferlinu. Á móti má spyrja hversu líklegt að sé að 500 milljón manna Evrópusamband breytist við að 300 þúsund íslenskar sálir gangi þar inn?

Þrír þingmenn þriggja flokka hafa á alþingi lagt fram þingsályktunartillögu um að afturkalla umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í greinargerð segir meðal annars

Því er ljóst að vilji er til frekari samruna innan Evrópusambandsins og að sjálfstæði þjóðanna innan sambandsins mun minnka á komandi árum. Enn frekara fullveldisafsal blasir því við aðildarþjóðum Evrópusambandsins og ljóst er að Ísland sem aðildarríki að sambandinu mundi litlu sem engu ráða um eigin málefni, hvorki hvað varðar fjárlagagerð né efnahagsmál almennt, hvað þá önnur málefni. Slík framtíðarsýn er ekki það sem íslenska þjóðin þarf á að halda í dag.

Þingsályktunartillaga þremenningana er ábyrg afstaða til máls sem var vanhugsað af stjórnvöldum frá upphafi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband