Samfylking staðfestur spillingarflokkur

Aðeins einn af hverjum tíu treystir Samfylkingunni til að rannsaka aðdraganda hrunsins. Tvöfalt fleiri treysta Sjálfstæðisflokknum til þess arna. Fyrir utan fylgishrun stjórnarflokkanna í könnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag er spillingarstimpillinn festur á Samfylkinguna og úrræðaleysið á Vinstri græna sem sést á því að það er í fáum málaflokknum sem flokkurinn nýtur tiltrúar.

Ótrúlegt fylgi Sjálfstæðisflokksins, um 40 prósent, sýnir annars vegar að fremur einföld skilaboð um skattalækkun virðast vera að gera sig og hins vegar nýtur flokkurinn óvinsælda vinstriflokkanna. Líkur eru á að meiri þungi verði í kröfu Sjálfstæðisflokksins um nýjar kosningar.

Vinstriflokkarnir tapa á öllum vígstöðvum. Sundurtætt ríkisstjórn Jóhönnu Sig. mætir æ meiri mótstöðu í þjófélaginu og það mun hvetja uppreisnarfólk í Vinstri grænum til dáða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin mun verða 8-12% flokkur eftir næstu kosningar, í besta falli. Hugsanlega minni ef það kemur nýr "bestiflokkur" af einhverju tagi.

Nú er Samfylkingin loksins að uppskera fyrir liðin prófkjörsúrslit en hvílikt samansafn hæfileikasnauðra einstaklinga er vandfundið. Endurinnkoma Björgvins G er hugsanlega kóróna heimskunnar.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 17:33

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þú ert alvarlega siðblindur ef þú sérð ekki spillingu og skemmdarverkarstarfsemi sjálfstæðisflokksins.

Hvað þessa könnun varðar, þá fá íslendingar það sem þeir vilja. Íslendingar greinilega vilja stjórnmálaflokk sem er eingöngu fær um að leggja allt í rúst á Íslandi með reglulegu millibili. Verði þeim að því.

Jón Frímann Jónsson, 18.12.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Góður Gylfi! Ég held hinsvegar að Jón Frímann þurfi á á hjálp að halda. Hvernig er umhorfs í hans sálarkeröldum?

Halldór Jónsson, 18.12.2010 kl. 21:06

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Páll. Það var nú ekki sannfærandi fyrirgefningarbeiðnin frá Samfylkingunni nú á dögunum um þeirra þátt í hruninu. Bæði Össur og Jóhanna voru þá ráðherrar en það hefur ekki heyrst að þau hyggist segja af sér vegna þessa. Það er líka spurning hvort Samfylkingin verður búin að poppa upp forystuna, þ.e.setja þau bæði út, þegar kosningar verða næst.

Sjálfstæðisflokkurinn er með snöru í hengds manns húsi sem er Þorgerður og ekki spái ég að það hjálpi þeim :) 

Verður ekki Lilja Mós. komin með nýjan flokk fyrir næstu kosningar ? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.12.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband