Peningafólk í skólarekstri

Sjálftektarhugsun einkenndi eigendur menntaskólann Hraðbraut, samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar. Peningar almennings voru teknir til afnota í formi lána og arðgreiðslna til eigenda skólans. Almenn samstaða er um að skólakerfið sé rekið af hinu opinbera.

Einstaklingar sem vilja reka skóla eiga vitanlega að hafa rétt til þess en eiga ekki að fá krónu úr opinberum sjóðum.

Allof mörg dæmi eru um að þykjustuhugsjónafólk í menntamálum sé í raun peningafólk með hugann við að mjólka ríkisspenann.

 


mbl.is Hagnaður af rekstri Hraðbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frænkan

Karlinn segir í einu myndbandinu að hann hafi byrjað að ferðast út 2008, en nemendur hafa sett þetta inn 2006. 

Frænkan, 30.12.2010 kl. 00:28

2 identicon

Þá hlýtur Hjallastefnan að vera tekin fyrir næst. Skólastýran þar keyrir nefnilega um á allt of fínum bíl fyrir ræfils starfsmann leikskóla.

Kristinn (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 01:44

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skipulagt fjársvikahyski með rassgatið uppi á herðum. Sérvalinn pólitískur úrgangur afhenti þessu rusli aðgang að skattgreiðendum. Til langs tíma litið eru mestu fjársvikamöguleikaranir í mennta- og heilbrigðis geirunum sem mjög vel skýrir hvers vegna fjárhagslegir eigendur fjórskipta einflokksins hafa sett heiladauðustu eignir sínar einmitt í þá málaflokka.

Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 02:21

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það væri slæmt ef það væri verkfall í grunnskólanum en það væri absalútt neyðarástand ef það væri í framhaldsskólanum. Þetta snýst aðallega um dagvistun í longu ofmettuðum skólakerfum sem hafa fyrir löngu síðan framleitt miklu meira en nóg af fræðingum og hefur því meira að gera með dagvistun og feluleik með atvinnuleysi.

Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 02:30

5 Smámynd: Gunnar Waage

Það er heilmikið til í þessu Páll, þó gætir vissrar einföldunar í þessari umræðu oft á tíðum.

Hér eru lög um jafnrétti til náms sem dæmi. Á móti kemur að einnig eru hér samkeppnislög og eins og málið snýr að rekstraraðilum, þá er löggjöfin og regluverkið fyrst og fremst sniðið utan um opinberan rekstur.

Mér þætti mjög miður að sjá hið opinbera banna einn daginn einkarekstur í framhaldsskólum enda sé ég það ekki gerast, hitt er annað mál að hér vantar alla umgjörð utan um einkareksturinn og allt eftirlit með fjárreiðum.

Líklega er versta dæmið HR sem hafa verið gríðarlega þungir á fóðrum þrátt fyrir rífleg skólagjöld.Reyndar virðast skólar á fjárlögum almennt vera með fárálega há skólagjöld sem setur þá í algjöran sérflokk. 

En ég er á móti því að gera vonda karlinn úr öllum einkaskólum sem eru á fjárlögum einungis vegna þess að hið opinbera hefur trassað að setja sér eitthvert aðhaldsform.

Nú kemur skýrlega fram i skýrslu Ríkisendurskoðunar um Hraðbraut, hörð gagnrýni á ráðuneytið fyrir að bregðast eftirlitsskyldu og þar sem við (hið opinbera) hljótum að stunda einhverja gagnrýna hugsun, þá hljótum við að kannast við okkar eigin þátt í málinu.

Ekkert af þessu myndi þrífast nema sökum þess, að stjórnsýslan hefur kosið að greiða fé þessum fyrirtækjum en um leið, verið með bundið fyrir augu og troðið upp í eyrun fyrir gagnrýnisröddum.

Það er lítill munur á Byrgismálinu þar sem að einhver aðili tekur við fé frá ríkinu í mörg ár en ríkið vill sem minnst vita hvað fer fram innan veggja. Þetta er stundað að því er virðist í heilbrigðisþjónustunni með þessum hætti og oft á ári er verið að loka einhverjum álíka rekstri með mismiklum látum. Alltaf kemur ríkið af fjöllum, hér er bara visst pattern og vinnulag á ferðinni.

Sama (ef marka má skýrslu Ríkisendurskoðunar) á við um rekstur einkaskóla almennt og eflaust fleiri stofnannir. Það er ljóst að ríkisumsvif eru allt allt of mikil í dag og ríkir þar algjört stjórnleysi. 

Að síðustu vil ég nefna að Ríkisendurskoðun bendir einnig á í skýrslunni að þeir hafi mjög litlar upplýsingar um mögulega álíka vandamál í öðrum skólum, hvort sem er ríkisstofnunum eða einkaskólum sem eru að hluta til á fjárlögum.

Gunnar Waage, 30.12.2010 kl. 02:48

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta Hraðbrautardæmi er bara smotterí. Tækniskólinn með tvo skólameistara upp á 40 milljónir auk annarara ævintýarlegrar yfibyggingar er almennileg fjársvik.

Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 03:10

7 Smámynd: Gunnar Waage

Já Baldur ég er sammála því, Hraðbraut er bara dropi úr hafi án þess að ég treysti mér út í einstök mál sem ég hef ekki kynnt mér.

Gunnar Waage, 30.12.2010 kl. 03:16

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þegar heiladauðasta botnskrap fjórflokksins hefur náð að hleypa mögulega siðlausasta hyski á mestu fjársvikamöguleika skattgreiðenda, skólakerfið og heilbrigðiskerfið þá fær botnskrapið sjálft í verðlaun afslætti af eigin fjárglæfrum - á kostnað skattgreiðenda. Þannig gengur það fyrir sig á Litlu Sikiley. Amen og kúmenþ

Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 03:31

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Núna þurfa nemendur að borga okurgjöld til að mega stunda nám í þrotabúi Tækniskólans, sem áður kallaðist Iðnskólinn. Þetta er raunverulega sama dæmið og með bankana sérvalið og kostað heiladautt pólitískt hórudrasl er látið afhenda glæpalýð eigur almennings og þegar búið er að hreinsa innan úr því er leifunum hent í almenning og enginn ber ábyrgð á neinu.

Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 03:43

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta kerfi beinlínis gengur fyrir svikum og prettum það er að segja spillingin er hreinlega eðlislæg og svo sem ekki viö öðru að búast í gervilýðræði þar sem pólitíkusar eru í eigu fjármálaafla. Til að tryggja áframhaldandi spillingu og hagsmuni eigenda sinna sögðu jú helstu eignirnar strax eftir að draslið hafði rúllað kerfisbundið á hausinn, að alls ekki mætti benda á sökudólga. Hvers vegna þetta lið er ekki á bak við lás og slá hefur mér lengi verið hulin ráðgáta. Þetta virðist vera þjóðfélag með mjög sterka sjálfstortímingarhvöt.

Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 09:14

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hún er undarleg þessi peningafólks-phobia þín, Páll, en verri eru þessir maðkar sem hún dregur út úr múrverkinu eins og sést hér að ofan.

Ragnhildur Kolka, 30.12.2010 kl. 09:30

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég þekki peningafólk, Ragnhildur, í merkingunni efnafólk, og það er margt hvað prýðisfólk. Ég vil trúa því að gagnrýni mín beinist að fólki sem efnast með svindli og á kostnað almannahagsmuna. 

Páll Vilhjálmsson, 30.12.2010 kl. 09:50

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er góður punktur hjá Baldri Fjölnissyni, það væri vert að skoða Tækniskólann og nokkuð í sambandi við rekstur hans.  Upphaf hans var það að Vélskóli Íslands og Stýrimannaskólinn í Reykjavík voru "einkavinavæddir", þar voru hagsmunaaðilar í sjávarútvegi með LÍÚ í broddi fylkingar, sem tóku yfir reksturinn.  Hlutféð um reksturinn voru, þá árið 2003, 500.000 kr og ég veit ekki til að nein breyting hafi orðið þar á,  þrátt fyrir að mikil aukning hafi orðið á umsvifum og starfsemi skólans. Sjómannaskólahúsið var allt tekið í gegn og endurnýjað, þetta hafði ekki verið hægt að gera áður það hafði ekki einu sinni verið hægt að gera húsið almennilega vatnshelt því þegar rigndi og vissar áttir voru ríkjandi voru stigarnir eins og laxastigar og "lekabyttur" voru út um allt hús.  Þarna var allt endurnýjað fyrir tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir opinbert fé, áður en NÝIR rekstraraðilar tækju við.  Það hefur lítið að segja að einhverjir komi fram og segi að ég viti ekki um hvað ég sé að tala en það er ekki svo ég var þarna fjármálastjóri ÁÐURen LÍÚ tók við skólanum og þekki vel til þessara mála og veit "óþægilega" mikið um suma hluti fyrir marga.

Jóhann Elíasson, 30.12.2010 kl. 12:16

14 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Páll,

Tek undir fyrirlitningu á hvers kyns spillingu, sjálftekt og ríkisspenatotti.  Það er samt ekki sanngjarnt að senda einkaskóla út á kaldan klaka, út af einni Hraðbraut.  

Tek eftir þeirri tilhneigingu fólks að líta á öll viðskipti sem brask, og allir fjárfestar hljóti að vera vafasamir.  Þetta er hættuleg hneigð og grefur enn frekar undir þeim sem vilja stunda viðskipti á eðlilegum og heiðarlegum forsendum.

Neikvæðar væntingar samfélagsins til viðskipta munu síst efla siðferðið.  

Í svona málum þarf að hjóla í manninn, en láta boltann eiga sig.

Áramótakveðjur. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.12.2010 kl. 15:39

15 identicon

Jenný skólar eru ekki venjulegt viðskiptatækifæri fremur en fangelsi eða sjúkrahús!  Verðmætið, afurðin, sem skólar framleiða mælist alls ekki í krónum, ekki einu sinni í evrum! Þetta vita allir.  Þess vegna og aðeins þess vegna eiga slíkar stofnanir að vera fyrir utan sviga þeirra sem eru í rekstri til að græða fé sem markmið.  Skólar eiga að bæta samfélagið með því að skila því betri og hæfari einstaklingum - það er þeirra eina markmið.  Að taka við ríkisframlagi til að borga "eigendum" skóla arð í krónum er svívirða í mínum augum.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 17:56

16 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já Vilhjálmur, enda hlýtur það að vera fáheyrt að skaffa sér 82 milljónir í arð fyrir m.a. "átta ára launalausa hugmyndavinnu" (sic) eins og "maðurinn" sagði á jútúb. 

Það eru kannski "afbrigðin" sem oftast verða útundan í ríkisreknu skólakerfi, eins og í tilfelli Hraðbrautar, og þá getur einkaframtakið leyst það jafnvel á hagkvæmari hátt, ef viðkomandi aðili er ekki blindaður að peningagræðgi.

Ísak Jónsson stofnaði skóla, sem ég og systkini mín gengu í fyrir mörgum áratugum síðan.  Þá, bauð skólinn upp á að taka nemendur fyrr inn,  hljóðlestrarkennslu og fleiri nýjungar sem ríkisskólar gátu ekki boðið uppá.  Stofnun og rekstur skólans var því meir af hugsjón en græðgi.

Það er hins vegar sjálfsagt að framlag pr. nemenda sem greidd er af skattborgurum (foreldrum) fylgi nemandanum yfir í einkaskólann, kjósi hann að stunda nám þar.

Með viðskiptum í fyrra innslagi, var ég meira að vísa til hefðbundnari viðskipta, s.s. bílasölur, fasteignasölur, tryggingar og fleira.  Annars get ég tekið undir flest það sem þú segir, þó ég sé afskaplega spennt fyrir viðskiptatækifærum sem felast í "sérfræðisjúkrahúsum" fyrir útlendinga sem eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir mjaðmalið/hnélið.  Ef að eftirspurn er fyrir hendi, þá myndast viðskiptatækifæri.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.12.2010 kl. 19:35

17 identicon

Fíflin í kringum Ólaf Hauk Johnson:

Núverandi menntamálayfirvöld

ríkisendurskoðun

fyrrverandi menntamálayfirvöld

menntamálanefnd

fyrrverandi kennari skólans

fyrrverandi aðstoðarskólastjóri

starfsfólk sem er ósammála stjórnunarháttum

Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar

DV

Sálin (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 07:54

18 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er kannski helsta ástæðan fyrir því að umræða sem þessi þarf að vera málefnaleg, markviss og uðskiljanleg, hún þarf að uppfylla kröfur í því sambandi.

Athugasemdin hér fyir ofan frá "Sálin" er sem dæmi ekki boðleg þar sem að tveir aðilar eru gagnrýndir í skýrslu Ríkisendurskoðunar, annars vegar Menntamálaráðuneytið (harðlega) og hins vegar stjórnandi skólans, Ólafur Haukur Johnson). Sambærileg er niðurstaða þingnefndar enda hún byggð á skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Í úttektinni felst ekki hvað síst hörð gagnrýni á vinnulag og starfshætti (stefnu) yfirvalda.

Hraðbraut þykir á móti hafa skilað góðu verki, nemendur vel samkeppnishæfir í framhaldsnámi og almenn ánægja með námsframboðið. Vandamálið þar innan dyra er skólastjórinn.

En menn skyldu varast að alhæfa eða draga of víðtækar ályktannir um aðra starfsmenn skólans sem og aðrar menntastofnannir. Þar þarf að gæta mikillar nákvæmni.

Gunnar Waage, 31.12.2010 kl. 14:45

19 identicon

Já, Jenny, Ísaksskóli er undantekningin sem sannar regluna sem er sú að einkafjármagn setur, næstum því undantekningarlaust, ávöxtunarkröfuna í fyrsta sætið þegar árangur fjárfestingar er metinn.  Ef við lítum á fjárfestingu einkaaðila t.d. í fjölmiðlum má vel sjá miður heppileg áhrif einkafjármagns á þeim bæjum, nefni Fréttablaðið sem dæmi.

Að hleypa einkafjármagni í heilbrigðiskerfnið mun valda þar strax stórtjóni.  Auðmenn borga hvaða reikning sem er til að ná heilsu.  Einkasjúkrahús yfirbýður lækna og allt starfsfólk ótæpilega og "almannasjúkrahús" sitja uppi með óviðráðanlega samkeppni til tjóns fyrir almenning.  Einfalt og ljóst.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 16:58

20 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er einfaldlega rangt Grímur, hvaðan kemur þessi speki?

Það er nú svo að einn helsti hvati til framfara er viðskipti sem allir aðilar hagnast á. Viðskiptin fara fram hvort sem þau eru við ríkið eða einkaaðila og er kostnaðurinn sá sami.

Nýbreytni í námsframboði og námsfyrirkomulagi, er oftar frá einkaaðilum.

Menntun er markaður eins og hver annar, ríkið er ekkert annað en hrúga af hagsmunaaðilum sem fá sitt, hvort sem skattgreiðendum líkar betur eða ver.

Síðan er algjör óþarfi að leyfa einkarekstur á heilbrigðissviðinu sem fer ekki eftir sömu reglum og ríkis eða sveitarfélagarekin. Fjármagnið er gott þótt það komi frá einkaaðilum, lagaumgjörðin skiptir máli enda er þetta mál byggt á lögum og reglum, ekki dylgjum.

Gunnar Waage, 31.12.2010 kl. 19:19

21 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Æi ég veit ekki,  myndi það breyta einhverju í þinni skoðun Vilhjálmur, ef að greiðendur sjúkrahúsreikninga væru tryggingafélög eða önnur sjúkrasamlög annarra ríkja?

Það er klárlega skortur á margvíslegri heilsuþjónustu.  Þessi þjónusta styrkir einnig fjölmargar hliðargreinar, eins og ferðamannaiðnað, veitingarekstur, afþreyingu, verslun.  Rúsínaní pylsuendanum í þessari heilsuþjónustuumræðu, er síðan viðhald og uppgang innlendrar sérfræðiþekkingar, en spekileki í heilsugeiranum á Íslandi er orðinn ískyggilegur, er mér sagt.

Óska ykkur gleðilegs árs og friðar og takk fyrir áhugaverða umræðu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.12.2010 kl. 19:31

22 Smámynd: Gunnar Waage

gleðilegt ár Jenný!!

Gunnar Waage, 31.12.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband