Hvar fékk Jón Ásgeir 2,5 milljarða?

Samkvæmt svari Landsbankans kom Jón Ásgeir Jóhannesson kenndur við Baug með 2,5 milljarða króna í nýtt hlutafé í ofurskuldsett fjölmiðlafyrirtæki sitt, 365-miðla. Aðeins tveir möguleikar koma til greina. Annað hvort hefur Jón Ásgeir fengið peningana lánaða innanlands eða þeir hafa komið að utan.

Ólíklegt er að Jón Ásgeir hafi millifært 2,5 milljarða frá útlendum reikningi. Vegna gjaldeyrishafta er fylgst með hreyfingum á erlendum peningum í landið og Jón Ásgeir væri varla svo vitlaus að gefa yfirvöldum hugboð um að hann ætti milljarða liggjandi á Tortólu eða annars staðar. 

Þá er eftir hinn möguleikinn, að Jón Ásgeir hafi fengið 2,5 milljarða að láni hér heima. Það er bara of ótrúlegt til að geta verið satt að nokkrum lifandi manni dytti í hug að lána Jóni Ásgeiri í fjölmiðlarekstur.

Hér er einhver að ljúga stórt.


mbl.is Lá fyrir að 365 fengi endurfjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju spyrðu ekki Aríjónbanka? Eða Landsbankann með nýju auglýsingastofuna?

Er ekki öll stjórnsýsla norrænu velferðarstjórnarinnar sem þú kaust til valda borin upp af gagnsæi?

Halldór Jónsson, 5.1.2011 kl. 08:37

2 identicon

Í frétt í Vísi kom eftirfarandi fram ;

Fjárhagsstaða félagsins hefur styrkst verulega á árinu 2010. Í lok mars 2010 var hlutafé félagsins aukið um 1.000 milljónir kr. og var aukningunni að miklu leyti ráðstafað til niðurgreiðslu skulda í byrjun apríl.

Samkvæmt rekstrarreikningi fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2010 þá nam heildarvelta félagsins um 6.000 milljónum kr. og EBITDA hagnaður 594 milljónir kr. á sama tíma, sem er alveg í takt við áætlanir félagsins. Afskriftir og fjármagnsliðir námu 508 milljónum kr. og hagnaður tímabilsins því 86 milljónir kr.

Samkvæmt efnahagsreikningi nemur eigið fé félagsins nú 1.846 milljónir kr. og er eiginfjárhlutfall 20,3%. Veltufjárhlutfall er 1,02 og handbært fé félagsins nemur 735 milljónir kr. í lok september 2010.

Þess má geta að 365 miðlar ehf reka 5 sjónvarpsstöðvar, 5 útvarpsstöðvar, útbreitt fréttablað og fréttavef sem vitnað var í hér að ofan. Páll -ekki Baugsmiðill á því við ramman reip að draga. Við óskum honum góðs gengis í baráttunni.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 09:26

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Merkilegt hvað þessi siðblindi glæpamaður fær mikla fyrirgreiðslu hjá spillingarbönkunum. En já, hvaðan komu þessir fjármunir til hlutafjáraukningar?? Ætli siðblindi glæpamðurinn sé með falið þýfi einhversstaðar? Það skyldi þó aldrei vera :)

Guðmundur Pétursson, 5.1.2011 kl. 11:27

4 identicon

Eitt er á hreinu. Glæpamaðurinn hefur annað hvort fengið lán hér á landi eða í öðrum löndum. Ef hann hefur þá fengið lán,,,

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband