Samfylkingin: Auðlindirnar til Magma og Brussel

Samfylkingin afhenti Magma HS-Orku á silfurfati og vill fyrir hvern mun að kanadíski raðbraskarinn Ross Beaty maki krókinn á orkuauðlindum þjóðarinnar. Ólína Þorvarðardóttir talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum hefur sagt fullum fetum að fyrningaleiðin í sjávarútvegi sé forsenda þess að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Og einu sinni komin í Evrópusambandið þurfum við ekki að hafa áhyggjur af landhelginni og fiskimiðunum því Evrópusambandið tekur málaflokkinn yfir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra stendur að atlögu að þjóðarhagsmunum. 

 


mbl.is Ögurstund í sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti halda af ræðunni að dæma að konan væri ekki forsætisráðherra Íslands og hefði engin völd - dæmigert lýðskrum á samfylkingarfundi því miður

Grímur (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 16:39

2 identicon

þá hefur Jóhanna enn og aftur og núbúin kastað sinum nýasta  grjóthnullungi i þjóðina úr sinu Glerhúsi  !    Og hvert vill þjóðin nú , Líú og Sjálfstæðismenn  eða Samfylkinguna og  JÁJ  ???   það er ögurstund  ja , og hangir margt á fúaspitunni , ESB og fl. ja . En segi eins og seðanankastjóri um sölu Sjóvá  , má ekki láta uppi vegna  ?? en vond er lyktin , oojjjjj

ransý (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 16:52

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefur Ólína sagt hvað? Hvar getur þú vísað í þessi ummæli Ólínu?  Bendi þér á að Samfylkingin einkavæddi ekki HS orku. Það var ákvörðun Alþingis. Það var Reykjanesbær sem seldi Geysir Green sem og fleiri sveitarfélög. Það var nú ekki síðasta ár ljóst hvort að Ríkið hafði bolmagn til að kaupa hluta Orkuveitunar en það var jú bara 15 eða 20% hlutur og það var Steingrímur sem var að reyna að ná samningum um það en það tókst ekki enda ríkið þá varla aflögufært. Það er nú frekar við sem eru að kaupa okkur inni í félög erlendis. Og Brussel á ekki neinar auðlindir. Þú ert allt of klár maður til að leggja svona á borð fyrir fólk.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2011 kl. 16:57

4 identicon

Þetta er ljóta vitleysam sem þú lætur úr þér maður.

Sægreifarnir eru búnnir að maka krókinn avo ærlega síðustu áratugi.  Og ætla sér að halda verkalýðnum undir járnhælnum "no matter what"

Loksins þegar sjómenn eru að fá mannsæmandi laun fyrir sína erfiðisvinnu, fær landverkafólkið EKKI NEITT.  Þ.E fólkið sem vinnur úr afurðunum.  NEI skríllinn skal láta sér nægja lúsarlaun á meðan greifarnir fitna eins og púkinn á fjósarbitanum.  Hvar er réttlætið þar?

Réttast væri að taka ALLT sem þessir GLÆPAMENN eiga og henda þeim úr landi og allann sjálfstæðisflokkinn með í leiðinni.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 17:23

5 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála þér Páll.

Hverjar eru auðlindir Íslendinga ? Eru þær bara í sjónum ? Hvort sem menn horfa á hlutina í gegnum bjórkrús eða ekki, þarf að hugsa þetta þjólindatal til enda. Vilja menn samyrkjubúskap í og við landið að hætti kommúnista??

Svo er spurning, hvort vinstraliðið hafi ekki heyrt málsháttinn ,, að hengja bakara fyrir smið " ??

Björn Jónsson, 29.1.2011 kl. 18:04

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ríkisstjórn Geirs H. Haarde ber ábyrgð á upphafi braskvæðingar orkuauðlindanna og Samfylkingin var í þeirri ríkisstjórn.

Ólína tengdi fyrningarleiðina við inngöngu í ESB, sbr. frétt í RÚV sem hlekkjað er á í færslunni.

Páll Vilhjálmsson, 29.1.2011 kl. 18:20

7 identicon


Nú veit ég ekki hvort eða hversu vel Baugsfylkingarblogglúðrarnir að ofan hafi kynnt sér þau mál sem þeir tjá sig um, en þá vill nú svo til að ef þeir kynntu sér stefnumál og samþykktir Sjálfstæðisflokksins, þá má nokkuð auðveldlega finna sannleikann um þeirra stefnu varðandi auðlindirnar eignarrétt þjóðarinnar á þeim. Þar að segja ef sannleikurinn má eyðileggja fyrirtaks lygaspunann?

Er ekki viss um að það er nokkrum hollt að éta upp úr hálfsturluðum forsætisráðherra sem orgar að "íhaldið" sé "skíthrætt" við að ráðgjafaþing áhugamanna leggi til að ákvæðum um eignarhald á auðlindum verði bætt í stjórnarskrá?

Trúir einhver að hún frekar en Baugsfylkingin meini orð að því lýðskrumi sem þau egna fyrir einföldum kjósendum þeirra, og hvað þá Steingrímur 180°....???

Sá ég spóa suður í móa........!!!


Landsfundur "íhaldsins" vonda hefur fyrir góðum tíma síðan samþykkt að auðlindir eigi að vera í þjóðareign og meðal annars fengið samþykkt og sett inn í stjórnarsáttmála undangenginna ríkisstjórna sem hann hefur leitt.

Getur verið að sú hvíthærða froðufellandi
hafi svona miklar áhyggjur af því að hún heilög Jóhanna og Steingrímur J. bera alla ábyrgð á mesta hryðjuverki sem hefur verið framið í sjávarútvegsmálum fyrr og síðar, sem er að koma kvótakerfinu með frjálsu framsali kvóta á er ekki ósennilegt, og verra er að þar kom "íhaldið" hvergi nálægt þeim gjörningi.

Algerlega á ábyrgð Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, núverandi vinstriflokkanna og Framsóknarflokks.

Margir "hrunsérfræðingar" fullyrða að sá svíðingsgjörningur hafi verið það sem hratt á stað þeirri óheillaþróun eins og bankaránum auðróna með aðstoð stjórnmálastéttarinnar sem endaði síðan í hruninu.

Hafa þau froðufellandi heilög Jóhanna og Steingrímur 180° beðið þjóðina afsökunar á að hafa verið þau sem bera alla ábyrgð á mesta hryðjuverki gagnvart þjóðinni fram að hruni?  Minnist þess ekki.  Ætli þau séu menn til þess?  Örugglega ekki.  Þau finna einhverjar druslur til að skella skuldinni á eins og venjulega. 

Jóhanna Sigurðardóttir er óumdeilanlega mesti skaðvaldur sem þjóðin hefur eignast fyrr og síðar, og þá með Jóni Ásgeiri (mútu)styrkgreiðanda hennar og ráðherra Baugsfylkingarinnar meðtöldum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 18:34

8 identicon

Aðferðafræðin hjá Samfylkingunni er að búa til óvini.  Þetta er sama aðferðafræði og kommúnistar notuði, skólabókardæmi.  Þetta skilja þeir sem hafa lesið bók Þórs Whitehead, Sovét-Ísland.  Gömlu kommarnir vildu Sovét-Ísland en Samfylkingin vill ESB-Ísland.  Afsal fullveldis og auðlinda í báðum tilfellum.  ESB trúarofstækis menn eru ekkert öðruvísi en Sovét trúarofstækis menn.  Hafa það sameiginlegt að það gengur ekkert að rökræða við þá og svo nota þeir sömu áróðurstækni, finna óvini hvort sem það er Davíð eða sjómenn og útgerðarmenn.  Þessir nútíma óvinir Íslands (sem hirða ekki einu sinni að standa á rétti Íslands í Icesavemálinu) eru ekkert öðruvísi hugsandi um land og þjóð en gömlu kommarnir.

Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 18:53

9 identicon

Það er hverjm manni orðið ljóst að meginmarkmið þessarar ríkisstjórnar er leynt og ljóst að gera landið að bananalýðveldi, ekki að það sé svo sem komið með annann fótinn í þann hóp!

Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 19:09

10 identicon

Ekki í fyrsta sinn sem nafni minn Vilhjálmsson talar tóma þvælu og örugglega ekki síðasta heldur.

Páll (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 19:46

11 identicon

Vá...  Mætti halda að ég væri að skrifa á halelújasamkomu hjá krossinum...
OK.  Hver af ykkur er davíð Oddson og hver er rassasleikirinn hann Hannes

Jón Ingi (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 19:58

12 identicon

Ja hérna.

hvílík snilld. Á hvaða blaði vinnur þú eiginlega?

Jónas Kr. (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband