Ég er ekki frekja/lygari en aðrir bulla, segir Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur á þrem dögum þurft að verjast ásökunum þriggja þingmanna Vinstri grænna um að vera frekja og orðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns að skort hafi upp á sannleikann í svörum ráðherra.

Jóhanna segir þingmenn Vinstri grænna bulla um foringjaræði og grípur til þess ráðs að bera starfsmenn stjórnarráðsins fyrir sig sem mannlegan skjöld vegna gagnrýni Guðlaugs Þórs - er vísar kratískrar spillingaráráttu.

Örvæntingin í svörum forsætisráðherra endurspegla stöðu ríkisstjórnarinnar. Jóhanna er næm á veðrabrigði í pólitík og veit að stormur er í aðsigi. 


mbl.is Vísar ásökunum þingmanns á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til lítils að ræða svona mál við hægrimenn, en þetta virðist mjög vel rökstutt hjá Jóhönnu. En sjálfstæðismenn kalla þetta auðvitað örvæntingu og lygar, enda eru þeir á alþingi til að reyna að komast aftur til valda en ekki til að hjálpa þjóðinni.

Boris (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 21:50

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er nú Páll Vilhjálmsson, yfirlýstur kjósandi VG í síðustu kosningum, orðinn Sjálfstæðismaður? Ertu Boris Karloff eins og hann birtist bestur?

Halldór Jónsson, 18.12.2010 kl. 21:54

3 Smámynd: Friðbjörn Kristjánsson

Þarf  ekki styrkjabetlarin Guðlaugur Þór að segja rétt frá  sínu betli ,áður en hann segir aðra ljúga.Sjálfseignaflokkurinn er nú ekki merkilegur með svona aula allavega fjölgar ekki kjósendum með hann innan borðs

Friðbjörn Kristjánsson, 18.12.2010 kl. 22:12

4 identicon

Útskýrðu fyrir mér Boris hvernig þetta er vel rökstutt hjá Jóhönnu, eina sem ég sé hana gera er að velta ábyrgð á þessum svörum af sér og yfir á einhvera embættismenn í ráðuneytunum.....

Kristinn (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 22:21

5 identicon

Ég hefði nú haldið að Samfylkingin tæki því fagnandi að geta sett allt upp á borðið... ekki síst því sem hefur leynt og ljóst verið haldið fram, að Stefán Ólafsson og Þjóðmálastofnun hans sé kostuð af Samfylkingunni... bæði frá Sf sjálfri, en ekki síst því sem hentar Sf betur: Úr vasa almennings.

Það er fljótséð á síðu þessarar stofnunar að þar er rekinn áróður stjórnmálaafls!

Ófeigur (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 23:36

6 identicon

Hve lengi á að skamma sjálfstæðisflokkinn fyrir mistök samfylkingarinnar?

a (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 00:10

7 Smámynd: Örn Ingólfsson

Já þeir kasta steinum sem búa í glerhúsi! En annars þá eru svo margir sem að gleyma misgjörðum gömlu flokkanna sem að Einkavæddu bankana til hinna og þessa vina eða vildarvina? og það er engin furða að Geir Hilmar Haarde hafi beðið sjálft almættið um að hjálpa Íslendingum! Þess vegna  held ég að  stuðningsmenn flokkanna sem komu Íslandi á HAUSINN ættu nú að REYNA AÐ BJARGA ANDLITINU og taka sitt fólk út af þingi sem að hafa ekki staðið sig þá meina ég úr öllum flokkum en annars þá stendur uppi ein manneskja samkvæmt viðtali kann ekki að skammast sín og eða iðrast allavegana miðað við málflutninginn í fjölmiðlum! En þess utan þá held ég að margir þingmenn ættu að fara að athuga sinn gang, því eftir áramótin verður þetta ekki auðvelt starf með nokkra milljónamæringa í kringum sig sem mergsjúga almenning á fullum launum sem alþingismaður(kona) og fá svo greidd laun úr einhverjum eignarhaldsfélögum! Nú ók en ef að ég svík óvart út úr skattinum þá er ég ræfillinn tekinn á beinið með því sama en jón ríki sleppur! Nei Ísland er SPILLINGARBÆLI og sá stimpill fer ekkert af okkur fyrr en að þessir milljóna(milljarða)mæringar eru komnir undir lás og slá í gæsluvarðhald til að passa upp á Rannsóknarhagsmuni!! En því miður mátti ekki rannsaka STRAX þátt ofurmillanna vegna tengsla við já skoðið bara fréttirnar frá þessum tíma og þá fáið þið út 4 en aðrir fá út 5 því að þessar manneskjur eru eins og vinnuhestarnir í den með speldi til að varna því að hrossinu myndi bregða já ég líki þessum blessuðum mönnum alls hins besta eftir að peningarnir þeirra séu komnir heim til okkar lands!!

Örn Ingólfsson, 19.12.2010 kl. 01:33

8 identicon

Gulli er ágætur. En ef hann vill gera Íslandi greiða, þá tekur hann sér frí frá pólitík. Gagnrýni hans á Jóhönnu er réttmæt en skiptir engu máli. Þau eru eins.

marat (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 03:28

9 identicon

Þetta pakk sem situr við stjórn núna er EKKI vinstrimenn. "Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Þetta eru loddarar, og svikarar og lygarar og hræsnarar, sem þykjast vera eitthvað sem þeir eru alls ekki. Jóhanna og Steingrímur hafa lítið gert annað en sleikja sig upp við erlendar fjármálaelítur þær sem standa á bak við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, bukta sig og beygja fyrir þeim í hlýðni og undirgefni, seljandi land sitt og þjóð, sál sína og samvisku, og þeir sem hegða sér þannig eru auðvitað ekkert annað í stórkapítalistar. Var alinn upp í Svíþjóð Olafs Palme og myndi ekki kalla svona pakk vinstrimenn þó það kalli sig það sjálft, frekar en ég fari að kalla Hitler "sósíalista" bara afþví hann sjálfur skreytti flokk sinn nafnbótinni "þjóðernissósíalista", þegar hann var ekki meiri sósíalisti en svo að færa auðinn frá einni elítu til annarra, moka undir þýsk stórfyrirtæki, fjármagnaður af bandarískum stórfyrirtækjum eins og General Motors, og hygla vinum sínum..........og var til þess jafnvel tilbúinn að breyta fólki í sápu til að selja það. Þannig hugsa þeir sem vilja selja þegna sína. Jóhanna og Steingrímur eiga meira sameiginlegt með slíkum aðilium en í fyrstu virðist, þau lugu til dæmis blákalt að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að blæða út af misbrestum rétt yfir þrjátíu íslenskra viðskiptamanna, en á svipuðum forsendum hugsuðu nazistar að allir gyðingar, venjulegt fólk, þyrftu að gjalda fyrir óvinsældir nokkurra bankamanna. Þannig hugsa allir gerfi "sósíalistar", þjóðernis, grænir eða samspillingar - sósíalistar, breytir engu máli. Hjarta gerfisósíalismans slær eins, mun hraðar og örar fyrir heimskapítalisman og glæpamenn en hjarta hins venjulega hægrimanns eða Sjálfstæðismanns, og ólíkt hægri arminum þjáist sá "vinstri", sem svo segist vera líkt og nazistarnir lugu líka upp á sig, ekki aðeins af eigingirni heldur líka af heimsku og barnaskap. Ég er vinstrimaður í húð og hár en ég kýs frekar þá sem þykjast ekki vera annað en þeir eru en þá sem hæðast að hugsjónum mínum og spíta þannig í andlit hins sanna sósíalisma. Olaf Palme átti álíka mikið sameiginlegt með þessu pakki og Hitler.

Svíinn (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 14:33

10 identicon

Örn Ingólfsson.  Sem sagt að aðeins flekklausir mega benda á brot annarra meintra brotamanna... (O:

------

Rök krata eru með eindæmum þunn eins og allt sem frá þeim kemur, og sem fyrr mála þeir sig gersamlega út í horn þegar málefnalegt gjaldþrotið blasir við. 

Aumingjaskapur raðlygarans Jóhönnu er með eindæmum að ætla að gera ráðuneytisblækurnar ábyrgar þegar þegar sannanir liggja fyrir að hún hefur logið.

Af gefnu tilefni, - þarf ekki beint merkilegasta pappírinn til að leyfast að ásaka Jóhönnu um lygar, sem meðal annars er ein þriggja ráðherra Samfylkingarinnar sem hefur þegið "styrki" (mútu segir Samfylkingin þegar annarra flokka menn þiggja slíkt) frá sennilega mesta skúrki þjóðarinnar og dæmdum glæpamanni sem jafnframt er helsti og skuldlausi eigandi flokksins hennar.

1.  Jóhanna laug að þjóðinni þegar hún sagðist aldrei hafa tekið þátt í sérstökum bankakrísu ríkisstjórnarfundi hrunstjórnarinnar með bankastjórum Seðlabankans, þó svo að vitni og gögn segi annað.

2.  Jóhanna laug að þjóðinni og varð margsaga um ráðningu og launamál Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra.

3.  Jóhanna laug að þjóðinni
um að hún hafi aldrei hótað Ögmundi og þingmönnum Vinstrigrænna stjórnarslitum ef að þeir samþykktu ekki glæsisamninginn Icesave.

4.  Jóhanna laug að þjóðinni að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave væri fullkomin markleysa og tóm vitleysa vegna þess að "nýr og betri samningur lægi á borðinu." 130.000 kjósendur trúðu henni ekki og mættu til kosningar og 98.2% sögðu henni að troða samningnum í vikapiltinn Steingrím J og aðra þá sem gengu erinda gegn þjóðinni. Hvorki samningurinn frekar en borðið hafa fundist eftir þrotlausa eftirgrennslan leitasveita.

Og Jóhanna hlýtur að segja þjóðinni sannleikann núna....???
(O:

Ekkert bananalýðveldi veraldar mynd sætta sig við að forsætisráðherra lygi að þjóðinni.... Nema auðvitað Íslendingar.  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 16:08

11 identicon

Það er samt LÁKÚRULEGT  af manni sem er með allt niður um sig að vera að krítisera aðra, maðurinn ætti að byrja á því að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Hins vegar má alltaf setja út á slæleg vinnubrögð, við höfum því miður verið alin upp í svona "skemmtilegu" pólitísku umhverfi að fólk er hætt að kippa sér upp við svona. Því miður.............................

thin (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 18:33

12 identicon

Kæri Guðmundur 2. Gunnarsson. Takk fyrir frábæran og þarfan pistil. Dreifðu honum sem víðast. ALLIR verða að heyra þetta. Þú ættir að gerast blaðamaður, veit samt ekki hvort flokksdindla blöð til hægri og vinstri ráði fólk af þínum kalíber. En þú ert stórgóður penni og boðskapur þinn lífsnauðsynlegur þjóðinni á þessum tímamótum. VEKJUM LÝÐINN!!!

Jósef (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband