Hversdagshetjur, auðmenn og þjófnaðarlán

Björn Margeirsson afreksíþróttamaður segir sig úr FH vegna þess að félagið hefur á mála hjá sér Kristján Arason en hann og eiginkonan, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, tóku kúlulán upp á milljarða hjá Kaupþingi og létu á nafn einkahlutafélags til að vera ekki persónulega ábyrg fyrir persónulegu láni.

Ein mest lesna frétt á Eyjunni í ár er um aðrar hversdagshetjur sem neituðu að sitja í sama borðsal og fallnir auðmenn, eða njóta leikhúsverka í návist þeirra.

Græðgisfólkið hefur ekki beðist afsökunar á framferði sínu. Vörn þeirra er iðulega útgáfa af þessu hérna: við máttum þetta og þess vegna gerðum við það. 

Þjóðin má úthýsa og útloka það fólk sem græðgisvæddi þjóðfélagið í eigin þágu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þorgerður Katrín, þessi fallega og góða kona, er á útleið. Nokkuð undarlegt að hún skuli ekki vera farin. Hún skynjar ekki tíðarandann og er ekkert ein um það.

"Við máttum þetta og þess vegna gerðum við það."

Fín 2007 setning.

Arfaslök setning nú þremur árum síðar.

Hlægileg og aumkunarverð.

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Gunnar Waage

Gott hjá honum, ég er á því að Þorgerður eigi að segja almennilega af sér og finna sér nýjan starfsvettvang.

Gunnar Waage, 29.12.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband