Afsögn ríkisstjórnarinnar skapar vissu

Eina rökrétta niðurstaða úrskurðar Hæstaréttar um að stjórnlagaþingið sé ólögmætt er að ríkisstjórnin sem ber ábyrgða á málinu segi af sér. Stjórnlagaþingið er andvana fædd tilraun vinstriflokkana til að höggva að rótum stjórnskipunar landsins.

Stjórnlagaþingið er tvöfalt afhroð ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi kusu aðeins þriðjungur kosningabærra manna og í öðru lagi var kosningin ógild.

Steindautt stjórnlagaþing er í fangi ónýtrar ríkisstjórnar sem á að segja af sér hið bráðasta.


mbl.is Skapa þarf vissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Landskjörstjórn ber mesta ábyrgð en hún starfar á vegum Alþingis

26.1.2011 Fréttir

Gunnar_Helgi_Kristinnsson

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að landskjörstjórn hljóti að íhuga stöðu sína í ljósi hæstaréttardómsins í gær sem ógilti niðurstöður kosninga til Stjórnlagaþingsins. Hann bendir á að þótt menn vilji kenna ríkisstjórninni um virðist vera sem lögin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur framkvæmdin. Meginábyrgðin liggi hjá kjörstjórn. ,,Landskjörstjórn er kosin hlutfallskosningu á Alþingi. Þetta er nefnd á vegum þingsins en ekki framkvæmdavaldsins og þingmenn bera því ábyrgðina. Ef menn ætla að kenna ríkisstjórninni um þá þurfa þeir að færa rök fyrir því. Hugsanlega var hraðinn of mikill, og mikill þrýstingur á að klára þetta verkefni á stuttum tíma. Það er ekki heppilegt þegar um er að ræða tilraunaverkefni sem á sér engar skýrar fyrirmyndir. En auðvitað hefði kjörstjórnarfólkið sjálft átt að stíga á bremsurnar ef svo var.“

Allir kostir vondir

Gunnar Helgi segist sammála forsætisráðherra um að það séu aðeins þrír kostir í stöðunni. Þeir séu hinsvegar allir vondir. Versti kosturinn væri að hætta við Stjórnlagaþingið en það gæti grafið um sig eins og mein í þjóðarsálinni. Það verði aldrei sátt um slíka ákvörðun. Annar kostur er að kjósa að nýju en það geti haft verulega ókosti í för með sér. Annars vegar gæti kjörsókn orðið minni en hún var og hún var mjög lítil fyrir. Það myndi rýra trúverðugleika þingsins meira en orðið er burtséð frá miklum kostnaði. Þá gætu úrslitin riðlast mjög mikið og það gæti skapað ringulreið.

Þingið skipi fulltrúanna með lögum

Gunnar Helgi telur að vænlegasti kosturinn sé að Alþingi undirbúi ný lög um Stjórnlagaþing, þar sem útgangspunkturinn sé að þeir sem hlutu kosningu á þingið verði skipaðir fulltrúar. Hann segir að þetta sé einfaldasta og heppilegasta leiðin en það sé þó annað mál hvort hægt verði að ná um hana samstöðu. Menn verði þó að horfa til þess að enginn hafi efast um að þau atriði sem urðu til þess að ógilda þingið hefðu nokkru breytt um niðurstöðu kosninganna.

Gunnar Helgi bendir á Stjórnlagaþingið hafi ekki verið annað en ráðgefandi samkoma gagnvart Alþingi. Samkvæmt stjórnarskrá hafi ekki verið hægt að framkvæma þetta öðruvísi. Þingið megi ekki framselja vald til að breyta stjórnarskrá samkvæmt íslenskri stjórnskipan og því sé einfaldast að greiða úr málinu þar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 15:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er merkilegt að vitna til "álits" Gunnars Helga Kristinssonar, sem alltaf er á sömu skoðun og Samfylkingin.

Hann meira að segja leggur til að sett verði lög um að skipa þá sem efstir urðu í ólöglegu kosningunum.  Á þeim voru svo margir annmarkar að ekki er hægt að fullyrða að niðurstaðan hefði ekki orðið önnur, ef löglega hefði verið staðið að kosningunum.

All er þó reynt af ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar til að koma ábyrgðinni af ríkisstjórninni og á einhvern annan.  Það dugar bara ekki, því ríkisstjórnin ber ábyrgð á allri framkvæmdinni og Landskjörstjórninni ekki síður en öðrum, sem að þessari lögleysu stóðu.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 15:43

4 identicon

Ég er trúlega ein af mörgum  kjósendum sem ekki er með á hreinu hvenær ríikisstjórninni ber samkvæmt núgildandi lögum að segja af sér.

Aglaa (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 15:46

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Helvítis bull er þetta Páll að stjórnlagaþing sé atlaga að stjórnskipun landsins.  Þvert á móti er ætlunin að treysta stjórnskipunina

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.1.2011 kl. 15:53

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það myndi alla vega skapa vissu ef ríkisstjórnin lýsti því skorinort yfir hvort hún ætlar að skella skuldinni á Sjálfstæðisflokkinn, Hæstaréttardómarana eða Landskjörnstjórn.

Kolbrún Hilmars, 26.1.2011 kl. 15:58

7 identicon

Stjórnlagaþingið og allt það brambolt á ekkert erindi uppá dekk - eins og sakir standa.  Við erum upp fyrir haus við að koma þjóðfélaginu í gegnum erfiðan skafl.  Stjórnarskráin og breyting/endurgerð hennar eru ekki viðfangsefni nr. 1 í íslensku samfélagi. Tillagan um stjórnlagaþingið og samþykkt þessar ótímabæru kosningar var ekkert annað en dúsa uppí almenning - til þess eins að leiða athyglina frá verkefnum dagsins sem eru ekki í ásættanlegum farvegi.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 16:27

8 identicon

Hrafn vitnar í annan hlutlausan Baugsfylkingarháskólasérfræðing Gunnar Helga Kristinsson.

Hefur Hrafn ekki mikinn áhuga á að birta skrif Hannesar Hólmsteins (ef hann hefur tjáð sig um málið) svo hann geti vitnað í annan hlutlausan fræðimann úr háskólanum....  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 17:24

9 identicon

Þessi stjórn með sína "ábyrgu" og opnu landsstjórn er orðin alveg laus við nokkuð sem gæti nálgast það að kallast trúverðug.

Það er eins og áður hjá samfylkingu.  Það er sjálfstæðisflokkurinn sem um er að kenna.  ....Meira að segja stjórnlagaþingsvitleysan hennar Jóhönnu sem var svo ekki einu sinni hægt að framkvæma á löglegan máta.

Hvenær ætlar einhver úr þessari stjórn að bera ábyrgð?  Þarf það að gerast með tvöfalt skófar á botninum?

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 17:52

10 identicon

þvilik langavitleysa  og öllum til skammar Bæði þeim sem til stofnuðu ! ,spila ruglið fullu  og hinum sem á horfa og lálta þar við sitja !

ransý (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband