Launalækkun samkvæmt valdboði ESB

Írar eru sannfærðir um að Evrópusambandið standi á bakvið bein inngrip í gerða kjarasamninga þar sem laun voru lækkuð um 12 prósent. Gunnar Rögnvaldsson bendir á að hér sé komið fordæmi fyrir miðstýrðu Evrópuvaldi sem drottni yfir þjóðríkjum sem standa höllum fæti. Líkur eru á að fyrirkomulagið verði varanlegt nema einstök þjóðríki segi hingað og ekki lengra.

Evru-ríkin eiga þess ekki kost að fella gjaldmiðla sína til að mæta búsifjum. Evran er skráð samkvæmt þörfum þýsk-franska öxulsins og af því leiðir ójafnvægi fyrir jaðarríkin.

Verkalýðsleiðtogar hér á landi sem dásama aðild að Evrópusambandinu eiga líka að útskýra fyrir félagsmönnum sínum að svo gæti farið að kjarasamningar hér á landi yrðu á að blessun Brussel áður en þeir tækju gildi. Og, það sem meira er, Brussel gæti ákveðið að kippa kjarasamningum úr sambandi ef þær aðstæður sköpuðust að ekki væri innistæða fyrir þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, og þá verðum við ekki spurðir álits um hvað gera skuli.  Brussel mun sjá um þessi mál frá A til Ö og íslendingar taka við tilkynningum um hvað sé okkur fyrir bestu!

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband