Brotakennd framtíð ESB

Viðbrögð Evrópusambandsins við kreppunni eru hikandi og fálmkennd og hefur það orðið til þess að auka á taugaveiklun markaða gagnvart evrunni almennt og jaðarríkjum sérstaklega. Yfirmaður Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Strauss-Kahn, varar Evrópusambandið við ómarkvissum viðbrögðum við aðsteðjandi vanda.

Evrópusambandið er ekki með lýðræðislegt umboð og getur því illa gert víðtækar ráðstafanir til að mæta kreppunni. Allir sem fjalla um skuldavanda evru-ríkjanna sem óx úr bankakreppunni eru sammála um að róttækra ráðstafana sé þörf.

Evrópusambandið hefur þróast framhjá almenningi og valdhafar hafa læðupokast til að framselja auknar valdheimildir til embættismanna í Brussel. Þegar verulega þarf að taka á stórum málum er erfitt að smygla þeim inn í stofnsamþykktir án þess að almenningur verði þess var. Af því leiðir hik og fálm sem magnar kreppuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég fór inná Evr+opuþingið og sá umræður þar. Herregud, þvílkt alkul er þar á ferð í hálftómum sal. Ætli stjórnlagaþingið okkar með Þorvaldi Gylfasyni verði ekki fjörugt miðað vð þetta. Og Alþingi okkar Íslendinga er bara diskótek miðað við þetta, Ég biði ekki í sjávarútvegsumræðu um makrílkvóta á þessu sviði.

Halldór Jónsson, 19.12.2010 kl. 23:21

2 identicon

Smá ljós í myrkrinu. Heiðarlegur pistill frá Má W Mixa. Hingað til hefur þessi sannleikur verið bannaður á Íslandi. Þetta hafa hagfræðingar hingað til ekki mátt viðurkenna! Samanber t.d. Guðmund Ólafsson "hagfræðing" sem fær að blása  eins og hvalur á kostnað almennings, vikulega í RUV. Hann gekk af göflunum þegar minnst var á þessi sannindi. Sjá:

http://www.islandsbanki.is/einstaklingar/fjarmalin-thin/greinar/nanar/item74376/Okostir_verdbolgu/

Hrúturinn (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband