Össur lofaði ESB stjórnlagaþingi vegna umsóknar

Stjórnlagaþingið átti að greiða götu stjórnarskrárbreytinga sem eru nauðsynlegar áður en Ísland verður aðili að Evrópusambandinu, eins og Samfylkingin stefnir að. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá í haust kemur fram að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lofar Evrópusambandinu að stjórnlagaþing muni auðvelda stjórnarskrárbreytingar. Orðrétt segir í skýrslunni

Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations.

Össur verður líklega að gera sér ferð til Brussel að útskýra stjórnmálaástaðið á Íslandi og hver staðan er í Evrópumálum.

 


mbl.is Ábyrgð hjá framkvæmdavaldi og landskjörstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er hollt að láta minna sig reglulega á landráðastefnu Össurar. Ekki verra þegar stutt beinum tilvitnunum.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2011 kl. 20:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations."

Sannarlega hljómar þetta eins ískyggilega í eyrum sannara Íslendinga eins og það virðist lofa góðu fyrir yfirráðasjúkt Evrópusambandið, sem ÆTLAR SÉR, sagði það sjálft, að breiða sig út um ALLA Evrópu! (Source or reference readily available.)

En Össur hafði þegar markað sér þennan völl, Ragnheiður, sbr. grein mína: Er stjórnin sek um landráð?

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 20:38

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ragnhildur mín Kolka, fyrirgefðu nafnabrenglið.

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 20:39

4 identicon

Hvenær ætla Íslendingar að hætta að haga sér eins og sauðir og gera uppreisn gegn þessum landráðum?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 20:45

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt fyrirfram ákveðnum atriðum sem ræð skal og fest eru í lög um stjórnlagaþing af Jóku og co, þá er þetta atriði númer 7 í upphafi laganna. Þetta atriði er megintilgangur þessa sirkuss og annað sýndargjörningur, eins og augljóslega má sjá á umsögninni frá Brussel.

Þessu ógeðslega leynimakki, spuna og undirferli í garð þjóðarinnar, verður að stoppa.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2011 kl. 21:04

6 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Góður punktur Páll.

Eyþór Laxdal Arnalds, 25.1.2011 kl. 21:57

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætlaði ekki að svíkja lesendur þína, Páll, um þá heimild, "source, or reference," sem ég nefndi hér ofar, um að markmið útþenslustefnu ESB er ÖLL Evrópa. En þetta er dagljóst af samþykktum ESB. Í 'Joint Declaration: One Europe', sem er partur af FINAL ACT TO THE TREATY OF ACCESSION TO THE EUROPEAN UNION 2003 (vegna tíu nýrra meðlimaríkja*), segir m.a. (ýmislegt snakk og fagurmæli eru þar, en takið sérstaklega eftir þeim kjarnaatriðum sem ég hef feitletrað):

• "Today is a great moment for Europe. We have today concluded accession negotiations between the European Union and Cyprus, the Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Malta, Poland, Slovakia and Slovenia. 75 million people will be welcomed as new citizens of the European Union.

• We, the current and acceding Member States, declare our full support for the continuous, inclusive and irreversible enlargement process. [Takið eftir: Það stækkunarferli ESB er "irreversible", óviðsnúanlegt, það verður ekki til baka snúið! Innsk. JVJ.] The accession negotiations with Bulgaria and Romania will continue on the basis of the same principles that have guided the negotiations so far. The results already achieved in these negotiations will not be brought into question. Depending on further progress in complying with the membership criteria, the objective is to welcome Bulgaria and Romania as new members of the European Union in 2007. We also welcome the important decisions taken today concerning the next stage of Turkey's candidature for membership of the European Union. [Þeir líta án alls vafa sömu augum á stefnu sína að innlima Ísland, eins og þeir gerðu þarna varðandi Búlgaríu og Rúmeníu, þ.e. að niðurstaðan sé óumbreytanleg. Innsk. JVJ.]

• Our common wish is to make Europe a continent of democracy, freedom, peace and progress. The Union will remain determined to avoid new dividing lines in Europe and to promote stability and prosperity within and beyond the new borders of the Union. We are looking forward to working together in our joint endeavour to accomplish these goals. [Hugsið síður um fagurmælin en það markmið, sem í þessu felst raunverulega og kristallast í lokasetningunni hér á eftir. Innsk. JVJ.]

• Our aim is One Europe."

– Já, góðir lesendur, þarna sést markmiðið svart á hvítu. Það er að innlima öll lönd álfunnar í Evrópubandalagið, Rússland ekki undanskilið. Þetta er markmið leiðtoga allra meðlimaríkjanna samkvæmt nefndu skjali.

* Þ.e. í aðildarsamningi Tékklands, Eistlands, Kýpur, Lettlands, Litháens, Ungverjalands, Möltu, Póllands, Slóveníu og Slóvakíu), í ACT þess samnings.

Jón Valur Jensson, 26.1.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband