Bruðlað í gæluverkefni

Nær 300 milljónir króna í stjórnlagaþing og tveir til þrír milljarðar í umsókn um aðild að Evrópusambandinu eru peningar sem mætti nota til að halda sjúkrahúsum á landsbyggðinni opnum, mennta unga fólkið og láta löggæsluna ekki blæða út.

Forgangsröðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er kolröng. Þjóðin hefur hvorki áhuga á stjórnlagaþingi Samfylkingar né umsókninni eins og fram hefur komið í skoðanakönnun Eyjunnar.

Jóhanna hótar að halda áfram með stjórnlagaþingið. Verði henni að góðu.


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Gleymum ekki ICESAVE.  Gæti orðið 500 MILLJARÐAR ef ólöglega hrollvekjan og gæluverkefni núverandi stjórnar kemst í gegn.

Elle_, 28.1.2011 kl. 21:27

2 Smámynd: Ragnar Einarsson

Stjórnlagaþing er nauðsynlegt aðhald,,,annars missir almenningur sennilega restina af auðlyndunum í einkavinavæðingu.

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 21:54

3 identicon

Það að kunna að taka ábyrgð er frumskylda þess að teljast fullorðinn einstaklingur, í öllum menningarheimum hér á jörð, og hefur alltaf verið. Sá sem gerist það ekki, telst ekki fullorðinn, eitthvað hefur farið úrskeiðis, og viðkomandi aldrei tekið út eðlilegan þroska. Margir ná áttræðisaldri án þess að fullorðnast. Barnanna er sakleysið, ábyrgðin hinna fullorðnu. Hin "sí-saklausa" Jóhanna er einfaldlega ekki fullorðinn manneskja, heldur eitthvað minna en það.

Að kunna að biðjast afsökunar er aðalatriðið sem skilur að siðmenntaðan einstaklinginn og ósiðmenntaðan. Þannig er það út um allan heim, meðal allra þjóða og menningarheima, á öllum tímum. Siðmenntaður heldri herramaður segir "afsakið" ef hann rekst utan í þig á götu. Götustrákurinn riðst framúr þér. Kurteis starfskraftur segir "Afsakið" ef hann gerir mistök. Manneskja sem er ekki starfi sínu vaxin gerir það ekki. Góður eiginmaður segir "fyrirgefðu mér", ef hann særir óvart tilfinningar konu sinnar, ruddi sem ætti frekar að vera einn gerir það ekki.

Það er frumskilyrði til farsælla stjórnmála að stjórnmálamenn okkar séu siðmenntað fólk, en ekki barbarar og hellisbúar, götustrákar og portkonur sem kunna enga mannasiði. En þetta lið kann þá ekki, tekur því ekki ábyrgð, enda ekki fullorðið, og telst því ekki siðmenntað. Með örfáum undantekningum eins og hinni virðulegu frú Lilju Mósesdóttir, þeirri kurteisu, hámenntuðu, fullorðnu, reisulegu, virðulegu og siðmenntuðu frú, sem baðst afsökunar með reisn, og sem götustúlkan Jóhanna, hin ruddalega og ófágaða, sem kann enga mannasiði og hefur enga ábyrgðartilfinningu bliknar í samanburði við. 

næturvaktin (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband