Írar láta evruna róa

Barnfóstrurnar frá Brussel og Berlín eru komnar. Við sitjum í leikgrindinni og getum hringlað með gullin okkar en ákveðum hvorki hvenær ljósin verða slökkt né hvað verður í morgunmat. Á þessa leið skrifar Kevin Myers um endalok írsks sjálfstæðis.

Evran er Írum spennitreyja og fangaverðirnir, barnfóstrurnar, afsakið, frá Brussel og Berlín sjá til þess að þeir geta sig hvergi hrært.

Megan Green bendir Írum á leið út úr vandanum. Hún skrifar í Financial Times að Írar muni hvort eð er fara í gjaldþrot, skuldirnar eru einfaldlega of miklar; raunlaun mun lækka og bankarnir þurfa endurfjármögnun. Lánið frá Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum mun engu breyta um þessar staðreyndir - aðeins fresta þeim.

Kosturinn við það að láta evruna róa, segir Green, er að kreppan varir skemur. Eftir stuttan óreiðutíma mun vöxtur taka við sér og Írland komast á sömu braut og Ísland. (Ok, rétt, síðasta setningin kemur ekki frá Green heldur síðuhaldara.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Áður en evran var tekin upp og eiginlega löngu áður en Írland fékk aðild að EBE, var gengi írska puntsins hærra en sterlingspundsins, sem var forvitnilegt, þar eð efnahagur Írlands hefur aldrei verið neitt framúrskarandi góður. En mynt landsins hafði mjög lengi verið afar stöðug.

Í byrjun þessarar aldar kom efnahagsbóla þar, sem og hér, en entist ekki lengi. Ein af ástæðum þeirrar bólu var mjög lágur fyrirtækjaskattur (og aðrar ívilnanir fyrir fjárfesta), sem settur var á á síðustu öld. Þetta hafði í för með sér ofþenslu sem endaði með ósköpum þar sem ekki lágu raunveruleg verðmæti að baki.

Það geta allir séð það nú, að það voru mistök að taka upp evruna í Írlandi. En allan þennan tíma hafa íslenzkir valdhafar lofsungið þessa mynt, sem aðeins er sniðin að hagkerfum Þýzkalands og Benelux.

Vendetta, 8.12.2010 kl. 15:58

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Írar eru komnir í skuldafangelsi næstu 20 ár eða svo...þetta ESB rugl er dæmt til þess að falla..og sýnir helst að nú vilja 40% þjóðverja út úr ESB!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 8.12.2010 kl. 23:00

3 identicon

Írar komu sér sjálfum í skuldavanda með arfavitlausum ákvörðunum. Og leituðu allt of seint til AGS. Með því að vera með eigin mynt og fella gengið aukast bara (erlendar) skuldir, það er engin lausn, bara frestun á vandamálinu. Írar eru þó í betri málum en  að því leyti að ekki eru gjaldeyrishöft (fjármagnsflutningahöft). Það er þó ekki víst að svo verði áfram...

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband