ESB-makríll á beit við Ísland

Ísland ætti að höfða skaðabótamál á hendur Evrópusambandinu fyrir að senda meira en milljón tonn af makríl úr lögsögu sinni inn í íslenska landhelgi án þess að biðja um leyfi. Makríllinn er á beit í íslenskri lögsögu og étur aðrar tegundir út á gaddinn.

Evrópusambandið bítur höfuðið af skömminni með því að krefjast veiðibanns á makrílinn á meðan hann étur sig feitan á íslensku hafsvæði.

Fáheyrður yfirgangur Evrópusambandsins í makrílmálinu kemur aðeins til af einu. Brusselvaldið telur sig hafa í fullu tré við Ísland sökum þess að hér á landi ríkir samfylkingarstjórn sem lét sér detta í hug þá endemis vitleysu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Drögum umsóknina tilbaka og þá fer Evrópusambandið að koma fram við okkur eins og fullvalda þjóð.


mbl.is Skosk stjórnvöld krefjast aðgerða gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt hjá þér, Páll. ESB fer bara eftir sögulegum yfirgangi, ekki raunstöðu makríls í dag, þar sem Ísland fóstrar yfir 22% lífmassa makrílsins.

Meðhöndlun ESB á þessu máli og hvalveiðum Íslendinga sýnir að ekki er hægt að tjónka neitt við Brussel. Auk þess er það einungis á „hveitibrauðsdögunum“ (e. honymoon period) sem á að vera hægt fyrir umsóknarland að gera kröfur, en fyrst að ekki er einu sinni hlustað á okkur þá, hvernig heldur þú að hjónabandið verði?

Ívar Pálsson, 19.12.2010 kl. 17:01

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Góður pistill hjá þér Páll, margir reyndir skipstjórar á nótaskipum hafa bent á þetta með makrílinn og kallað hann hreinlega "ryksugu hafsins".

Það er stórmerkilegt að stjórnvöld virðast ekkert hafa við þetta að athuga, en samt eðlilegt í ljósi þess, að Samfylkingin tekur hagsmuni ESB fram yfir hagsmuni eigin þjóðar.

Vont að það skuli ekki vera hægt að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar fyrir að vinna gegn hagsmunum þjóðar sinnar.

Þessi ríkisstjórn er sennilega sú fyrsta, í margþúsund ára sögu stjórnmálanna, sem vinnur svona hart gegn hagsmunum eigin þjóðar.

Hægt er að nefna alla verstu og óhugnanlegustu harðstjóra sögunnar, Adolf Hitler, Idi Amin osfrv., þeir voru allir grimmir við eigin þjóð, en þeir héldu þó allavega málstað hennar á lofti á erlendum vettvangi.

Jón Ríkharðsson, 19.12.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Kjarni málsins með makríl og flesta aðra fiskistofna - virðist skipulegt vanmat á þessum stofnum.  Ef það voru ekki nema ein milljón tonn af makríl - þá er það ekki nema 1330 kg á ferkílómeter.

Nú ef makríll var bara í hálfri lögsögunni - þá er það samt bara 2660 kg á ferkílómeter.

30 fiskiskip okkar - hefðu aldrei getað veitt 130 þúsund tonn hér á 3 mánuðum - því virkur togtími á hverju skipi er tæplega nema einn til 2  sólahringar í viku - þessar 12 vikur....

Álitaefni þetta þyrfti að bera undir skipstjóra flotans. Páll hringdu í nokkra skipstjóra og spurðu þá út í  hver sé þéttleiki makríls pr ferkílometer  að þeirra mati... þá færðu  hugsanlega bestu  upplýsingar beint í æð....

Kristinn Pétursson, 19.12.2010 kl. 18:33

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er vonandi að EU taki hart á þessu háttalagi LÍÚlendinga.

Reki hnefann niður í borðið af fullum þunga.

Vonandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.12.2010 kl. 20:08

5 identicon

Tek undir með síðuhaldara og öllum commenterum hérna að ofan, nema aumlegu commenti Ómars Bjarka Kristjánssonar sérlegum ESB aftaníossa. 

En Ómar þessi tekur alltaf hagsmuni ESB Elítunnar fram yfir hagsmuni sinnar eigin þjóðar.

Makríllinn er ekki bara fyrir einhverja "vonda" LÍÚ klíku, heldur er þetta að skapa hundruðum sjómanna aukin störf og auknar tekjur og einnig hundruðum landverkafólks. Auk þess skapar þetta fjölda afleiddra starfa í veiðarfæraþjónustu og meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem veita útgerðinni þjónustu sína.

Gjaldeyristekjur þjóðarinnar aukast með þessum sjálfsögðu veiðum okkar um meira en 15 milljarða króna.

En lágt getur Ómar Bjarki lagst í undirlægjuhætti sínum fyrir ESB valdinu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 20:35

6 identicon

Árangur Evrópusambandsins að traðka á þjóðinni í Icesave deilunni gefur þeim tilefni til að halda að makríl deilan er nánast formsatriði til að troða á okkur með.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 21:42

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjáiði til, það er ekki réttlæting á óafsakanlegu háttalagi að segja:  Ja, við græðum á þessu!  Halló.

EU eða ekki.  það er ekkert málið þarna.

Eg er á móti svona háttalagi í prinsippinu.  Svona ógurlegri frekju og yfirgangi líkt og LÍÚ sínir.   Eg er orðinn hundleiður á því hvenig elítan hérna kemur fram í nafni þjóðarinnar.  Hundleiður á því.  Þetta er landinu til stórskammar í hverju málinu á fætur öðru.

Það er bara svindlað og fixað á öllu hvort sem það er bankaviðskipti eða útgerð. 

Hugsanlegur skammtímagróði, já - en langtíma stórtap.  Auk þess sem þjóðina í heild setur niður og verður til minnunnar á alþjóðavettvangi.

Og háttalag íslendinga varðandi makrílinn er óásættanlegt.  Allar tilraunir til að reyna að bera í bætifláka fyrir framferði LÍÚlendinga eru hjómið eitt og reyndar greinilega verið að reyna að búa til réttlætingu fyrir fáfróðan almenning - enda er eigi erfitt að kynda upp þjóðrembingsdrullu hérna.  Eigi erfitt.  Eiginlega bara mjög létt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.12.2010 kl. 22:57

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. að þetta er hnignunarmerki í raun.  þessi frekja og yfirgangur í LíÚlendingum  og sérstaklega ef innbyggjar styðja svona ljótleika.

Það er eitthvað að.  Eitthað ekki í lagi.

Ennfremur er þetta vont útsæði.  Hvað sagði ekki maðurinn?  Hann sagði:  Svo sem þú sáir - svo munt þú og uppskera.  Sáðu frekju - upp rís siðferðileg eymd o.s.frv. 

Þetta sagði hann gamli maðurinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.12.2010 kl. 23:17

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Páll er á réttri línu með það að EU er farið að gera sig breiða gegn okkur því þeir halda að þeir séu að gleypa okkur. Hlustið endilega á myndbandið þar sem sem hann Magnús Þór talar við Tom Haye formann breskra sjómanna 2003. Það er á síðunni hans Jóns Kristjánssonar fiski.blog. is 

Já og Magnús Þór,

Af hverju veiðum við ekki eins og við getum til að verjast vágestinum makríl?Við þurfum ekkert að tala við þessa fósa í Brüssel til að útrýma meindýrum

Halldór Jónsson, 19.12.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband