Óstjórn verður ógnarstjórn

Forsætisráðherra hótaði í dag að  nota meirihluta alþingis til að kjósa stjórnlagaþingsfulltrúa sem fengu ólögmæta kosningu samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Forsætisráðherra sem gerir beina árás á þrískiptingu ríkisvaldsins, sem frá frönsku stjórnarbyltingunni er hornsteinn lýðræðisins, er orðinn ógnvaldur samfélagsins sem hann á að þjóna.

Ógnarorðræða Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra í dag og frýjunarorð um að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi verið undir í stjórnlagaþingkosningum sýna að dómgreindarleysi æðsta ráðamanns þjóðarinnar.

Íslendingar búa við ógnarstjórn forsætisráðherra án dómgreindar sem leiðir stjórnmálaflokk án siðferðiskenndar. Hversu lengi getur vont versnað?


mbl.is Lætur þingið stjórnast af ótta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta "stjórnlagaþing" var í raun aldrei annað en ráðgjafahópur. Valdalaus.

marat (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 23:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég beið bara eftir að hún færi úr skónum,til að berja í púltið,svona eins og Krutstjóv gamli gerði á Alsherjarþingi Sameinuðuþjóðanna.

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2011 kl. 23:37

3 identicon

Reyndar sýndi Jóhanna sig i rettu ljósi i kvöld og ótrúlegt ef allir hafi ekki seð það og se ekki hennar persónuleiki meiri en þetta ,dómgreind eða virðing fyrir sjálfri ser  ,þá er fær hun 0,0  hja almenningi endanlega ef hun lætur sig ekki hverfa af Alþingi núna  !   

ransý (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 01:01

4 identicon

Vinstra réttlæti er sem sagt betra en það hægra. Vinstri slagsíðunni í þjóðfélaginu lætur sér það í léttu rúmi liggja. Af því að. Það er betra. Fyrir Jóhönnu og ÞAÐ. Þegar Hæstiréttur fellir dóm sem vinstra er hagfellt þá er það rétt. Þegar Hæstiréttur fellir dóm sem vinstra er óhagfellt þá er það rangt. Allar kanónur eru ræstar út, háskólinn (fréttir ruv) og háborð menningarinnar (facebook-félagar 101) sem lýðinn leiðir - og þakkar auðmjúklega fyrir það eitt að vera VINUR. Eigum við að setja LIKE á það?

Helgi (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 01:38

5 identicon

Við búum hér við ógnarstjórn fáráðlinga, siðleysingja og stalínista.

Karl (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband